Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 10
tíma en sleðaferðin 6—12 tíma, eftir því hvaða leið er fær. Á veturna koma tímabil sem sam- göng-ur liggja algjörlega niðri sökum ísa sem geta legið þann- ig að útilokað sé að sigla eða nota sleða. Heilsugæslustöðin er tveggja hæða timburhús, á neðri hæð er biðstofa, móttaka, fæðingar- stofa, sjúkrastofa ásamt birgða- geymslu, baðherbergi og skoli. Á efri hæðinni er notaleg ris- íbúð fyrir hjúkrunarkonuna. Starfsllð. Auk hjúkrunarkonunnar eru ljósmóðir og tveir aðstoðarmenn í hálfu starfi, kona og maður. Sökum þess hve mjög er kvart- að undan ótraustu starfsfólki í grænlensku nútímaþjóðfélagi er rétt að það komi fram hér að báðir aðstoðarmennirnir eru svo stundvísir að það væri hægt að stilla klukkuna sína eftir þeim. Eins gátu þeir, eftir stuttan að- lögunartíma, unnið starf sitt sjálfstætt. Hjúkrunarkonan þarf því ekki að eyða miklum tíma í heimilishald og getur því helgað sig heilsuvernd og hjúkr- un. Ljósmóðirin hefur starfað í byggðarlaginu í mörg ár og er því öllum hnútum kunnug. Þeg- ar ég hér á eftir nota „við“ á ég við ljósmóðurina og undir- ritaða, þar sem við leysum nær öll verkefni saman eða sín í hvoru lagi. VlðífaiigBefnin. Viðfangsefnum hjúkrunarinn- ar má skipta í þrjá flokka: 1. Að annast göngudeildar- sjúklinga og slys. 2. Að hjúkra sjúklingum sem lagðir hafa verið inn. 3. Að fara í sjúkravitjanir. Ákveðnar reglur gilda um með- ferð algengustu sjúkdóma. Auk þess getum við haft símasam- band við lækna sjúkrahússins og fengið upplýsingar um með- ferð í sérstökum tilfellum. Á sumrin sendum við flesta sjúklinga, sem þarf að leggja inn, til sjúkrahússins, en á vet- urna eru sjúklingarnir lagðir inn á heilsugæslustöðina. Það hefur augljóslega sína galla að leggja sjúkling inn á heilsu- gæslustöð samanborið við sjúkrahúsvist. Það hefur samt sína kosti m. a. að sjúklingur- inn dvelst áfram í sínu um- hverfi, fjölskyldan getur heim- sótt hann og hann fylgst með hvernig henni líður; þá getur starfsfólkið frekar gefið hald- betri ráð ef það þekkir til fél- agslegra aðstæðna sjúklingsins en ella. Að lokum má nefna að foreldrar barna sem liggja á heilsugæslustöðinni geta til skiptis sofið hjá barninu og tek- ið þátt í gæslu þess. Þetta fyr- irkomulag veitir bæði barni og foreldrum öryggiskennd og starfsfólkið fær kærkomið tæki- færi til að leiðbeina um ýmis- legt. Eðlilegar fæðingar geta átt sér stað á heilsugæslustöð- inni, en frumbyrjum er þó ráð- lagt að leita til sjúkrahússins í Egedesminde. Uoilsuvernd. Leitast er við að veita öllum nauðsynlegustu heilsuvernd, en þó sérstaklega reynt að sinna barnshafandi konum, börnum og öldruðum. 1 reynd er um fjölskyldueftirlit að ræða þar sem hjúkrunarkonan getur í einni heimsókn litið eftir með ungbarni, ráðlagt foreldrum um getnaðarvarnir, athugað heyrn- artækið hennar ömmu, rætt við alla fullorðna á heimilinu um þarfir ungbarnsins fyrir heilsu- samlegt, hreinlegt umhverfi og góða umönnun og þörf eldri barnanna fyrir athygli. Ilvcrnifí liæ)!f or n<> komn í vojí íyrir sórsfnkn sjúkdómn. 1. Beinkröm. Þó að hin sígildu einkenni sjúkdómsins sjáist sjaldan, finnast börn sem bera þess merki að hafa ekki fengið nægi- lega mikið af kalki og D-vita- míni. Margir eru hjólbeinóttir eða kiðfættir og einstaka eru með kjúklingabringu. Bæði barnshafandi konur og börn geta fengið ókeypis mjólkurduft og vítamín, en það þarf að hafa uppi mikinn áróður og leiðbeina hverjum og einum til þess að fólkið notfæri sér þetta ágætis boð. 2. Barnasjúkdómar og berklar. Bólusetningar barna fara nokkurn veginn eftir sömu regl- um og í Danmörku, þó er bólu- sett gegn berklum þegar á fyrstu viku. 3. Ofdrykkja. Vegna náinna kynna af fólk- inu í byggðarlaginu, er hægt að hafa afskipti af ofdrykkjunni á fyrsta stigi. 1 slíkum tilfell- um veitir Blái Krossinn á staðn- um mikla hjálp. Drykkjuskapur er mjög alvarlegt vandamál þar sem 25% af heimafólki á við ofdrykkju að etja og einn eða fleiri í fjölskyldu eru ofurseld- ir þessum vágesti, sumstaðar allt heimilisfólkið. 4. Geðsjúkdómar. Við reynum að styðja sjúkl- ingana með því að heimsækja þá oft og ráðleggja þeim að leita læknis, áður en sjúkdómurinn kemst á hátt stig. Við leitum einnig aðstoðar félagsráðgjafa sem reyna að koma í veg fyrir að hið slæma umhverfi sem börnin vaxa upp í hafi varanleg áhrif á þau. Þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við barnaverndarnefnd. 5. Kynsjúkdómar. Kynsjúkdómar eru alvarlegt vandamál hér eins og annars staðar á Grænlandi. Þar sem heilsugæslan getur ekki ein leyst vandann, höfum við reynt að koma á samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök á 8 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.