Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 25
Margrét Einarsdóttir hjúkrunarkona Fœdd 6. mars 1896 Dáin 31. maí 1975 Löngu helstríði er lokið. Við, sem heilbrigð erum, eigum erfitt með að skilja jafnaðargeð og þrek þeirra, sem sjúkir lifa lífinu, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Margrét Einarsdóttir lést laugar- daginn 31. maí s.l. eftir langvarandi sjúkralegu, en síðustu 3 árin dvaldist hún stöðugt á Landspítalanum. Mar- grét fæddist á Fáskrúðsfircji árið 1896, dóttir Vilhelmínu Arnadóttur og Einars Sigurðssonar Borgfjörð. Hún lauk hjúkrunarnámi í Dan- mörku 1922 og dvaldist áfram þar við nám og störf til ársins 1924, er hún kom heim til Islands. Var sá tími áreiðanlega harður skóli og er erfitt að ímynda sér, að þessi smá- vaxna og fíngerða kona hafi búið yfir þrótti, til að uppfylla þær kröfur, sem gerðar voru á þeim tímum, þeg- ar ekki var litið á hjúkrun sem starf, heldur köllun, og víst er, að engin voru vökulögin þá. 1928-1931 er hún yfirhjúkrunar- kona á Kristneshæli og 1931-1934 á Laugarnesspítala. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Pétri H. J. Jak- obssyni síðar yfirlækni á Fæðingar- deild Landspítalans. Ekki er að efa, að á þeim tíma hefur það vakið um- tal og jafnvel andúð, er yfirhjúkrun- arkonan og yngsti læknakandidatinn taka saman. Þau Margrét og Pétur dveljast síð- an í Danmörku, þar sem Pétur var við framhaldsnám, þar til stríðið skellur á, er þau koma til Islands á- samt börnum sínum tveim, Jóni Ár- manni f. 1935 og Hrefnu f. 1938. Margrét og Pétur voru heimsborg- arar ,sem og heimili þeirra bar glöggt vitni um. Auk langra námsdvala er- lendis ferðuðust þau mikið jafnt innan lands sem utan eftir því sem heilsa Margrétar leyfði. Frændrækin voru þau með afbrigðum, vinamörg og trygglynd. Sökum frændsemi og nábýlis er barnæska mín nátengd heimili þeirra. Sjálf man ég ekki fyrstu kynni mín af heimilinu, er ég, rúmlega ársgömul, var tekin í fóstur af þeim hjónum. En jafn ósínk og þau voru þá á nætursvefninn, til að sinna órólegu ómálga barni, voru þau æ síðan reiðubúin að hlaupa undir bagga hjá þeim, sem voru hjálpar- þurfi. Á þeirra gestkvæma heimili lærðist mér, að jörðina byggja ekki íslendingar og útlendingar heldur aðeins manneskjur. Þar var aldrei farið í manngreinarálit. Sérstaklega er mér minnisstætt, hve takmarkalausa virðingu við krakkarnir bárum fyrir Margréti. Ósjálfrátt var rómur lækkaður og ærslum hætt, er hún birtist. Margrét var oftast sárþjáð en æv- inlega var hún þess megnug að veita öðrum styrk. Óllu sem að höndum bar, tók hún með sama æðruleysinu. Þeir, sem hana heimsóttu, fóru frá henni, sáttari við lífið. Ekki fékk Margrét þá ósk sína upp- íyllta að fá að fara á undan Pétri, hann lést þ. 8.3 sl. eftir stutta legu, langt um aldur fram. Nú eru Margrét og Pétur hæði far- in, lífið er fátæklegra á eftir. Að leið- arlokum er efst í huga þakklæti fyrir það, sem þau voru mér og fjölskyldu minni í blíðu og stríðu. Margrét og Pétur veittu styrk í sorg, en með þeim var einnig gott að gleðjast. Þjáningum Margrétar er lokið. Við þökkum henni allt, sem hún kenndi okkur. Guðrún Hallgrímsdóuir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.