Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 32
Raddir hjúkrunarnema r Brot úr skýrslu stjórnar HNFI Á aðalfundi 27.2 var kosin ný stjórn og á framhaldsaðalfundi urðu Jiær breytingar að Sigríður Guðmunds- dóttir fyrrverandi formaður féll úr stjórn vegna brautskráningar. Stjórn HNFI lítur nú þannig út: Formaður: Ingigerður Olafsdóttir Varaformaður: Vigdís Steinþórs- dóttir Ritari: Aðalbjörg Þorvarðardóttir Vararitari: Anna Guðný Ingadóttir Gjaldkeri: Elín Hartmannsdóttir Varagjaldkeri: María Gunnarsdóttir Formaður kj aranefndar: Margrét Þorvarðardóttir Fulltrúi nema í skólanefnd HSI: Erna Einarsdóttir. Á þessu ári var gerð lagabreyting og nú situr formaður heimavistar- ráðs ekki lengur í stjórn. Þannig er heimavistin algjörlega óháð félaginu en hefur auðvitað stuðning í baráttu- málum sínum. Við formannsskipti urðu þær breytingar að Ingigerður Ólafsdóttir tók fulltrúasæti nema í stjórn HFl og varamaður er Ása Atladóttir. Þegar litið er aftur kemur fram margt sem á dagana hefur drifið og verður nú minnst á það helsta. Síðastliðið vor sátu hjúkrunar- fræðingar á skólabekk og notuðum við tækifærið og boðuðum óform- legan rabbfund. Þar var frjálslega rætt um spítalalíf almennt, samband hjúkrunarfræðings og nema og bætt verklegt nám. Þar kom ýmislegt fram og sýndu Jiær fullan skilning og stuðning við baráttu okkar um bætt verklegt nám. Það kom greinilega fram hve deildirnar gerðu mikið til- kall til nemanna sem vinnukrafts enda ekki annað hægt þegar þeir fylla vinnuskýrslurnar. Hafið þið nokkurn tíma heyrt tal- að um að hjúkrunarnemar væru skemmtanaglaðir. Það er algjör fjar- stæða eftir þátttöku á árshátíð HNFÍ að dæma. Þar mættu aðeins fáeinir hausar og sjóðurinn varð að borga tugþúsundir í tap og skemmtinefnd sat með súrt ennið enda húnar að leggja mikla vinnu í undirbúning. Enginn kennari lét sjá sig enda hafa þeir sjálfsagt öðrum málum að sinna. Fleiri tilraunir voru gerðar til þess að ná deyfðinni úr nemunum og tókst betur til bæði með spilakvöld og kvikmyndakvöld. Á einum stjórnarfundi var ákveð- ið að hópefla hjúkrunarnema og sjá hvort það hefði ekki skapandi áhrif á félagslífið. Þær Ása Atladóttir, Að- albjörg Þorvarðardóttir, Ingigerður Ólafsdóttir og Margrét Þorvarðar- dóttir sóttu námskeið á vegum BSRB í hópefli (gruppedynamik) undir leiðsögn Gunnars Árnasonar sálfræð- ings. Námskeiðið fór í fyrstu fram í höfuðborginni og síðan var enda- spretturinn tekinn í Munaðarnesi. Námskeiðið var hyggt upp á hóp- vinnu og sást þar svart á hvítu hve langt er hægt að ná og skemmtilegra er að vinna saman í hópum en Jiegar hver pukrast í sínu horni. Árangur þessa námskeiðs hefur komið fram í störfum stjórnar og annarsstaðar og dreifist vinnan meira nú en áður þegar aðeins örfáir hausar voru vak- andi. Margrét Þorvarðardóttir sótti einn- T ig námskeið BSRB fyrir trúnaðar- menn HFl og kynntist þar störfum trúnaðarmanna og kjarasamningum. Ákveðið var að eyða engum pen- ingum til utanlandsferða nema, þetta ár, en þrátt fyrir það hefur samband- ið við hin Norðurlöndin aldrei verið eins gott og nú. Það er ekki af á- stæðulausu því tveir nemar, þær Ása Atladóttir og Vigdís Steinþórsdóttir sátu fulltrúafund SSN og á eftir SSN mótið komu nemarnir frá öllum Norðurlöndunum saman og héldu tvo langa og góða fundi. Nánar verður greint frá þessum fundum síðar. Á stj órnarfundi eftir þessa fundi var á- kveðið að leggja skyldi meiri áherslu á norræna samvinnu og var skipuð þriggja manna nefnd til að bera á- byrgð á þeim málum. Stærsta stund ársins rann upp þann 29. sept. sl. þegar Katie Eriksson rektor við Helsingfors Svenska Sjukv&rdsinstitut kom hingað til lands. Hingað var hún komin í boði HNFÍ til að halda fyrirlestra fyrir allar heilbrigðisstéttir og annan fyr- ir nema og kennara HSl og sitja fundi með skólanefndum HSÍ og NHS og kennurum beggja skólanna. Þar að auki sat hún fundi með náms- brautarstjórn við hjúkrunarbrautina í Háskóla Islands, laganefnd er end- urskoðar lög um hjúkrunarnám hér á landi og stjórn HFÍ. Þrátt fyrir hennar stutta tíma hér á landi náði hún til flestra þeirra sem fara með menntunarmál hjúkrunarfræðinga og er öruggt mál að margir hafa fengið nýjar hugmyndir og leiðbeiningar á Framh. á bls. 137. 126 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.