Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 38
5) Ástunguþvag. Húð á neðri hluta kviðar er sótthreinsuð á sama hátt og fyrir skurð- aðgerðir og síðan stungið með dauðhreinsaðri nál inn í þvagblöðru ofan við symp- hysis og þvag dregið upp í dauðhreinsaða sprautu. A. m. k. 2 klst. þurfa að hafa liðið frá síðustu þvaglátum, annars er hætta á að blaðr- an sé ekki nógu þanin til að ná sýni á þennan hátt. Þessi aðferð er allmikið notuð er- lendis til að taka þvagsýni hjá ungbörnum og ófrísk- um konum en hefur ekki ver- ið viðhöfð hér. Augljóst er að þessi aðferð er betri en framantaldar til þess að fá ómengað sýni frá þvag- blöðru. (•cymsla «*g Ncmlinfi svna. Eins og fyrr segir fjölgar bakteríum í þvagi mjög ört við líkamshita og einnig við stofu- hita. Þess vegna verður talning baktería í þvagsýni, sem hefur verið geymt við stofuhita um einhvern tíma, hærri en hefði talning verið gerð strax. Til að hindra að bakteríuvöxtur eigi sér stað í þvagsýni, þarf að kæla það niður í 4° C. Þarf því að geyma þvagsýni í kæliskáp ef ekki er hægt að koma því til bakteríugreiningar svo að segja strax. Sýnið á að sjálfsögðu að senda í dauðhreinsuðu íláti með þéttu loki. Frá sjúklingum í Reykjavík og nágrenni er ósk- að eftir að þvagsýni til taln- ingar berist fyrir kl. 10 að morgni af tveimur ástæðum: a) Til að bakteríufjöldi aukist ekki til muna í sýnum sem ekki eru tök á að geyma í kæli þar til þau eru send. b) Vegna vinnuhagræðingar á sýkladeild R.H. Að sjálfsögðu er gerð taln- ing á sýnum sem berast eftir kl. 10 ef nauðsyn ber til og að- stæður leyfa. Þurfi að senda þvagsýni um langan veg á það að vera í kæli- Mengað svseði umbúðum, annars er hætta á að bakteríum fjölgi í því og taln- ing gefi þá ranga hugmynd um þann bakteríufjölda sem. upp- haflega var í sýninu. Til er handhæg aðferð til að sá þvagsýr.i til bakteríutalning- ar strax við töku sýnisins. Til þess eru notaðar smáplötur (t. d. uricult, dip slide) með bakt- eríuæti á báðum flötum. öðr- um megin er æti fyrir ýmiss konar bakteríur, hinum megin er æti sem velur úr gramnei- kvæða stafi, en það eru algeng- ustu bakteríurnar í þvagi. Gæta verður þess að dýfa plötunni í sýnið þannig að vel fljóti yfir báða fleti hennar, en forðast að snerta ætisfletina. Platan er áföst skrúfuðum tappa sem passar á plasthylki sem henni er stungið í. Þessar ræktunar- plötur eru mjög handhægar ef senda þarf sýni um langan veg. Vöxtur á þeim getur farið fram við stofuhita, en er hraðari ef þeim er stungið í hitaskáp. Vöxturinn er í því fólginn að bakteríukoloníur stækka en þeim fjölgar ekki. Hins vegar geta koloníur runnið saman, sérlega ef um vissar tegundir proteus er að ræða. Ef talning á slíkum plötum er hærri en 10 þús/ml er hún mun óná- óvæmari en talning með þeirri aðferð sem viðhöfð er á sýkla- deild Rannsóknarstofu Háskól- ans. Vrviimsln. Eftir vissa þynningu á þvag- sýninu er tekið afmælt magn með dauðhreinsaðri pípettu og blandað saman við ákveðið magn af volgu, fljótandi æti til taln- ingar í ræktunarskál. Þetta æti stífnar við kólnun og er skál- inni síðan stungið í hitaskáp við 37° C. Daginn eftir eru kol- oníur í skálinni taldar. Taln- ingarætið er glært og sjást kol- oníurnar sem hvítar doppur í því. Er talningin gefin upp sem fjöldi þúsunda af bakteríum í millilítra þvags. Á talningaræti er ekki hægt að greina hvort um sveppi eða bakteríur er að ræða, né er heldur hægt að greina milli bakteríutegunda. Taining- in er því á öllu sem úr þvaginu getur vaxið í slíku æti. Fyrir kemur að gróður vex í talninga- ætinu en ekki á öðrum ætum, einkum ber á þessu með coryne- bakteríur. Eftir að sáð hefur verið úr þvaginu til talningar er það skilið og botnfallið smásjár- skoðað bæði litað og ólitað. Smá- sjárskoðun er einkum ætluð til að athuga hvort mikið er af bakteríum og hvítum blóðkorn- um í þvaginu og hvers konar form af bakteríum sé í þvagi (stafir, kokkar, gramjákvæðir, gramneikvæðir). Úr botnfallinu er síðan sáð á tvenns konar æti í ræktunai'skálum. Á öðru æt- inu geta ýmiss konar bakteríur og sveppir vaxið, en á hinu fyrst og fremst gramneikvæðir staf- ir. Þessar skálar eru hafðar í hitaskáp við 37° C í 18—24 klst. og eru ætlaðar til tegunda- greiningar og sáningar til næm- isprófa ef þurfa þykir. Sáning til næmisprófs fer fram á sér- stöku æti á hverri bakteríuteg- und fyrir sig ef unnt er að að- greina þær. Eftir sáningu er kringlóttum pappírsskífum, 32 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉl.AGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.