Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 30
Upplýsingar um kjaramál Starfsaldur Á SL. ÁRI gerði skrifstofa ríkisspítalanna þá breytingu á framkvæmd launagreiðslna, að ekki virtist lengur vera tekið tillit til starfsaldurs meðan á hjúkrunarnámi stóð. Með bréfi dags. 10. sept. sl. fór Hjúkrunar- félag Islands þess á leit við BSRB, að kannað verði við fjármálaráðuneytið, hvort hjúkrunar- nemar ávinni sér starfsaldur meðan á námi stendur. BSRB ritaði fjármálaráðuneytinu bréf hinn 16. september þar sem óskað var eftir leiðrétt- ingu á þeirri skerðingu, sem orðið hefði á starfs- aldri hjúkrunarkvenna sem nýkomnar eru frá námi. Niðurstaða málsins var sú, að krafa BSRB var samþykkt af fjármálaráðuneytinu og ávinnst því starfsaldur fyrir hjúkrunarkonur meðan á námi stendur og launagreiðslur koma til. Það skiptir þannig engu máli, hvort um er að ræða bóklegt nám eða verklegt varðandi starfsaldur. Byrjunarlaun hjúkrunarkonu verða þannig aldrei lægri en skv. 3. launaþrepi og eftir 6 mán. hækka launin upp í 4. launaþrep vegna starfs- þjálfunar. Vakin skal sérstök athygli á, að hjúkrunar- Sumarhús HFÍ SumarhúS HFÍ að Munaðarnesi og Kvenna- brekku í Mosfellssveit verða leigð næsta sumar. Húsin verða leigð eina viku í senn frá laugar- degi til laugardags. Með þessu blaði (1. tölubl. 1975) fylgja umsóknareyðublöð. Þeir sem óska að dveljast í sumarhúsunum skulu fylla þau út og senda til Hjúkrunarfélags Islands, Þing- holtsstræti 30, Reykjavík, fyrir 10. maí 1975. Þær hjúkrunarkonur sem eru í starfi ganga fyrir stærra húsinu í Munaðarnesi, en hjúkr- unarkonur sem hættar eru störfum vegna ald- urs ganga fyrir minna húsinu í Munaðarnesi. Það hús er sem kunnugt er eign Heimilissjóðs HFl. Um Kvennabrekku í Mosfellssveit gilda engin sérákvæði önnur en þau að umsækjandi sé félagi í HFl. Athygli skal vakin á því að sumarhúsin að Munaðarnesi verða leigð um páskana. konur ávinna sér starfsaldur við hvers konar störf hjá ríkinu, ef laun eru greidd skv. launa- kerfi þess. Þegar samanlagður starfsaldur (þ. e. vegna námstíma, hjúkrunarstarfa eða annarra starfa hjá ríkinu) hefur náð 6 árum, fæst 5. launaþrep. Upplýsingar veitti Gunnar Eydal lögfræðing- ur BSRB. 25 mín. reglan Fjármálaráðuneytið og Hjúkrunarfélag Is- lands í umboði viðkomandi aðila hafa náð sam- komulagi um eftirfarandi sbr. heimild í 8. mgr. 16. gr. kjarasamninga fjármálaráðherra og BSRB frá 15. 12. 1973: Hjúkrunardeildarstjórar á sjúkradeildum og hjúkrunarkonur á sjúkradeildum í fullu starfi, sem ekki vinna vaktavinnu, skulu fá greiddar 25 mínútur á hverjum vinnudegi (skylduvinna) vegna niðurfellingar á kaffi og matartímum, þó er þeim heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína ef því verður við komið starfans vegna. Um endurgjald fyrir unna aukahelgidaga þessara starfsmanna skal farið með sama hætti og verið hefur. Námsstyrkur ÁRLEGUR námsstyrkur Samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum fellur í hlut Islands árið 1975. Styrkinn skal nota innan Norðurlanda og nemui' hann 4000,00 sænskum krónum. Umsóknir er greina frá aldri, menntun og fyrri störfum skulu sendar stjórn Hjúkrunar- félags Islands. Að námi loknu er styrkþega skylt að senda skriflega skýrslu um námstímann til SSN og HFÍ. Nánari upplýsingar á skrifstofu HFl. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.