Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 27
Laun, menntun og starf hjúkrunarkvenna Efni þessa pistils er um helstu áhuga- og bar- áttumál hj úkrunarstéttarinnar, en aðeins verð- ur hér stiklað á stóru. Röð orðanna í fyrirsögn lét ég ráðast af tíðni þeirra og háværð innan HFf. Auðskilið er hversvegna eldheitar og gremju- blandnar umræður virðast ætla að verða enda- lausar um kjaramálin, því að jafnvel þótt síð- ustu kjarasamningar hafi e. t. v. verið okkur hagstæðari en noltkrir áður, þá verður elvki séð að launagreiðendur okkar séu meira en svo fúsir til þess að framfylgja ýmsum ákvæð- um þeirra og hafa leyft sér að túlka þau að eig- in geðþótta. Fyrir vikið hafa hjúkrunarkonur ekki fengið greidd laun sem þeim ber og er ekki að sjá að störf þeirra séu mikils metin. Mennt- unarmál eru einnig ofarlega á baugi í félag- inu. Vafalítið hafa þær breytingar og nýjungar í menntunarmálum hér á landi, þ. e. hjúkrunar- námsbraut í Háskólanum, orðið kveikjan að þeim aukna áhuga og baráttuanda innan stétt- arinnar s.l. tvö ár. Skoðanir hjúkrunarkvenna sjálfra á því hvernig beri að skipuleggja og veita hjúkrunarmenntun, hvort heldur tekur til nútíðar eða framtíðar, eru þó ærið skiptar en auðvitað eru allir sammála um það að með bættri menntun fáist hærri laun og hæfari einstakling- ar til starfa. Það er ekki aðeins í HFf sem þessi stór- mál, þ. e. laun, menntun og starfssvið, eru eilíflega í brennidepli. Þau eru eins og rauð- ur þráður í þeim erlendum hjúkrunartímaritum sem ég hef lesið nýjust og helsti umræðugrund- völlur innan félagasamtaka eins og t. d. Samv. hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum og Alþjóða- samt. hjúkrunarkvenna. Alþjóða heilbrigðis- stofnunin og Alþjóða vinnumálastofnunin hafa nýverið, í sameiningu. látið þessi málefni til sín taka og sýnt þeim mikinn áhuga og skilning. Eg ætla að nefna hér fáein dæmi um það sem fram kemur í umræðum þessara aðila og álit þeirra á því að hverju ber að stefna: Laun eiga fyrst og fremst að miðast við störf hjúkrunarkvenna og vera í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um starfshæfni þeirra (ekki að ákvarðast af samanburði við aðra starfshópa). Verkfallsréttur er sjálfsagður. Menntun skal veitt á þeim grundvelli að gera hjúkrunarkonur hæfar til þess að gegna sínu mikilvæga hlutverki sem sjálfstæð starfs- stétt er ráði yfir sjálfstæðri starfsgrein inn- an heilbrigðisþjónustunnar. Möguleikar verði gefnir á sérfræðimenntun og því að mennta vel hæfa leiðtoga stéttarinnar í menntunarmálum, stjórnun og rannsóknum á sviði hjúkrunar. Að- aláhersla alls hjúkrunarnáms verði alltaf lögð á hjúknm — ekki hjúkrunarkonur. Starf og starfssvið hjúkrunarkvenna hefur stöðugt verið að breytast og þróast og talin er þörf á mun víðtækara starfssviði stéttarinnar en verið hefur þannig að það sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um heilbrigðisþjón- ustu í nútímaþjóðfélagi. Um allan heirn er skiln- ingur að aukast á því að sú stefna sem fylgt hefur verið hingað til, þ. e. að heilbrigðisþjón- usta sé að mestu rekin inni á sjúkrastofunum, sé afar óheillavænleg, svo ekki sé meira sagt. Kröfur um stóraukna almenna heilsugæslu verða stöðugt fyrirferðarmeiri. Hjúkrunarkonur hafa þarna afar þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Þeirra er að veita sem fullkomnasta þjónustu að því er tekur til heilsuverndar og aðgerða er stuðla að því að koma í veg fyrir sjúkdóma, ásamt hjúkrun sjúkra og endurhæfingu þeirra. Þær eiga að vera virkir þátttakendur í áætlana- gerð og stefnumótun heilbrigðismála. Þær eiga að vera færar um að taka sjálfstæðar ákvarð- anir í sínu starfi, byggðar á vísindalegum grund- vallaratriðum og skipulagningarhæfileikum. Þeim ber að fræða almenning og ráðamenn um heilbrigðismál. Ég gæti haldið áfram lengi enn og tíundað hvað heyri undir starfssvið hjúkrunarkvenna en læt hér staðar numið að sinni. En mér verð- ur á að spyrja: Hvar komum við, íslenskar hjúkrunarkonur og -menn, inn í þessa mynd? Erum við sátt við núverandi ástand í hjúkrun- armálum hér á Islandi? Ef ekki, hverjir eru það þá sem eiga að hafa frumkvæði að umbót- um? Ég er ekki frá því að það yrði okkur hollt, og heilbrigðisþjónustunni í landinu til framdráttar, að við sameinuðum krafta okkar í því að taka til rækilegrar íhugunar og umræðu, fyrst og frernst, hvert okkar starfssvið og hlutverk er og hvernig við getum best gegnt því. Gerum við það, þá getum við líka á markvissari hátt og á málefna- legri grundvelli sannfært aðra um réttmæti kröfugerða okkar í menntunar- og kjaramálum. Ég vil geta snúið fyrirsögninni við. Reykjavík, 16. janúar 1975. Með félagskveðju. Ingibjörg Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.