Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 17
lega mikið af þeim þremur efn- um, sem hér eru fyrst talin. Dopaminið er langmest í CS og SN. Það er einmitt á þessum tveimur stöðum (í þessum basal kjörnum) sem mestar vefja- breytingar sjást hjá Parkinson sjúklingum og það mikla Dopa- mine, sem þar ætti að vera, hef- ur verulega minnkað og er jafn- vel með öllu horfið. Því ályktum við nú að sjúkdómseinkennin stafi af skorti á Dopamini. En þótt við getum að vonum sagt að öll fyrri meðferð hafi reynst gagnslítil við Parkinson sjúk- dómi, hafandi þó það í huga sem við nú vitum, má okkur vera jafn ljóst að enn vantar talsvert á að eðli sjúkdómsins sé full- skýrt. Við vitum t. d. ekki hvort skortur á Dopamine er hin upp- haflega orsök sj úkdómsins og að frumurnar deyi vegna þess að þær vantar efni til þess að vinna sitt starf — og hver þá er or- sök Dopamine-skortsins — eða þá hvort þessu er á hinn veg- inn farið að frumurnar deyi af þá óskýrðri orsök og dopamine birgðirnar minnki sem afleiðing af því. Við vitum heldur ekki enn hvort skiptir meira máli al- gjör skortur á Dopamini eða röskun á eðlilegu hlutfalli milli þess annars vegar og acetyl- choline og 5-hydroxytryptamine hins vegar. Meðferð Parkinson sjúklings er nú ávallt fólgin í einu eða fleiru af þrennu eftirfarandi: 1) lyfjameðferð, 2) skurðað- gerðum og 3) physiotherapy — að ógleymdum ýmsum almenn- um ráðleggingum. L-Dopa er það lyf, sem nú hlýtur alltaf að koma fyrst til at- hugunar, til að bæta upp þa% Dopamine sem basal kjama heilans vantar og sem við telj- um að rekja megi einkenni sjúk- dómsins til. Dopamine eða 3- hydroxytyramine myndast við decarboxylation á L-Dopa, 1—3, 4 dihydroxyphenylalanine. Ekki er hægt að gefa sjúklingum Dopamine, þar eð það fer ekki í gegnum s.n. blood-brain barr- ier. Það gerir L-Dopa hins veg- ar. L-Dopa er síðan metabolis- erað fyrir áhrif ýmissa hvata og er þar vert að þekkja decar- boxylasa og monoamine oxidasa. Að lokum myndast við metabol- ismann homovanillic sýra (HVA) sem skilst með þvagi úr líkamanum eftir að hafa farið um heilavef, mænuvökva og blóð. Aðeins hluti af HVA í þvagi kemur þó frá metabol- isma á heila-dopamini því þetta efni er einnig metaboliserað annars staðar í líkamanum. Það hefur sýnt sig að HVA hækkar í mænuvökva eftir L-Dopa gjöf hjá flestum Parkinson sjúkling- um, en þessi hækkun er þó ekki í neinu stöðugu samræmi við þann bata sem verður af með- ferðinni. Hjá sumum Parkin- son sjúklingum mælist engin hækkun á HVA í mænuvökva og hjá þessum sjúklingum verð- ur ekki heldur greindur neinn bati. Er talið líklegt að eitthvað hindri eðlilegan metabolisma Dopamins hjá þessum sjúkling- um og gætu það þá verið önnur lyf sem sjúklingurinn fengi og sem notuðu sömu hvata og Dopaminið til metabolisma síns. Flestar eru þó slíkar truflanir á metabolisma heila-Dopamins lítt skýrðar og því byggðar á tilgátum einum saman. Nokkra gát verður að viðhafa áður en sjúklingur er settur á meðferð með L-Dopa. Lyfið skyldi ekki gefið sjúklingum með lifrarsjúkdóma eða lélega lifrarstarfsemi vegna afleiðinga slíkra sjúkdóma. Þeir sem hafa lágan blóðþrýsting þola lyfið illa og eykur það séi'lega á post- ural hypotension. Lyfið getur aukið verulega hjartsláttartrufl- anir og verður því ávallt að fara varlega í sambandi við hjarta- sjúkdóma. Lyfið getur einnig valdið ýmsum geðrænum ein- kennum og ber því að gæta var- úðar þegar slík einkenni eru fyrir hendi. Þá getur lyfið vald- ið skyndilegum þrýstingshækk- unum í augum, nokkuð sem hafa verður í huga hjá glákusjúkl- ingum. Af öðrum kvillum þarf ekki að hafa verulegar áhyggj- ur og vel er óhætt að nota lyf- ið þótt sjúklingar séu með hækkaðan blóðþrýsting, en hins vegar getur verið óheppilegt að þurfa að nota jafnhliða L-Dopa lyfið alfa-methyl-dopa (Aldo- met) vegna háþrýstingsins, því þetta efni hindrar að nokkru leyti umbreytingu L-Dopa í Dopamine. I framhaldi af þessu skulu nefnd nokkur önnur lyf sem varast ber að nota með Dopamini. Fyrst er jafn mein- laust lyf og pyridoxine (Vita- mín Bg). Þetta efni eykur mjög metabolisma á Dopamini utan heilans, þannig að mjög lítið af L-dopa berst þangað. Þessa verður því að gæta vel í sam- bandi við vítamíngjafir, sem eru tíðar hjá Parkinson sjúklingum. Ekki má nota mono-amine- oxid- asa inhibitora (MAO-lyf, Mar- plan o. fl.) með L-Dopa. Mono- amine oxidasi er nauðsynlegur til eðlilegs metabolisma á Dopa- mini og MAO-lyfin hindra verk- un hans. Loks skulu nefnd s.n. phenothiazine-lyf (Chlorproma- zin o. fl.) sem auka mjög á Dopamine þörf heilans með því að hindra endurnotkun þess. Svo er raunar um mörg önnur lyf sem aðallega eru notuð til geðlækninga og geta þau raun- ar, eins og kunnugt er vegna þessara verkana sinna, valdið Parkinson einkennum sem ekki hverfa alltaf þótt lyfjanotkun- inni sé hætt. Lyfið á að gefast í smávax- andi skömmtum. Almennt er nú reglan sú að gefa sjúklingum 500 mg af efninu í fyrstu og auka síðan um 500 mg á tveggja til þriggja daga fresti þar til þeim skammti er náð sem sj úkl- ingur í senn fær af hámarks- bata og sem hann þolir. Fari TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.