Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 7
sjúkrahúsi og einnig fyrir hópa t. d. í heilsuvernd. Þetta kerfi miðar að því að finna út þau vandamál sjúk- lingsins sem hjúkrun getur leyst, brjóta þau til mergjar og meta þau. Hjúkrunarferli má greina í 4 aðal- þætli og þeir eru: 1. Söfnun upplýsinga um sjúkling- inn. 2. Niðurstöður upplýsinga. 3. Aætlanagerð. 4. Framkvæmd. Algengt er að skipta ferlinu á þennan hátt, en sjá má t. d. skipt- ingu í þrjá þætti: 1. Hjúkrunarjournal. 2. Hjúkrunargreiningu. 3. Hjúkrunaráætlun. Þetta felur í raun og veru það sama í sér og hið fyrrnefnda. Einnig má líka sjá þáttaskiptingu þar sem síðasti þátturinn nefnist mat, en í skiptingunni sem verður lýst hér, er gert ráð fyrir að hver þáttur feli í sér mat. Eg mun þá í stórum dráttum skýra hvað hver þáttur felur í sér. Fyrsti þátturinn felur í sér upplýsinga- og gagnasöfnun varðandi sjúklinginn. Hér þarf hjúkrunarfræðingurinn að gera sér ljóst hvaða upplýsingar skipta máli. Reynt er að flokka upp- lýsingarnar með tilliti til t. d. dag- legar venjur sjúklings, klinisk ein- kenni og niðurstöður rannsókna. Hér þarf einnig að athuga hvernig á að afla upplýsinganna og hvar þær er að fá. Upplýsingasöfnunin fer fram með viðtölum við sjúklinginn, skoðun og athugun á sjúklingi. Upplýsingar er líka m. a. að fá frá fjölskyldu sjúk- lings og úr sjúkrasögu. Upplýsinga- söfnunin er umfangsmest í hyrjun er sjúklingur kemur til meðferðar, en hún er þó samfelld meðan á meðferð sjúklings stendur, sem og aðrir þætt- ir kerfisins. Þegar upplýsingasöfnun er lokið eru þær metnar og af þeim dregnar ályktanir sem leiða til nið- urstöðu um hjúkrunarþörf sjúklings- ins. Þegar hjúkrunarfræðingurinn hefur athugað upplýsingar og kom- ist að niðurstöðu, er næsti þáttur að gera hjúkrunaráætlun. Eins og segir áður miðar þetta kerfi að því að finna út vandamál sjúklingsins, þess vegna er lögð mikil áhersla á sam- vinnu við sjúklinginn. Varðandi hjúkrunaráætlun, þá leggur hjúkrun- arfræðingurinn tillögu um áætlun- ina fyrir sjúklinginn, útskýrir hana og ræðir við sjúklinginn. Áætlunin tekur mið af ákveðnu marki og fram- kvæmdir eða leiðir að markinu eru metnar. Áætlunin felur í sér hverjir af hjúkrunarliðinu sjái um fram- kvæmdirnar. Síðasti þátturinn er þá framkvæmd áætlunarinnar. Fram- kvæmdin felur líka í sér mat, áhrif framkvæmda á sjúklinginn verður að meta með hliðsjón af markmiði. Hér hef ég reynt í fáum orðum að útskýra megin þætti hjúkrunarferlis. í byrjun virðist þetta e. t. v. flókið kerfi, en við notkun verður það ó- metanlegt „verkfæri“ fyrir hjúkrun- arfræðinginn. Kostir þess eru, að hægt er að nota það við hvaða að- stæður sem er þar sem hjúkrun er veitt. Það er hægt að aðhæfa það sérhver j um sj úklingi / skj ólstæðingi, það er talið spara tíma og stuðla að hetri hjúkrun. Það felur í sér stöðugt mat, sem verkar aftur til haka á þætti kerfisins og úttak þess. Auk þess má telja einn af kostum þessa kerfis, að við getum skýrt betur hvað við erum að gera, hvað hjúkrun felur í sér. Þar sem þetta kerfi er notað hafa að sjálfsögðu skapast ákveðin form varðandi alla skýrslugerð og þau atriði ferlisins sem skráð eru. í því sambandi vil ég nefna kerfi sem hlotið hefur skammstöfunina POR fyrir „Problem oriented record“. Upphafsmaður þess er handaríkja- maðurinn Lawrence Weed. í slíkri skýrslu er sjúklingurinn og vanda- mál hans í brennidepli. Form skýrslugerðarinnar getur verið hreytilegt eftir því á hvernig stofnun það er notað, en það grund- vallast á fjórum þáttum: 1. Upplýsingum. 2. Byrjunaráætlun. 3. Framförum sjúklings. 4. Lokaúrdrætti. Ég tel, að sé hjúkrun veitt með hliðsjón af því kerfi sem kynnt hefur verið, þá mun hver stofnun geta myndað sitt eigið skýrsluform. POR- kerfið mun þá vera mikill stuðningur fyrir þá er vinna að gerð slíkra forma. Eins og segir í upphafi er tilgang- urinn með þessari kynningu að vekja áhuga á þessu kerfi, sem byggir á fjórum megin þáttum, upplýsingum, niðurstöðum, áætlun og framkvæmd, og með það í huga að aðlaga það okkar aðstæðum. Hjúkrunarferli er mikilvægur þáttur í hinni almennu hjúkrunarfræðikennslu í dag og þess vegna nauðsynlegt að kynnast því. Þess vegna vil ég hvetja alla hjúkr- unarfræðinga til þess að afla sér meiri þekkingar um hjúkrunarferli, og ef við álítum það ákjósanlegt verkfæri sem gerir okkur færari um að veita betri hjúkrun, þá ber okkur að taka það í notkun. HEIMILDIR BÆKUR: Eckelberry, Grace K: Administratition of comprehensive nursing care. New York, Appelton-Century-Crofts, Meredith, 1971. Fuerst, Elinor V. L. Wolff, M. Weitzel: Fundamentals of nursing. Philadelphia, 5th ed., J. B. Lippincott, 1974. Mitchell, Pamela: Grunnleggende syke- pleie. Oslo. Yrkesopplæringsrádet for hándverk og industri, Universitetsfor- laget, 1974. TÍMARIT: Atwood, Judith, P. H. Mitchell, S. R. Yarnall: The POR: A system for com- munication. Nurs. Clin. of North Am., 9: 229-234, June ’74. Framh. á bls. 7 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.