Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 3
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 1. TÖLUBLAÐ 1976 52. ÁRGANGUR ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ISLANDS SKRIFSTOFA ÞINGHOLTSSTRÆTI 30 REYKJAVÍK OPIN MÁNUDAGA, ÞRIÐJU- DAGA, FIMMTUDAGA OG FÖSTUDAGA Kl. 9—12 OG 2—5 FORMAÐUR INGIBJÖRG HELGADÓTTIR VIÐTALSTÍMI Á ÞRIÐJU- DÖGUM KL. 3—5 OG EFTIR SAMKOMULAGI SÍMAR: 21177 OG 15316 RITSTJÓRN INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. SÍMI 36640 ELÍSABET INGÓLFSDÓTTIR SÍMI 83754 STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR SlMI 73779 GUÐRÚN ÁSKELSDÓTTIR SlMI 37497 AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SÍMI 21177 OG 36640 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA PRENTUN PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. Ritstjórnarspjall Stena í menntunarmálum hlýtur stöðugt að þróast í samræmi við þarfir þjóðfélagsins á hverjum tíma. Ljóst er að auka þarf almenna heilsugæslu í landinu. Hjúkrunarfræðingar hafa þarna þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Þeim ber að veita sem fullkomnasta þjónustu í heilsuvernd, hjúkr- un sjúkra og endurhæfingu. Þeir eiga að vera virkir þátttakendur í áætl- unargerð og stefnumótun heilbrigðismála. Þeim ber einnig að veita fræðslu um heilbrigðismál. Menntunarmál stéttarinnar eru ofarlega á baugi og mikill áhugi á um- bótum og auknum möguleikum á framhaldsnámi. Grunnnám í hjúkrun hefur verið bætt verulega og hjúkrunarnemarnir beina kröftum sínum að frekari umbótum námsins í stað þess að krefjast hærri launa. Greinilegt er að til þess að mæta þörfum þj óðfélagsins er nauðsynlegt, að hjúkrunarfræðingum gefist kostur á sem fj ölbreyttastri framhaids- menntun hér á landi. Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins hóf Nýi hjúkrunarskól- inn 15 mánaða framhaldsnám í geðhjúkrun sl. haust, og gefinn verður kostur á framhaldsnámi fyrir hjúkrunarfræðinga starfandi á handlækn- inga,- lyflækninga- og ellideildum, svo og fyrir svæfingar- og skurðstofu- hjúkrunarfræðinga. Er gert ráð fyrir að nám þetta hefjist í Nýja hjúkrun- arskólanum í byrjun mars 1976 og standi yfir í um það hil 1 ár, nema í svæfingum er gert ráð fyrir 1 árs verklegri þjálfun til viðhótar. Samkvæmt kjarasamningi frá 1974 eiga hjúkrunarfræðingar, sem starf- að hafa 5 ár eða lengur, rétt á 3ja mánaða leyfi frá störfum, til símenntun- ar eða framhaldsnáms, án skerðingar launa, og ber þessu að fagna. Ekki er þó ótrúlegt að fjárhagserfiðleikar geri vart við sig og geti jafn- vel hamlað hjúkrunarfræðingum að taka þátt í l-2ja ára framhaldsnámi án launa, að frátöldum umræddum þremur mánuðum, því eins og flestir vita liggja námslán og styrkir ekki á lausu. Ekki er því sopið kálið þó í ausuna sé komið. í ályktun fulltrúafundar SSN 1975 segir m. a.: Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga og aðildarfélög að henni skulu vinna að því: að útlærðir hjúkrunarfræðingar, jafnt í stofnunum sem við almenna heilbrigðisþjónustu, eigi sér að kostnaðarlausu kost á að aðhæfa menntun sína menntunarkröfum líðandi stundar, að vinnuveitanda verði skylt að tryggja skipulega framkvæmd þessa viðbótarnáms, að viðbótar- námið fari einungis fram sem skólanám. Ritstjórn tímaritsins sendir öllum lesendum sínum bestu kveðjur á hinu nýbyrjaða ári og óskar þeim allra heilla með orðunum: „Hugsaðu ávallt hátt, því þú kemst aldrei hærra en þú hugsar.“ LAN'DGL'OK.ASAFN 3 h 2 0 g 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.