Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 16
I Putamen Caudate nucleus Globus Pallidus Substantia nigra Red nucleus Hypothalamus Thalamus Pons Med. oblongata Cerebellum Cortex Pituitary Myndin sýnir glöggt, hversu langmest er af Dopamine í corpus striatum (putamen + caudate nucleus) og substantia nigra í heilum sjúklinga er ekki hafa Pwrkinson sjúkdóm. Þetta Dopamin hverfur eða minnkar verulega í Parkinson sjúkdómi." Ekki má gleyma því að skurð- aðgerðir hafa verið reyndar við Parkinson sjúkdómi, a. m. k. frá upphafi þessarar aldar og vafalaust lengur. Sennilega liggur það í upphafi til grund- vallar skurðaðgerðum að lækn- ar höfðu tekið eftir því að ein- kenni Parkinson sjúkdóms gátu horfið ef sjúklingar lömuðust. Munu læknar hafa dregið þá ályktun af þessu, að með því að eyðileggja aflbrautir mætti eyða einkennum Parkinson sjúkdómsins. Vandinn var auð- vitað í því fólginn að geta í senn eytt þessum einkennum og vald- ið sem allra minnstri lömun. Hér skal ekki farið nákvæm- lega yfir þróun í skurðaðgerð- um til lækninga á Parkinson sjúkdóm, en nefna má að víða var reynt að skera, jafnt í heila- börk sem brautir í heila og mænu. Skurðaðgerðirnar áttu þó sinn þátt í því að læknar átt- uðu sig betur á eðli sjúkdóms- ins en einnig urðu ýmsar til- viljanir til þess að koma þeim inn á hina réttustu braut. Um gagnlegar skurðaðgerðir er þó tæplega hægt að tala í þessu sambandi fyrr en stereotaxísk- ar aðferðir koma til sögunnar, og það er ekki fyrr en árið 1958 að sýnt er fram á nákvæmlega hvar eigi að gera skurðaðgerð- irnar til þess að ná sem bestum og öruggustum árangri. Skurð- aðgerðir eiga fullan rétt á sér við meðferð Parkinson sjúk- dóms enn í dag og verður þeirra getið síðar. Sú kenning, að orsaka Park- inson sjúkdóms sé að leita í s.n. basal kjörnum heilans, hefur nú verið staðfest með margendur- teknum og nákvæmum athug- unum. Raunar geta hinar sjúk- legu breytingar verið útbreidd- ar í heilanum en þær eru ávallt mestar í basal kjörnunum og jafnan þar þótt þær finnist ekki annars staðar. / s.n. idiopatísk- um Parkinsonisma eru vefja- breytingamar mestar í þeim basal kjörnum sem nefnast sub- stantia nigra (SN), corpus stri- atum (CS) og brautum þeim sem tengja þessa kjarna saman. í idiopatískum Parkinsonisma eru aðrir basal kjarnar oft lít- ið eða ekkert skemmdir. 1 symp- tomatiskum Parkinsonisma eru breytingar ávallt í þeim kjörn- um sem þegar eru nefndir, en oftast eru þá útbreiddari skemmdir, einnig í fleiri basal kjörnum. 1 arteriosclerotiskum Parkinsonisma eru þannig oft miklar breytingar í globus pall- idum og í post-encephalitiskum Parkinsonismus í kjörnum í heilastofni og í s.n. formatio reticularis. Smám saman opnuðust augu lækna fyrir því að heilafrum- ur nota ýmis efni til starfsemi sinnar. Þótt þetta kunni að hafa verið vitað lengi var fyrst hægt að staðfesta það og sýna fram á hver þessi efni væru, þegar nægileg tækniþróun til þess hafði átt sér stað. Áriö 1960 var svo staðfest að magn sérstakra efna hafði verulega minnkað í heila Parkinson sjúklinga. Það er í senn þessi þekking í meina- fræði og lífefnafræði sem ligg- ur til grundvallar þeirri með- ferð er nú er beitt við Parkin- son sjúkdómi. Það eru einkum fjögur efni, sem við vitum um að heilafrum- ur nota til starfsemi sinnar. Þessi efni eru: Dopamine, 5- hydroxytryptamine, acetylchol- ine og nor-adrenaline. Basal kjarnar heilans innihalda sér- 14 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.