Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 45
Fremri röð frá vinstri: Sigriður Árnadóttir, Guðrún Muller, Emelía Guðjónsdóttir, Sigrún Ólafs- dóttir, Eygló Geirdal. Aftari röð frá vinstri: Laufey Steingrimsdóttir, Helga Þóra Kjartansdóttir, Erna Bjömsdóttir, Auð- ur Jónsdóttir, Marta Kjartansdóttir. Á myndina vantar Jóhönnu Stefánsd. heilsugæslustöð fyrir Suðurnes og höfum við sent bréf til allra hrepps- nefnda og bæjarstjóra á svæðinu, svo og landlæknis. Höfum við haldið fundi með ráðamönnum um málið. Heilsu- gæslu hefur verið mjög ábótavant að okkar mati en nú virðist vera að komast skriður á málið. Húsnæði hefur verið tekið á leigu og byrjun- arframkvæmdir að hefjast og höfum við hugsað okkur að fylgja þessu máli eftir. Með kveðju frá Suðurnesjadeildinni. Eygló Geirdal. Uig .SuaYurnesjadeildar III'Í. 1. gr. Félagið er deild í Hjúkrun- arfélagi Islands, og er nafn þess Suðurnesjadeild HFl. 2. gr. Umdæmi deildarinnar og varnarþing er í Keflavík. 3. gr. Tilgangur deildarinnar er: a. Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna. b. Að koma á fót námskeiðum og fræðslufundum til að stuðla að aukinni menntun og starfshæfni félagsmanna deildarinnar. c. Að stuðla að bættri heilbrigðis- þjónustu á Suðurnesjum. 4. gr. Félagar í deildinni eru allir meðlimir HFÍ sem búsettir eru á Suðurnesjum. 5. gr. Stjórn deildarinnar skipa 3 menn: Formaður, ritari og gjaldkeri, einnig skal kjósa 1 varamann í stjórn og 2 endurskoðendur. Stjórnin er kosin til 2 ára í senn. 6. gr. Aðalfund í deildinni skal halda árlega á tímabilinu júlí til janúar og til hans boðað bréflega með a. m. k. viku fyrirvara. Á dagskrá aðalfundar skal taka: a. Skýrslu stjórnar um störf deild- arinnar á liðnu ári. b. Reikningsskil. c. Lagabreytingar sem tillögur eru gerðar um. d. Kosningu stjórnar fyrir næsta starfsár. e. Kosningu 2 endurskoðenda reikninga deildarinnar fyrir næsta starfsár. f. Ákvörðun um félagsgjöld fyrir næsta starfsár. g. Önnur mál sem upp kunna að vera borin. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. 7. gr. Reikningsár deildarinnar er almanksárið. 8. gr. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum deildarinnar. Lögum þessum verður þó aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess % hluta greiddra atkvæða. SUÐURNESJADEILD HFÍ. 9. gr. Að öðru leyti gilda um starf- semi deildarinnar lög HFÍ eftir því sem við á. Deild hjiíkruiiarkvoniia inod ljúsmædraniennluii slufnuil. Stofnfundur Deildar hjúkrunar- kvenna með Ijósmæðramenntun var haldinn 28. nóvember 1974 á Fæð- ingardeild Landspítalans. Stofnend- ur voru 21 og samþykktu þeir lög deildarinnai'. Gestir fundarins voru þær Ingi- björg Helgadóttir, formaður HFI og Sigrún Einarsdóttir, frá Tímariti HFÍ. í stjórn deildarinnar voru kjörn- ar: formaður Anna María Andrés- dóttir, ritari Birgitta K. Pálsdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Sigurðardóttir, varam. Sigríður Einvarðsdóttir. Stjórnin óskar eftir að þær hjúkr- unarkonur sem hafa ljósmæðramennt- un en voru ekki á stofnfundinum hafi samband við formann deildarinnar Önnu Maríu Andrésdóttur í síma 81914. I.ö|i! Deildar Iijúkrunnrkveiiuu med Ijósmopðramennluii. 1. gr. Nafn deildarinnar er: Deild hjúkrunarkvenna með ljósmæðra- menntun. Heimili hennar og varnar- þing er í Reykjavík en umdæmi allt landið. 2. gr. Markmið deildarinnar er: A. Vinna að aukinni menntun og þekkingu. B. Vinna að hagsmunamálum fél- aga, kjaramálum og fleiru. C. Efla samstarf við önnur lönd. 3. gr. Félagar geta þeir einir orð- ið sem fengið hafa ríkisviðurkenn- ingu sem hjúkrunarkonur og ljós- mæður. 4. gr. Stjórn deildarinnar skipa þrír félagar, formaður, ritari og gjaldkeri, auk eins varamanns til tveggja ára. Við stjórnarkjör ræð- ur einfaldur meirihluti. Atkvæða- greiðslur skulu vera skriflegar. Stjórn skal kosin á aðalfundi og er kjörtímabilið tvö ár. Kosningu skal haga þannig: Annað árið eru kosnir formaður og varamaður, hitt árið ritari og gjaldkeri. Endurkosning er heimil, þó ekki oftar en tvisvar. 5. gr. Aðalfund skal halda á tíma- bilinu frá 1. september til 1. desem- ber ár hvert. Aðalfund skal boða með skriflegu fundarboði og tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lög- mætur ef löglega er til hans boðað og 50% félaga mæta. Skriflegar til- lögur um stjórnarkjör skulu hafa borist til stjórnar í síðasta lagi viku fyrir aðalfund ella leggur stjórn fram tillögur um framboð. 6. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.