Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 22
IÐJUÞJALFUN - LEIÐ TIL SJÁLFSTÆÐRA ATHAFNA Maureen J. Thiel. í október 1971 var Maureen J. Thiel ráðin aS Endurhæfingar- deild Landspítalans. Maureen er iðjuþjálfari aö mennt og lauk prófi frá School of Rehabilitation Medicine Uni- versity of British Columbia 1966, og B.A. prófi frá sama skóla 1968. Orðið iðjuþjálfun (occupa- tional therapy) kallar fram í hugann ýmsar myndir, sem ekki gefa allar jafnsanna mynd af starfinu. Sumir ímynda sér eins konar körfu-vefara, - dularfulla persónu, sem gengur á milli sjúkrastofa og reynir að fá trega sjúklinga til að vefa tága- körfur. Aðrir ímynda sér ein- hvern þúsund þjala smið eða „alt mulig mand“, sem alltaf er tilbúinn að útvega hvaðeina sjúklingnum til hagræðis, jafn- vel naglaklippur með löngu skafti, til að klippa táneglur án þess að beygja sig. En iðjuþjálf- un byggist fyrst og fremst á almennri skynsemi og hag- kvæmni, sem beitt er með hlið- sjón af líffærafræði, læknis- fræði og sálfræði í þeim tilgangi að gera sjúklingunum kleift að ná valdi á sem sjálfstæðustum athöfnum miðað við líkamlegt og andlegt ástand hvers og eins. Menn hafa lengi þekkt gildi athafna í sjúkrameðferð, hvort heldur um er að ræða andlega eða líkamlega skerta sjúklinga. Það er þó aðeins á síðustu 50 árum, að iðjuþjálfun hefur kom- ið fram sem sérstök starfsgrein. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldar kom fram sú skoðun, að særðir og fatlaðir hermenn þörfnuðust fleira en líkamlegrar endurhæf- ingar og að það þyrfti að beina vaxandi hæfni þeirra að starf- rænum og skapandi viðfangs- efnum. Að þessu takmarki beindu iðjuþjálfarar kunnáttu sinni. Hlutverk iðjuþjálfarans er nú orðið fjölþættara og starfssvið hans er ekki lengur takmarkað við sjúkrahúsið eitt, heldur kemur hann við sögu á ólíkleg- ustu sviðum, svo sem við með- ferð barna með skerta sjón eða heyrn, samhliða starfi fjöl- skylduráðgjafa, á heilsuvernd- arstöðvum, sem annast geð- heilsu sjúklinga, við heima- hjúkrun fyrir fatlaða og jafn- vel sem ráðgefandi aðili hjá skipulagsnefndum borga. En hvert sem starfssviðið er, þá eru viðfangsefnin svipuð og á al- mennum sjúkrahúsum, og mun ég því takmarka umræður mín- ar við það svið. Iðjuþjálfarinn er einn úr hópi sérhæfðs starfsliðs, sem annast endurhæfingu sjúklinga. Hann starfar í náinni samvinnu við sjúkraþjálfara og annast ýmist sérstaka meðferð eða við- bótarmeðferð við sjúlcraþjálfun- ina. Þannig má fá liðagigtar- sjúklingi með takmarkaðar axla- hreyfingar viðfangsefni, sem notar allar þær hreyfingar, sem hann er fær um, svo að sjúkling- urinn finnur framför í hagnýtri hreyfihæfni, - getur t. d. seilzt eftir hlut úr hærri hillu en hann gat áður. A sama hátt getur sjúklingur með lömun öðrum megin, sem er að ná aftur hæfni til að standa á fótunum, hagnýtt sér slíka meðferð við létt störf. Iðjuþjálfun á almennum sjúkrahúsum miðar fyrst og fremst að því að gera sjúkling- ana sem sjálfstæðasta og óháð- asta í hreyfingum og athöfnum. Hún getur því aldrei verið verk eins manns, en hlýtur sem að- ferð í sjúkrameðferð að krefjast samvinnu alls starfsliðsins. I því sambandi er þáttur hjúkrunar- liðsins ómetanlegur, því að það kemst fyrst í snertingu við sjúklinginn og annast daglega hjúkrun hans. Sjúklingur, sem lagður er inn á sjúkrahús vegna alvarlegra meiðsla eða veikinda og lítt fær um að hreyfa sig, kann af skilj- anlegum ástæðum að þjást af vonleysi og svartsýni. Það er undir okkur komið að kenna honum að líta á vangetu sína fremur sem óþægindi en ógæfu. Þess vegna verðum við að hvetja hann til þess að gera eins mikið fyrir sjálfan sig og hann er fær um, eins fljótt og það er líkam- lega mögulegt. Vel meint alhliða umönnun kann að hafa þau áhrif á sjúklinginn, að honum finnist hann ekki fær um að hjálpa sér 16 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.