Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 41
Dcild hjúkrunarkvcnna mcð ljósmæðramcnntun Um ársskýrslu deildarinnar er ekki að ræða þar sem hún var stofnuð 28. nóv. s.l. Stofnfélagar voru 21. I stjórn voru kosnar: Anna M. Andrésdóttir form., Birgitta K. Pálsdóttir ritari, Ragnheiður Sigurðardóttir gjaldkeri, Sigríður Einvarðsdóttir varam. í sjóði eru nú kr. 700,00. Anna M. Andrésdóttir. Jólatrcsncfml IÍFÍ Jólatrésskemmtun HFI var haldin í Ut- garði, Glæsibæ, 27. des. 1974. Hljómsveitin Ásar lék fyrir börnin og var þátttaka í dansinum góð miðað við gestafjölda. Tveir hjúkrunarnemar tóku að sér að leika jólasveina og skemmtu þeir börnun- um um stund og kunnu við þeim bestu þakkir fyrir. Að venju fengu börnin afhenta sælgæt- ispoka. Þátttaka var minni í ár en á síðasta ári og viljum við hvetja félagsmenn til að stefna að betri þátttöku í jólatrésskemmt- unum HFI. Jólatrésnefnd. Sumarluistaðancfnd Kvcnnabrekku Gert var við skemmdir frá síðasta ári og )auk því síðastliðið vor. Kvennabrekka var leigð í viku í senn yfir sumarið eins og venja er. Umgengni var góð en leigu- takar mættu athuga að slá þyrfti hlettinn og raka. Vegna hættu á skemmdum var tekið til þess ráðs að leigja bústaðinn yfir vetur- inn og gaf það góða raun. Telur nefndin að æskilegt sé að leigja hann aftur næsta vetur. Asa Ásgrímsdóttir, Ingrún Ingólfsdóttir. Fræðsliimálancfnd HFÍ Nefndin hefur haldið 12 fundi á síðast- liðnu starfsári. Aðalstarf nefndarinnar var að halda námskeið í símenntun innan unarskóla Islands og stóð í 5 vikur. Hófst það 17. febrúar og lauk 21. mars 1975. 50 umsóknir bárust um þátttöku í nám- skeiðinu og 25 komust að. Tímafjöldi var 141 kennslustund sem skiptist milli hjúkr- unarfræða, stjórnunar, þjóðfélagsfræði, uppeldisfræði, sálarfræði, ýmissa undir- stöðugreina og sjúkdómafræði. Námskeiðið var fjármagnað af mennta- málaráðuneytinu. Muiiaðariicsiiefml 1) Stofa, forstofa og hurðir málað. 2) Settir filttappar undir öll húsgögn til hlífðar parketgólfi. 3) Höfum loforð um bókahillu. 4) Hengdar upp myndir og komið með ýmsa muni. 5) Ath. að leigja eingöngu félögum innan HFÍ. Maríanna Haraldsdóttir. Fjáröflunar- og skcmmti- ncfnil HFf Haldin var árshátíð þann 30. nóv. 1974 í Átthagasal Hótel Sögu. Um 100 manns komu á árshátíðina og þótti nefndinni það léleg mæting í svo stóru félagi. Ekki var um ágóða að ræða og þurfti HFl að greiða kr. 13.700,00 vegna halla. Þar sem svo berlega kemur í ljós að á- hugi meðal félagsmanna til að sækja árshátíð HFÍ er mjög lítill, vaknar sú spurning hvort ekki væri nægilegt að halda árshátíð annað hvert ár eða jafnvel á 5 ára fresti og þá á tímabilinu október- desember. F. h. nefndar Erla M. Helgadóttir Amalía Svala Jónsdóttir. Tímarit HFÍ Árið 1974 var ritstjórn tímaritsins þann- ig skipuð: Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri, Alda Halldórsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Erna Holse. Varamenn: Elísabet Ingólfsdóttir, Þóra Arnfinnsdóttir, Elín Hjartardóttir. Á árinu flutti Erna Holse burt af land- inu og tók 1. varamaður Elísabet Ingólfs- dóttir hennar sæti. Unnið var að útgáfu fjögurra tölublaða og kom hið 1. út í febrúar, 2. í maí, 3. í september og 4. í nóvember. Á undanförnum árum hefur starfað rit- nefnd á vegum Hjúkrunarnemafélags Is- lands sem séð hefur þættinum „Raddir nema“ fyrir efni. Sú breyting varð á að ritnefnd hætti störfum en stjórn HNFÍ tók við umsjón þáttarins. Ritstjóri sat á árinu einn fund erlendis, fulltrúafund SSN er fram fór í Danmörku. Frá fundinum var skýrt í 4. tölubl. 1974. Um leið og við þökkum öllum hlutað- eigandi aðilum fyrir gott samstarf á árinu 1974 viljurn við hvetja hjúkrunarkonur nær og fjær til að senda tímaritinu fræðslu- og fréttaefni og jafnframt minna á að tímaritið okkar er sá fjölmiðill sem hjúkr- unarkonur ættu að hafa efst í huga varð- andi málefni stéttarinnar. F. h. ritstjórnar Ingibjörg Árnadóttir. Raddír hjákmnarnema Framh. af bls. 126. skipulagningu námsins. Katie var á- nægð með dvöl sína hér þrátt fyrir gífurlega stranga dagskrá og lofaði að koma hingað aftur og líta betur í kringum sig. Margt er á döfinni á næstunni en best er að segja sem minnst um það. Margir hausar liggja í bleyti og hin- ar ýmsu nefndir starfa ötullega og er þá sérstaklega vert að minnast rit- nefndar sem er nýbúin að koma út myndarblaði og heyrst hefur að ann- að sé á leiðinni. Að lokum skal geta þess að félagið hefur fengið tvo nýútskrifaða hjúkr- unarfræðinga í lið með sér. Það eru þau góðkunnu Sigríður Guðmunds- dóttir og Sigurður Jónsson sem áttu stærstan þátt í að halda lífi í félaginu á þeirra námstíma. Stjórn Hjúkrunarnemafélags Islands. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.