Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 14
Heimahjúkrun og heimílisþjónusta i Reykjavík 0 Oviðumndí aðstceður aldraðra í heimahúsum lij áhruntirfrœðingarnir Sigríður Jahobsdóítir og Rannveig Þórólfsdóttir unnu saman að eftirfar- andi grein, þ. e. Sigríður tóh greinina satnan en Rannveig flutti á ráð- stefnu uni heilbrigðismál er fram fór í Reghjavíh í niaí s.l. Heimaiijúkrun í Reykjavík á sér alllanga sögu. Hún hefur verið starf- rækt stöðugt frá árinu 1915, fyrst á vegum Hjúkrunarfélagsins Líknar eða þar til haustið 1955 að Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur tók við rekstri hennar. Það hefur alla tíð verið 'hljótt um þessa starfsemi en frá upphafi hefur verið unnið þar mikið og óeigin- gjarnt starf við erfiðar aðstæður. En tímarnir breytast og sú þjón- usta sem þótti allgóð fyrir t. d. 10 árum, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann, fullnægir ekki kröfum nútím- ans og þannig er því farið með heimahj úkrunina. I janúar 1972 voru gerðar tals- verðar breytingar á fyrirkomulagi heimahjúkrunarinnar í þeim tilgangi að auka hana og bæta og sýna tölur á meðfylgjandi skýrslu (yfirlit yfir heimahjúkrun s.l. 10 ár) að sú breyt- ing leiddi til aukningar. Breytingar sem þá voru gerðar voru miðaðar við þær aðstæður sem fyrir hendi voru en ekki framtíðarskipulag. Heimahjúkrunina þarf að endur- skipuleggja jafnhliða uppbyggingu væntanlegra heilsugæslustöðva. - Heimahjúkrun getur ekki með góðu móti starfað ein sér, hún verður að vera í nánum tengslum við aðra heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu. Við heimahjúkrun í Reykjavík starfa nú 4 hjúkrunarkonur og 6 sjúkraliðar í fullu starfi, auk þess 1 hjúkrunarkona og 2 sjúkraliðar við afleysingar. Heimahjúkrim er veitt öllum að kostnaðarlausu og er greidd að 8/9 hluta af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Tilhögun er í stuttu máli þannig: Heimahjúkrunin byggist á vitjunum og er hámark vitjana til hvers sjúk- lings tvær á dag. Seinni vitjun verð- ur að vera fyrir kl. 17 þar sem ein- ungis er um dagvinnu að ræða. Ætlast er til þess að beiðnir komi frá heimilislæknum og sjúkrahúsum og séu skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum sem þessir aðilar hafa fengið send frá heimahjúkruninni. Einnig er tekið á móti beiðnum frá sjúklingum sjálfum eða aðstandend- um þeirra þar sem ekki er hægt að komast hjá því. Þá er reynt að hafa samband við heimilislækni viðkom- andi sjúklings til þess að fá upplýs- ingar, en það reynist oft mjög tíma- frekt og stundum ógerlegt. Deildarhjúkrunarkona hefur við- talstíma frá kl. 13-15 alla virka daga nema laugardaga. Hún fer í fyrstu vitjun til allra sjúklinga og metur hjúkrunarþörfina. Einnig at- hugar hún heimilisaðstæður og hvort e. t. v. sé þörf á heimilishjálp. Hún ákveður hvort hjúkrunarkona eða sjúkraliði taka að sér hjúkrunina og hversu oft þarf að vitja sjúklings. Sjúkraskrá er skrifuð yfir hvern sjúkling. Starfsfólk hefur daglega samband við deildarhjúkrunarkonu og fær upplýsingar um nýja sjúklinga og meðferð þeirra. Hjúkrunarkonur og sjúkraliðar hafa hver sitt hverfi og sína sjúk- linga, en sjúkraliðar vinna undir eftirliti hjúkrunarkvenna. Leitað er til aðstoðarlækna borg- arlæknis með læknisfræðileg vanda- mál sem brýn nauðsyn er að leysa a. in. k. til bráðabirgða. Einnig er unnt að leita til félagsráðgjafa Heilsuverndarstöðvarinnar. Það sem mest háir heimahjúkrun- inni í dag er skortur á tengslum og samvinnu við aðra heilbrigðisþjón- ustu og húsnæðisskortur en hún hef- ur eitt lítið herbergi til afnota. Mjög erfiðlega gengur að fá upp- lýsingar um sjúklinga bæði frá heim- ilislæknum og sjúkrahúsum. Skiln- ingur á nauðsyn upplýsinga um sjúklingana og áhugi á hjúkrun þeirra virðist oft furðu lítill. Flestir þeirra sjúklinga sem heima- 112 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.