Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 3
Ritstjórnarspjall Hálfrar aldar afmæli Tímarits HFI Kvennaárið 1975 Á kvennaárinu 1975 eru liðin 50 ár síðan Tímarit HFl hóf göngu sína. Fyrsta tölublaðið kom út í júní 1925. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofn- að í nóvember 1919 fyrir forgöngu Christoph- ine Bjarnhéðinsson. Munu stofnfélagar hafa verið átta. Harriet Kjær var kjörinn fyrsti formaður, en aðrar í stjórn voru: Ásdís Helgadóttir, Jór- unn Bjarnadóttir, Kristín Thoroddsen og Sig- ríður Magnúsdóttir. Á félagsfundi 24. apríl 1925, rúmum sex ár- um frá stofnun félagsins, ákváðu þessar hug- djörfu framákonur, fyrir atbeina Guðnýjar Jónsdóttur, að hefja útgáfu tímarits sem hefði það að markmiði „að halda áhugamálum stétt- arinnar vakandi, útbreiða þau og efla skilning á þeim“ eins og segir í fyrsta tölublaðinu. Munu félagar þá hafa verið 21 (aukafélagar 12). Nafn ritsins var þá Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og í ritstjórn voru: Guðný Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir. 1 formála þessa fyrsta tölublaðs segir m. a.: „Þetta úrræði okkar hefir þann kost, að það er algjörlega undir okkur sjálfum komið að hverju liði það verður okkur. Tímaritið kemur til ykkar núna fáskrúðugt og fátæklegt frá hendi okkar, sem falið var að sjá um það, það kemur aðeins sem tilkynning til ykkar um það að hér sé opin leið til þess að koma boðum og hugsunum hver til annarra. Hver einasta mann- eskja, sem fæst við hjúkrunarstarf, verður fyrir margvíslegri reynslu sem er séreign hennar, i’eynsla sem hún getur auðgað hinar starfsyst- ur sínar af, hugsjónum sem hún getur gefið, vandamálum sem hún getur á sama hátt borið undir þær. Möguleikann til þessa hefur hingað til vantað. Nú kemur þetta tímarit. Það getur bætt úr þessu. Viö eigum að skrifa þaö allar. Við eigum að leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu, af trú á málstað okkar og framsóknarhug. Und- ir því er líf þess komið. Þegar það kemur til þín fátæklegt, þá áttu að minnast þess fyrst að þú hefir sjálf brugðist því.“ Undir þessi orð fyrstu ritstjórnar getum við, sem nú stöndum að blaðinu, eindregið tekið. Við ættum í dag, hálfri öld síðar, að hafa það hugfast að það er undir okkur sjálfum kom- ið hversu aflmikið tímaritið okkar er. Líka þér, lesandi góður. Afmælisins verður nánar getið í 2. tölublaði þessa árs og mun það væntanlega koma út um svipað leyti og 1. tölublað 1925. Einnig er fyr- irhugað að fjölrita umrætt 1. tölublað 1925 og senda það sem viðauka með afmælisritinu. Hj úkrunarstéttin hefur alla tíð verið kvenna- stétt. Það eitt er ærin ástæða til þess að hjúkr- unarkonur láti málefni kvennaársins 1975 til sín taka, en einkunnarorð þess eru eins og kunn- ugt er: jafnrétti, framþróun, friður. Mörg af vandamálum hjúkrunarstéttarinnar eru bein afleiðing af því að hjúkrunarstörf hafa, samkvæmt gamalli hefð, verið í höndum kvenna. Þetta hefur m. a. gert stéttinni erfitt fyrir í launa- og menntunarmálum og staðið í vegi fyr- ir viðurkenningu á því að hjúkrunarkonur eigi aðild að stefnumótun og ákvarðanatöku í heil- brigðismálum. Ritstjórn tímaritsins sendir öllum lesendum sínum bestu kveðjur á hinu nýbyrjaða ári og óskar þeim allra heilla. AND”íiQKÁ5AFS I ! 317919 (c» y r IO L r\ 1« -* 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.