Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 19
Hér á landi er enginn staður til þar sem kona, sem refsidóm hefur hlotið getur tekið út sinn dóm og notið þeirra réttinda, sem henni ber. Karlfangar taka út sína refsivist á Litla-Hrauni eða á Kvíabryggju og njóta, eftir því sem við verður komið, almennra mannréttinda. Ef kona er dæmd í refsivist, verð- ur að vista hana inni í Síðumúla með gæsluföngum, þar sem hún hefur t.d. hvorki tök á að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Ef um lengri refsivist er að ræða, þá hefur úrræð- ið verið það að senda kvenfanga til Norðurlanda til úttektar. A þessu verður að ráða hót. — Við ausum fé í félagsheimilabygg- ingar út um allt land, en eigum eng- an stað fyrir þær ólánskonur, sem í afbrotum lenda. Og fyrst ég er farin að tala um fangelsismál, þá má ég til með að minnast á það, að hér á landi er enginn staður til fyrir geðveiga af- brotamenn. Ef geðveikur maður brýtur af sér, er hann sendur í fang- elsi eða á hæli erlendis. Kleppsspít- ali tekur ekki slíka sjúklinga, sem ekki er heldur von, þar sem ekki er aðstaða til þess. En aumt er að vita til þess, að slíkir menn, sem á hjálp þurfa að halda, verði að vera án hennar, vegna þess að enginn staður er til fyrir þá. o 0 o í öllu því tali um jafnrétti kynj- anna, sem verið hefur upp á síð- kastið, hefur mér þótt lítið hera á því, að með því að fá sömu réttindi og karlar, verða konur að taka á sig sömu skyldur og þeir. Orðið jafn- staða nær því betur yfir þetta en orðið jafnrétti. í lögum um réttindi og skyldur hjóna sem eru frá árinu 1923 er kveðið skýrt á um jafnræði hjóna. Hj ón framfæra bæði fj ölskylduna, hvort heldur er með vinnu á heimil- inu eða utan þess. Lög þessi eru orð- in meira en 50 ára gömul, en oft hef ég undrast það í mínu starfi, hve lítt þau eru þekkt. Það er ótrúlega algengt, að konur, sem til mín leita vegna skilnaðar, segi, þegar ég spyr þær um eignir og skuldir búsins, að þær hafi ekki hugmynd um skuldirnar: „því að maðurinn minn sér um þær, og hann hefur sagt mér að vera ekki með neinar áhyggjur út af þeim“. Einnig kemur það oft fyrir, að konur segi, þegar verið er að ræða skiptin: „en þetta eru mínir pening- ar, sem ég hef unnið mér inn, ekki á ég að fara að greiða rafmagns- reikninginn með þeim — ber mann- inum ekki að sjá um heimilið“. En það er nú einmitt það, sú skylda hvílir jafnt á báðum hjónum. Eg hef oft bent á nauðsyn þess að fræða fólk um réttindi og skyldur í hjúskap, og tel ég að koma mætti í veg fyrir margskonar deilur og leið- indi síðar meir, ef hjónin þekktu þær reglur, sem um þetta gilda áður en þau ganga í hjúskap. Slík fræðsla gæti verið á ýmsan hátt, t.d. í sam- bandi við félagsmálakennslu í skól- unum, svo mætti einnig gefa út handhægan bækling, sem vígslu- menn afhentu hjónaefnum, þegar þau beiddust vígslu. Sem eitt dæmi um vanþekkingu fólks í þessum efnum vil ég nefna, að það er útbreidd skoðun, að framhjáhald annars hjóna valdi því, að það missi rétt til eignanna við skipti vegna skilnaðar, en hið rétta er, að það skiptir engu máli í sam- bandi við bússkiptin, hvort hjóna á sök á skilnaðinum. o 0 o Lagalegt jafnrétti á við karla höfum við konur haft hér á landi um langan aldur, og það er kannske helst við okkur sjálfar að sakast, að við ekki njótum jafnréttis í reynd. Reynslan hefur sýnt, að það er ekki nægilegt að veita körlum og konum sama lagalegan rétt eða að útrýma beinu misrétti. Til þess að fullkomin jafnstaða náist milli kynjanna, þá verður í rauninni að breyta allri uppbygg- ingu þjóðfélagsins, og eins og ég minntist á hér að framan, þá gerist það hvorki á einu ári né einum ára- tug. Meðan konur taka svo lítinn þátt í opinberu lífi, sem raun ber vitni, má segja að lýðræðið sé ófullkom- ið. Sumir telja það nauðsynlegt til að jafnstaða náist sem fyrst að veita konum a.m.k. til að byrja með for- réttindi í atvinnulífinu til þess að gera þeim kleift að taka þátt í fé- lagsmálum og stjórnmálum. I Svíþjóð hefur það verið þáttur í dreifbýlisstefnu, að ríkið veitir styrki og lán til nýrra fyrirtækja, sem stofnsett eru í þeim landshlut- um, þar sem lítið er um atvinnu. Nú eru þessir styrkir og lán aðeins veitt með því skilyrði, að fyrirtækið ráði til sín svipaðan fjölda kvenna og karla. í 6 af 24 lénum Svíþjóðar fer nú fram tilraunastarfsemi í þá átt að veita konum vinnu í iðnaði, sem fram að þessu hefur aðeins verið stundaður af körlum. Ég get ekki tekið allskostar undir þá skoðun að veita eigi konum ein- hver forréttindi til þess að flýta fyr- ir jafnstöðunni milli kynjanna. Ég tel, að þarna sé mest undir okkur konunum sjálfum komið. Viljum við fá fulla jafnstöðu með körlum með öllu því, sem það hefur í för með sér? Ég er ekki í vafa um, að svarið er jákvætt, og ef við vilj- um, þá getum við. Islenzkar konur geta staðið sam- an, það sýndum við best 24. októ- ber sl. Eins ættum við að geta staðið saman við að útrýma því misrétti, tímarit hjúkrunarfélags íslands 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.