Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 34
Frá heílbrigðisstjórn Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri Nám sjúkraliða - Ný reglugerð I. Inngangur Á SL. Ári lét heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið endurskoða reglugerð um nám og störf sjúkraliða frá 1971. Að þeirri endurskoðun vann þriggja manna nefnd, er skipuð var Hólmfríði Stefánsdóttur, hjúkr- unarfræðing og fyrrum hjúkrunarforstjóra Landsspítal- ans, Ingihjörgu Agnars, sjúkraliða og Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, deildarstj óra í ráðuneytinu, og var hún formaður nefndarinnar. Meginforsenda þess, að reglugerð um sjúkraliðanám var endurskoðuð, var sú, að rétt þótti að samræma menntun sjúkraliða einkum bóknám þeirra, og létta þeirri kennslu af sjúkrahúsunum. Samkvæmt eldri reglugerð var deildaskiptum sjúkrahúsum einum heim- ilt að starfrækja sjúkraliðaskóla. Til þess að stofna mætti sjúkraliðaskóla á vegum ríkisins þurfti því reglu- gerðarbreytingu. Fleiri forsendur má nefna. Sjúkraliðafélag Islands hafði látið í ljósi óánægju með ónógar kröfur um undirhúningsnám sjúkraliða, svo og ýmis önnur at- riði, er bundin voru í eldri reglugerð. Þá höfðu full- trúar frá menntamálaráðuneytinu leitað eftir því við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á sl. ári, hvort fella mætti sjúkraliðanám inn í hið nýja mennta- kerfi þannig, að það yrði hluti af námi í fjölbrautar- skóla. Deildarstjóri úr menntamálaráðuneytinu, Hörð- ur Lárusson, og Guðmundur Sveinsson, rektor hins nýja fjölbreytarskóla í Breiðholti, sátu fund með nefnd- inni og ræddu ýmis atriði um undirbúning og náms- fyrirkomulag. Hið nýja viðhorf, að verulegur hluti sjúkraliða- náms, ef ekki námið allt, yrði fellt inn í fjölbreytar- skóla, réði miklu um tillögur nefndarinnar um ein- staka þætti reglugerðarinnar. Ber þar einkum að nefna undirbúningsnám inn í Sjúkraliðaskóla íslands, kennslugreinar í þeim skóla og viðurkenning á sam- bærilegu námi, er fram færi í fj ölbrautarskóla. Nefndin skilaði drögum að reglugerð fyrir Sjúkra- liðaskóla íslands 30. sept. 1975. Þau voru samþykkt af heilbrigðismálaráðherra svo til óbreytt að öðru leyti en því, að hætt var við fyrri málsgrein 21. gr. Réði þar viðhorf ráðherra til dreifbýlisins og þekking á því, hversu erfitt er að fá þangað sérmenntað starfs- fólk. II. ReglugerS fyrir Sjúkraliðaskóla íslands I. kafli. Markmið og stjórn skólans 1. gr. Skólinn heitir Sjúkraliðaskóli íslands og starfar undir stjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins. 2. gr. Hlutverk skólans er að kenna fólki hjúkrunarstörf, er það síðan vinnur undir stjórn hjúkrunarfræðinga. 3. gr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar stjórn skólans þannig: Einn fulltrúa tilnefndan af Sjúkraliðafélagi Islands, einn tilnefndan af Hjúkrunarfélagi íslands, tvo án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður skóla- stjórnar og einn samkvæmt tillögu nemenda. Stjórnin skal skipuð til þriggja ára, nema fulltrúi nemenda, sem skipaður er árlega. Skólastjóri hefur tillögurétt á fundum skólastj órnar. 4. gr. Stjórn skólans ræður skólastjóra og skal hann vera hjúkrunarfræðingur. Æskilegt er, að hann hafi lokið námi í kennslufræði og stjórnun. Skólastjóri stjórnar daglegri starfsemi skólans og hefur umsjón með lienni. Skólastjóri ræður kennara að skólanum í samráði við skólastjórn. 28 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.