Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 14
Læknar í vanda Dr. Óskar Þórðarson, yfirlæknir Viðhorf lækna til deyjandi sjúklinga koma öðru hvoru á dagskrá, bæði meðal lærðra og leikra. Þegar þelta er skrifað, eru umræður um þetta efni í algleymingi í fjölmiðlum, og er tilefnið tveir sjúklingar, sem bíða dauða síns, sinn hvoru megin Atlants- hafsins. Vestan megin hafsins er ung stúlka, nærri heilaauð og því meðvit- undarlaus, sem haldið hefur verið við lýði í 7 mánuði með hjálp önd- unartækja, lyfja og vökvagjafa, þrátt fyrir það, að læknar hennar hafa lýst því yfir, að hún geti ekki lifað án allra þessara tilfæringa. Austan megin hafsins er þjóðhöfðingi í ní- ræðisaldri, sem hefur hlotið sömu meðferð, að vísu í skemmri tíma. Auk þess hafa verið gerðar á honum þrjár stóraðgerðir, þó vonlaust sé talið, að maðurinn geti náð nokk- urri heilsu. Er furða þó margir spyrji: Eru aðgerðir í tilvikum sem þessum í samræmi við hinar göfugu hugsjón- ir, sem starf lækna hvíla á, að lækna þegar það er hægt, lina þjáningar og hughreysta? Er þarna verið að vinna góð læknisverk, eða eru læknar í ofmetnaði að sýna hve langt megi teygja lopann með hjálp þeirrar tælcni, sem hefur verið lögð þeim í hendur? Er það lagaleg og siðferðis- leg skylda lækna að beita þessari tækni þegar fyrirsj áanlegt er, að hún gerir ekki annað en að draga dauð- ann á langinn? Ef svo er, er þá ekki verið að misþyrma deyjandi fólki? Spurningum sem þessum er ekki fljótsvarað, því málið er flóknara en 12 svo, að það verði afgreitt með eins- atkvæðisorðum. Auk læknisfræði verður það að skoðast í Ijósi lög- fræði, siðfræði og trúfræði. í starfi eru læknar ekki aðeins háðir lands- lögum og trúarskoðunum sínum, heldur einnig siðareglum Alþjóðafé- lags lækna og afbrigðum þeirra, sem gilda í því landi sem þeir vinna (Codex ethicus). Hér verður hvorki fjallað frekar um hina lagalegu né trúarlegu hlið málsins heldur leitast við að segja frá þeim siðareglum, sem læknar hafa sjálfir sett sér til leiðbeiningar í starfi og hvernig þau mál hafa þró- ast á síðustu áratugum. Siðareglur lækna grundvallast enn í dag á reglum sem grískir læknar settu sér fyrir um það bil 2400 árum. Þessar reglur er að finna í ritsafni sem kennt er við Hippokrates, en hann var uppi á árunum 460-377 f. Kr. I þessum reglum, eða Eiðnum, eins og þær eru venjulega kallaðar, segir m. a.: Eg skal viðhafa þá með- ferð sem, að mínum dómi er sjúk- lingi fyrir bestu og forðast allt sem getur skaðað hann. Og ennfremur segir: Ég skal ekki gefa sjúklingi banvænt eitur, þó slíks sé beðið, og skal ekki ráðleggja slíka aðgerð. Víst þykir að þessar reglur hafa verið virtar á meðan forn grísk menning var við lýði, en eftir að hún leið, bólar ekki á þeim fram allar miðaldir, og ekki fyrr en kemur fram á 19. öld. Frumrit eru engin til úr hinum upprunalega Corpus Hippo- craticum, eins og ritsafnið er kallað. Hann hefur varðveist í afskriftum á ýmsum málum, og er elsta handritið sem til er af Eiðnum frá 10. öld. Ekkert er líklegra en að eitthvað hafi brenglast í meðförum í gegnum ald- irnar, enda eru til textar, sem bera greinileg merki bæði af kristinni trú og af Islam. Tungan hefur tekið breytingum, og svo er enn eitt sem skiptir máli, en það er að þess má sjá merki, að þýðendur hafa sjaldn- ast verið læknislærðir. Það er ennþá verið að vinna úr þessum textum, og er því verki hvergi nærri lokið. Ekki er það talið sannað, að lækn- ar hafi verið látnir gangast undir Eiðinn að loknu háskólanámi, fyrr en kemur fram á 19. öld. Árið 1803 tók enskur læknir sig til, Thomas Percival, og skrifaði bók um lækna- etik og fylgdi Eiðurinn Jiar með á ensku. Þessi bók hafði þau áhrif, að upp úr miðri öldinni er það orðin hefð við flesta háskóla, að læknar eru látnir sverja við Eiðinn. Um líkt leyti settu læknafélög í ýmsum lönd- um sér Codex ethicus og var Eiður- inn hafður til fyrirmyndar. Þetta gerðist fyrst í Bandaríkjum N.-Ame- ríku árið 1857. Meðan þróunin í læknisfræði var hægfara, Jióttu hinar gömlu siðaregl- ur, ásamt landslögum, vera lækna- stéttinni næg leiðbeining í starfi, en hin öra þróun, sem hefur orðið á okkar tíma hefur gert endurskoðun á þeim nauðsynlega. Þetta gerðist á vegum Alþjóðafélags lækna í Genf árið 1948, en þar voru hinar gömlu siðareglur samræmdar kröfum tím- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.