Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 14
Afengissala verði skráð á nafn annast skyndihjálp, slys og lyfjaafgreiðslu. Hún þarf að geta áttað sig á því hvenær læknis sé þörf og ná þá til hans í síma eða á annan hátt. Iljúkruiiarkunan rr í sljórn- unarstörfum. Hún er í skólastjórnun, spít- alastjórnun og deildastjórnun. Hún er í stjórnum ýmissa heil- brigðisstofnana og heilbrigðis- ráðum og nefndum. Öllum þessum störfum fylgir mikil ábyrgð, og þau krefjast mikillar og fjölþættrar þekking- ar. Hjúkrunarkonan, sem hjúkr- ar, kennir og stjórnar þarf að kunna eigi hún að skila starfi sínu vel. Og hún þarf að vera sér þess meðvitandi, að hún kunni starfið og valdi því. Þá kemur mér í hug saga um austurlenskan speking, sem átti fjóra syni. Hann var spurður um syni sína og gaf á þeim eft- irfarandi lýsingu: Einn sonur minn veit og veit að hann veit, hann er heiminum þýðingar- mikill þegn. Annar sonur minn veit, en hann veit ekki að hann veit, þekking hans kemur því ekki að þeim notum, er skyldi. Þriðji sonur minn veit ekki, en hann veit að hann veit ekki, hann er því hógvær og veldur ekki skaða. Fjórði sonur minn veit ekki, hann veit ekki að hann veit ekki — og getur því orðið heiminum hættulegur. Við þurfum hjúkrunarkonur, sem vita og vita að þær vita. Við þurfum hjúkrunarkonur, sem kunna vel til verka, geta unnið sjálfstætt, þekkja takmörk sín, vita hvenær þær ráða við að- stæður hverju sinni, og ef ekki, þá hvað beri að gera. Breyttir þjóðfélagshættir gera nýjar kröfur og kalla á endurskipulagningu og breyt- ingu á námi hjúkrunarkvenna engu síður en annarra stétta innan heilbrigðisþj ónustunnar. □ LancLssambandið gegn úfengis- bölinu hélt ellefta þing sitt 23. nóvember 197U. Mættu þar fulltrúar frá 26 að- ildarfélögum, en þau emi alls 30. Þingforseti var Hclgi Þorláks- son, skólastjóri. FormaJður sambandsins, Páll V. Daníelsson, gerði grein fyrir störfum þess á liðnu ári. Haukur Kristjánsson, yfirlækn- ir, flutti erindi um slys af völd- um áfengisneyslu og aðrar af- leiðingar hennar. Annað erindi flutti Ólafur Haukur Árnason. Fjallaði það um áfengisvarnir o. fl. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á þinginu: 1. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu, 28. nóvem- ber 1974, leggur enn sem fyrr ríka áherslu á að öll áfengis- sala frá útsölum Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins verði skráð á nafn. Þingið telur mjög miður farið að ennþá skuli ekki hafa náðst árangur í þessu efni og beinir því til fjármálaráð- herra að láta ekki lengur drag- ast að koma máli þessu í fram- kvæmd. Afleiðingar áfengis- neyslunnar verða því hörmulegri sem lengur dregst að gripið sé til róttækra ráðstafana til þess að hamla gegn síaukinni áfengis- notkun. Er það álit þingsins að ráðamenn í þjóðfélaginu kom- ist ekki hjá því að gera stór- auknar ráðstafanir til að draga úr áfengissölu og þar með áfeng- isneyslu. 2. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu telur það óeðlilegt og styðja að aukinni áfengisneyslu að leyfa fólki sem kemur frá útlöndum að hafa með sér tollfrjálst áfengi inn í landið eða kaupa það í fríhöfn. Þingið skorar því á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva nú þegar öll tollfríðindi á áfengi, svo og tóbaki. 8. Ellefta þing Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu flytur menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, þakkir fyrir þá ákvörðun að veita ekki áfengi í þeim gestamóttökum sem ráðuneyti hans stendur að. Landssambandið hefur oft hvatt til þess í samþykktum sín- um að slíkur háttur væri hafð- ur á við móttöku gesta. Þingið beinir nú þeirri eindregnu áskorun til allra opinberra að- ila að fara að dæmi mennta- málaráðherra í þessum efnum. 4. Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir því til dómsmálaráðherra að eftirlit með vínveitingahúsunum verði hert og aðgangur að þeim mið- aður við lögaldur. Stjórn Landssambandsins skipa nú: Páll V. Daníelsson, Eiríkur Stefánsson, Pétur Björnsson, Óskar Pétursson, Guðsteinn Þengilsson, Jóhanna Steindórsdóttir, Hanna Kolbrún Jónsdóttir. □ 12 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.