Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 25
MINNING Svíþjóðar, til þess að kynna sér starf- semi berklavarnastöðva. Berklavarnastöðin Líkn í Reykja- vík var stofnuð 1919. Þar með var lagður grundvöllur að heilsuvernd- arstarfi. Oddný Guðmundsdóttir var fyrsta hjúkrunarkonan sem ráðin var til þess að gegna eingöngu berklaeftir- liti hér á landi. Það var brautryðj- andi starf, sem áreiðanlega var ekki af léttum toga spunnið, en Oddný reyndist vandanum vaxin. Auk þekk- ingar á sínu sviði, hafði hún til að hera einstakt æðruleysi, umhyggju- semi og skilning á kjörum skjólstæð- inga sinna og það stuðlaði að því, hversu vel tókst til með að ryðja veginn. Enda segir hjúkrunarkonan, sem tók við stöðunni af Oddnýju, að það hafi verið gott að vera eftirmað- ur hennar. Oddný lét af störfum hjá Líkn 1922, er hún gekk að eiga Helga Jón- asson, héraðslækni, og seinna al- þingismanni Rangæinga. Oddný gerðist stjómsöm húsfreyja á mannmörgu og umfangsmiklu heimili. Þau hjónin eignuðust fjóra syni og móðir Oddnýjar var hjá þeim í ellinni, þar til hún lézt nær níræð. Þrátt fyrir þetta lagði Oddný hjúkrunarstarfið ekki á hilluna. Með árvekni og dugnaði tók hún þátt í störfum Helga læknis. Fyrstu árin þeirra á Stórólfshvoli var starfrækt þar sjúkraskýli. Sem að líkum lætur hafði hún umsjón með hjúkrun sjúklinganna. Eftir að sjúkraskýlið var lagt niður, kom það fyrir að þau tóku sjúklinga, sem þurftu að vera undir læknis hendi heim til sín um lengri eða skemmri tíma. Ennfremur aðstoðaði Oddný mann sinn varðandi lyfjabúrið og við rannsóknir ýmis konar sýnis- horna, t. d. kom jafnan í hennar hlut að rannsaka sýnishorn, ef grunur var um berkla. Einnig annaðist hún svæfingar sjúklinga og hjálpaði til við læknisaðgerðir, þegar á þurfti að halda. Þegar komið var langt að til þess að sækja lækninn, stundum í ófærð og vondum veðrum, þótti sjálfsagt að menn og hestar fengju næringu og aðra aðhlynningu, ef ástæða var til, áður en haldið var af stað aftur. Það gilti einu hvort það var að nóttu eða degi. Oddný var manni sínum samhuga um að vera sýslungum sínum til gagns og góðs á allan hátt. Það var öryggi í því fyrir Rangæinga og það kom sér oft vel að vita af Oddnýju heima, þegar Helgi læknir var fjarverandi vegna skyldustarfa sinna. Heimili þeirra bar þess vott, að Oddný var mikil hannyrðakona og alla tíð hafði hún yndi af lestri góðra bóka. Hún var orðheppin og gat verið kímin; hafði ævinlega frá ein- hverju markverðu að segja og átti auðvelt með að koma orðum að hugsunum sínum, frásögnin varð því skýr og lifandi. Hún var vinsæl og virt hjúkrunarkona og húsmóðir; tók virkan þátt í félagsmálum í Hvol- hreppi og var heiðursfélagi í Kven- félaginu Einingu og Ungmennafélag- inu Baldri. Ennfremur var hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu. Þegar Helgi læknir lét af embætti fluttu þau til Reykjavíkur. Helgi lést árið 1960. Synir þeirra eru: Jónas, bifreiðarstjóri, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur símstöðvarstjóra, Helgi, lögfræðingur, Ilrafnkell yfirlæknir, Kvæntur Helgu Lovísu Kemp, Sig- urður, skrifstofustj., kvæntur Stefan- íu Kemp. Fyrir fáum árum var Oddný Guð- mundsdóttir sjúklingur minn, þá há- öldruð kona, farin að heilsu og kröft- um, en glöð í bragði og sátt við lög- mál lífsins, án þess að leggja árar í bát. Hún bjargaði sér sjálf eftir því sem henni var unnt og tók með þakk- læti við þeirri þjónustu, sem henni var látin í té. Síðast þegar ég sá hana með fullri rænu, gerði hún sér grein fyrir og talaði um það að komið væri að leiðarlokum. Þakklæti til allra virtist vera efst í huga hennar. Þann 1. desember 1975 fékk hún hvíldina eftir þungbæra banalegu. Hún var jörðuð 13. desember á Stór- ólfshvoli við hlið bónda síns að við- stöddu miklu fjölmenni. Hjartanlegt þakklæti flyt ég Odd- nýju og bið henni Guðs blessunar. Anna Loftsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.