Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 44
Fréttir og tilkynningar Adnlfuiidur Itoykjnvíkurdoildur IIFÍ. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ var haldinn í Domus Medica 18. nóvember 1974. Auk venjubundinna aðalfundar- starfa var efni fundarins sem hér segir: Kosning formanns og tveggja fél- aga og eins varamanns í stjórn. Og kosning 7 fulltrúa og 13 varafull- trúa fyrir Reykjavíkurdeildina. Meðan á talningu atkvæða stóð voru frjálsar umræður en því næst kynntu þær Vilborg Sigurðardóttir og Guðrún Ágútstsdóttir Rauðsokka- hreyfinguna og Kvennaárið 1975. Fundarstjóri var Jóna Höskulds- dóttir. Aðeins ein hjúkrunarkona, Arndís Finnsson, hafði gefið kost á sér sem formannsefni Reykjavíkur- deildarinnar og var hún því sjálf- kjörin formaður. Fagnaði fundurinn hinum nýja formanni með lófaklappi. Fráfarandi formaður, María Gísla- dóttir, kvaddi sér hljóðs og þakkaði stjórn og félögum deildarinnar sam- starfið á liðnu ári, jafnframt því sem hún óskaði hinum nýja formanni farsældar í starfi. Úr stjórn deildarinnar gengu auk formanns þær Bergljót Lindal og Sig- ríður Júlíusdóttir og varamaður í stjórn Vilborg Ingólfsdóttir. Á framboðslista fyrir stjórn deild- arinnar voru 9 í kjöri. Flest atkvæði hlutu: Kristín Óladóttir 32 atkvæði en næstar voru þær Gerður Jóhanns- dóttir og Þuríður Bachmann báðar með 29 atkvæði og var úr því skorið með hlutkesti hvor þeirra yrði vara- maður í stjórn, og lyktaði því þannig að í stjórn fóru þær Kristín Óladótt- ir og Þuríður Bachmann og Gerður Jóhannsdóttir er varamaður í stjóm. Á framboðslista fyrir fulltrúa og varafulltrúa Reykjavikurdeildar voru 32 nöfn. Þar af skyldi kjósa 20 manns, 7 aðalfulltrúa og 13 vara- fulltrúa. Aðalfulltrúar voru kosnar: Sig- riður Snæbjörnsdóttir, 50 atkv., Helga Snæbjörnsdóttir, 49 atkv., Unnur Sig- tryggsdóttir, 47 atkv., Áslaug Björns- dóttir, 46 atkv., Áslaug Sigurðar- dóttir, 46 atkv., Hanna Þórarinsdótt- ir, 44 atkv., Björg Cortes, 43. atkv. Þær sem gefið hafa kost á sér til að sitja áfram sem aðalfulltrúar fyr- ir deildina eru: Unnur Viggósdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Erla Óskars- dóttir, Kristin Pálsdóttir, Lilja Harð- ardóttir, Magnea Auðunsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Jóna V. Höskuldsdóttir. Varafulltrúar voru kosnir: Hall- dóra Kristjánsdóttir, 42 atkv., Ólína Torfadóttir, 42 atkv., Soffía Ákadótt- ir, 41 atkv., Auður Guðjónsdóttir, 40 atkv., Ingrún Ingólfsdóttir, 40 atkv., Birna Lárusdóttir, 37 atkv., Hildur Stefánsdóttir, 37 atkv., Sigríður Austmann, 36 atkv., Helga Einars- dóttir, 36 atkv., Margrét Haralds- dóttir, 34 atkv., Hjördis Leósdóttir, 33 atkv., Ólöf Bjömsdóttir, 32 atkv., Jóna Guðmundsdóttir, 32 atkv. Þeir varafulltrúar er gáfu kost á sér og sitja áfram eru: Ragna Valdi- marsdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Bjarnheiður Sigmundsdóttir. Talningu atkvæða í kosningunum önnuðust þær: Sigríður Þorsteins- dóttir, Elísabet Ingólfsdóttir, Gerða Ásrún Jónsdóttir og Sigríður Blön- dal. Eins og fyrr er getið voru frjálsar umræður meðan á talningu atkvæða stóð og voru þar tvær tillögur born- ar undir atkvæði og samþykktar af fundinum. Voru tillögurnar báðar frá stjórn Reykjavíkurdeildar HFI. Sú fyrri var breytingartillaga við 17. gr. laga HFÍ um kosningu full- trúa til setu á aðalfundi HFl, þess efnis að þeir verið kosnir til tveggja ára í senn í stað f jögurra eins og nú er, þar eð svo mikil hreyfing er á hjúkrunarkonum að erfitt getur reynst að ná saman nægjanlegum fjölda fulltrúa til fundarsetu, séu þeir kosnir til svo langs tíma sem fjögurra ára. Síðari tillagan var til stjórnar HFÍ um að stjórnin sendi útdrátt frá stjórnarfundum til stjórna allra svæðisdeilda. Ingibjörg Helgadóttir formaður HFl kvaddi fráfarandi formann og félaga úr stjórn Reykjavíkurdeildar- innar og fagnaði nýjum. Bergljót Líndal tók til máls og gerði að til- lögu sinni að fundarmenn sendu fyrrverandi formanni HFÍ Maríu Pétursdóttur blómvönd og þakkar- kveðju fyrir fórnfúst starf í þágu stéttarinnar. Bergljót benti á að inn- an fárra daga myndi María útskrifa fyrstu hjúkrunarkonurnar úr Nýja hjúkrunarskólanum og væri þá til- valið tækifæri til að senda þessa kveðju. Hlaut þessi tillaga Bergljót- ar einróma samþykki fundarmanna. Að síðustu kynntu Vilborg Sigurð- ardóttir og Guðrún Ágústsdóttir Rauðsokkahreyfinguna og þær að- gerðir er hreyfingin hyggst standa fyrir í tilefni hins alþjóðlega kvenna- árs 1975. Að kynningu lokinni svör- uðu þær fyrirspurnum og tóku þátt í umræðum er stóðu lengi kvölds. Þrátt fyrir nokkurn skoðanaágrein- ing og snörp orðaskipti höfðu fund- armenn greinilega af þessum um- ræðum góða skemmtun enda fundi ekki slitið fyrr en um kl. 00.30. Þóra Arnfinnsdóttir. Smlurnvsjadeild IIFÍ stufnuA'. Stofnfundur Suðurnesjadeildar HFÍ var haldinn 4. júlí 1974. Á fundinn mættu María Péturs- dóttir formaður HFÍ og Ingibjörg Gunnarsdóttir og færðu þær deild- inni gjafir í tilefni stofnfundar og viljum við koma á framfæri þakk- læti fyrir vinsemdina. Á svæði Suðurnesjadeildarinnar eru búsettar 17 hjúkrunarkonur, af þeim hafa 10 mætt á reglulega fundi sem haldnir hafa verið mánaðarlega í um það bil ár meðan beðið var eftir löglegri stofnun deildarinnar. í stjórn deildarinnar voru kjörnar: formaður Erna Bergmann, gjaldkeri Auður Jónsdóttir, ritari Jóhanna Stefánsdóttir, varamaður Laufey Steingrímsdóttir, endurskoðendur Erna Björnsdóttir og Guðrún Múller. Frá því að stofnfundur var hald- inn hafa orðið formannaskipti, Erna Bergmann flutti burt af svæðinu og við formannsstörfum tók Eygló Geir- dal. Samin höfðu verið drög að lögum deildarinnar og voru þau send HFÍ og samþykkt þar með smávægilegum breytingum. Aðalbaráttumál okkar hingað til hefur verið að komið væri á fót 38 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.