Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Síða 43
Kata myndi bara taka það út á kaffinu okkar alla næstu viku. „Hland“ í staðinn fyrir sitt stór- kostlega kaffi“. Hvað er eiginlega á seyði kynni einhver að spyrja. Er þetta hið margumtala samband hj úkrunarkvenna og lækna ? Vopnahlé milli tveggja stríð- andi aðila — rétt eins og hjá Katrínu af Rússía og Friðrik mikla! Ja, svei mér þá, það er engu líkara — og þó. Líklega væri betri samlíking, að sam- bandið væri líkt og milli hjóna, vel og illa paraðra eftir atvik- um, í flestum tilfellum svo, að þau eru hætt að hygla hvort öðru að hætti hveitibrauðsdagahjóna, en hafa lært að taka tillit hvort til annars og troða ekki hvort öðru um tær, og halda þannig öllu í harmóníu, svo að börnin ■— ég meina sjúklingarnir verði einskis áskynja. Ef við létum hinn rauða þráð ■— þennan „síma“ milli hjúkr- unarkvenna og lækna, sem sam- bandið byggist á, tala, myndi e. t. v. syngja í vírunum eitt- hvað á þessi leið. Af langri sambúð lært ég þetta hef að láta sem ég sjái ekki alltaf. Að Kata gamla hefur feikna nef, sem Haildór læknir hefur næsta gott af. Því samband þeirra er svo sem dæmigert og sýnir bezt hvað gæfan er fær smiður, að með þessu eyki eflist þakkarvert okkar starf, svo með krönkum ríki friður. RITSTJÓRNARÞÁTTUR - Framh. af bls. 95. Næsti formaður féiagsins var Anna Loftsdóttir (1960—1964), nú deildarhjúkrunarkona á Vífilsstöðum. Vann hún mikið og vanþakklátt starf á sviði kjaramála fyrir félagið á tímum kjara- bóta starfsmanna ríkis og bæja 1963. Núverandi formaður félagsins, María Pétursdóttir, tók við for- mannsstarfi 1964 og var endurkjörin 1968 og þekkjum við í rit- stjórninni vel hennar „aktivitet“. 1 hátíðarræðu sinni á almælis- hátíð HFl á Hótel Sögu 14. nóv. s.l. bendir hún og á að ekki beri að þakka formönnum einum saman, „því við erum í þakkarskuld við marga innan félags sem utan, þ. á. m. ... eiginmenn“. Því næst er sagt frá afmælishófinu í orði og myndum og kvæði barst okkur einnig frá Pétri Sigurðssyni, ritstjóra, og á hann þakkir skilið. Og þá er komið að greinunum. Fyrst er þar að nefna Sjúkra- hús fyrir eiturlyfjaneytendur eftir einn af fjórum íslenzkra hjúkr- unarmanna, Óskar Jónsson, og segir hann m. a. „venjulegast var um 30% sjúklinganna konur og 10% sjúklinganna var starfsfólk í heilbrigðisþjónustu”. Næst er Nokkur orð um nýmaflutning eftir Ólaf örn Arnarson, lækni, og segir þar að „eins og er lifa um 75% þeirra er fá nýra úr lifandi ættingja í eitt ár, en 67% í tvö ár“, „en fyrir fáeinum árum dóu allir þessir sjúklingar“. Hafi Ólafur þökk fyrir greinina. Sigrún Gísladóttir segir frá Hlut- verki gjörgæzludeilda, en þar „verða hjúkrunarkonurnar að vera vandanum vaxnar með sérmenntun og góðri reynslu". María Ragn- arsdóttir, sjúkraþjálfari, kynnir Menntun og starfssvið sjúkra- þjálfarans en „á íslandi eru nú starfandi 19 sjúkraþjálfarar, en samkvæmt lauslegri áætlun er 60 algjört lágmark, ef anna á þörfinni“. THÍ þakkar Maríu greinina og starf hennar í Hjúkr- unarskóla íslands. Hjúkrunarkonan og stjórnsýslan nefnist grein er Elín Eggerz-Stefánsson hefur þýtt og endursagt, segir þar m. a. frá „að samkvæmt lögum nr. 42 1965 má aðeins ráða fullgildar hjúkrunarkonur og menn til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa“ og áherzla lögð á „sjálfstæðu hjúkrunarstörfin, sem gefur stéttinni rétt og reisn“. Viðtal er við Guðrúnu Broddadóttur um Göngu- deild Landsspítalans, en þar eru nú „sjúklingar sem þarfnast sér- stakrar framhaldsmeðferðar eftir dvöl á spítalanum“. Lítið eitt frá lífi og starfi hjúkrunarkonu nefnist grein eftir Margréti Jó- hannesdóttur, grein um fjölbreytt starf í samfleytt 45 ár, er hófst á gamla Laugarnesspítalanum 1924 hjá Harriet Kjær, um starf í Oslo, Stokkhóhni og Kaupmannahöfn, Akureyrarspítala, Vífilsstöðum, Kleppi, Kristneshæli, Landsspítala, barnavernd í Reykjavík, Rauða krossi Islands og Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Viðtal er við Lilju Sigurðardóttur, sem er þriðja íslenzka hjúkrunarkonan, sem leggur fyrir sig hjúkrun og kristniboðsstörf í Afríku, hún ætlar að starfa í Tansaníu í a. m. k. 2 ár á afskekktu sjúkrahúsi. Óskum við henni allra heilla í „nokkru, sem fjölda mörgum hjúkrunarkonum hefur dottið í hug en ekki meira“. Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir, skrifar í léttum dúr um Sam- band hjúkrunarkvenna og lækna, en þar „fékk feita frúin á stofu 14 6000 kaloríur í stað 600“. Þökk sé Sigurði fyrir grínið. Sagt er frá 29 nýútskrifuðum hjúkrunarkonum, þar á meðal reyndai' einn hjúkrunarmaður og óskum við þeim til hamingju. Þá er í Frarnh. á bls. lJjO. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 133

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.