Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 16
ið að' sér meiri sáraskiptingar. Það er ekki óalgengt að aldrað fólk er látið koma daglega til skiptinga á spítalana eftir útskrift, jafnvel í all- langan tíma. Það þarf oft að taka sér leigubíla fram og til baka og astti öllum að vera ljóst, að það er of kostnaðarsamt fyrir gamalt fólk, sem hefur e. t. v. ekki önnur fjárráð en ellilífeyri. Heimilishjálp byrjaði fyrst á veg- um Reykjavíkurborgar árið 1949, að tilhlutan Ljósmæðrafélags Rieykja- víkur. Þessi heimilisaðstoð var til að byrja með einkum ætluð sængurkon- um og vegna veikindaforfalla hús- mæðra. Heimilishjálpin hefur frá upphafi veitt mörgum heimilum góða aðstoð, en um bana má segja það sama og um heimahjúkrunina, að hún hefur ekki fylgt kröfum tímans. í febrúar 1970 tók Félagsmála- stofnun Reykjavíkur við allri heim- ilisaðstoð og annast sérstök deild innan stofnunarinnar aðstoðina und- ir yfirstjórn félagsmálastjóra og fé- lagsmálaráðs. Deildin greinist í tvær undirdeild- ir: 1. Heimilishjálpina í Reykjavík, sem annast heimilishj álp í viðlögum vegna veikinda eða forfalla hús- móður um stundarsakir. 2. Heimilisþj ónustu Félagsmála- slofnunar Reykjavíkurborgar, sem annast heimilishj álp til aldraðra. Samkvæmt ársskýrslu Félagsmála- stoínunarinnar fyrir árið 1973 störf- uðu hjá heimilishjálpinni að meðal- tali 15 stúlkur á mánaðarlaunum og 14 í tímavinnu. Hjá heimilisþjónust- unni störfuðu að meðaltali 26 stúlk- ur á mánaðarlaunum og 41 í tíma- vinnu. Heimilisaðstoð var alls veitt 509 heimilum í samtals 92.885 klst. Eftirgjöf á gjaldi var alls veitt 245 heimilum í samtals 56.321 klst. Þessi þjónusta hefur verið aukin all- verulega á undanförnum árum, en er samt engan veginn fullnægjandi. Hvað varðar framtíðarskipulag heimahjúkrunar og heimilishj álpar í Reykjavík verður aðeins drepið hér á nokkur atriði til íhugunar. Þessi þjónusta er nú starfrækt hvor í sínu lagi, heimahjúkrunin er rekin af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og heimilishjálpin af Félagsmálastofn- uninni. Mjög oft þarfnast sama heim- ilið aðstoðar frá báðum aðilum. Eins og tilhögun er nú háttað fer deildarhjúkrunarkona heimahjúkr- unarinnar á heimilið og metur hjúkrunarþörfina og svo er farið frá heimilishjálpinni og metin þörfin fyrir heimilishjálp. Þetta eru mjög óhagkvæm vinnubrögð og gæti hj úkrunarkona auðveldlega metið þarfir heimilisins í heild. Það ætti að stefna að því að sam- eina þessa þjónustu undir eina yfir- stjórn og einnig þarf að auka og bæta báða þætti hennar. Æskilegt væri að koma sem fyrst á vaktaþjón- ustu í heimahjúkruninni a. m. k. kvöldvakt. Veita þyrfti sjúklingum í heimahúsum sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og fótsnyrtingu. Athuga þarf hvernig best verður hagað útvegun og útlánum á hjúkrunargögnum og hjálpartækjum. Sú þjónusta er nú á vegum Rauða kross Islands og Sjálfsbjargar. Samstarf þarf að bæta milli allra þátta heilbrigðis- og fé- lagsmálaþj ónustu. I Hafnarfirði er verið að byggja upp heimahjúkrun og heimilishjálp á samvinnugrundvelli, sem virðist vera til fyrirmyndar, og væri æskilegt að hafa það fyrirkomulag til hliðsjónar við endurskipulagningu heimahjúkr- unarinnar hér í Reykjavík. Markmið heimahjúkrunar og heimilishjálpar er að gera öldruðu fólki og sjúklingum kleift að dvelja á heimilum sínum svo lengi sem það er talið fært frá læknisfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Vel skipulögð heimahjúkrun og heimilishj álp dregur úr álagi á sjúkrahús og dvalarheimili, en get- ur að sjálfsögðu ekki komið í stað- inn fyrir þessar stofnanir. Mannúðarsjónarmið liggur til grundvallar allri heilbrigðisþjón- ustu og velferð einstaklingsins verð- ur ávallt að sitja í fyrirrúmi. Þess vegna þarf að meta það hverju sinni hvernig velferð einstak- lingsins verði best tryggð á sem hag- kvæmastan hátt fyrir þjóðfélagið. 114 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.