Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 36
sanni viðkomandi að hann hafi menntun, sem sé sam- bærileg við próf úr viðurkenndum sjúkraliðaskóla skv. 15. gr. Sjúkraliði hefur rétt til þess að vinna hjúkrunar- störf í samræmi við 17. gr. reglugerðar þessarar. Hon- um er því óheimilt að stunda sjálfstæð hjúkrunarstörf. 17. gr. Sjúkraliðar skulu starfa undir stjórn hjúkrunarfræð- ings. Störf sjúkraliða: Umhúnaður. Umbúnaður og skipting á mikið veikum sjúklingum með hjúkrunarfræðingi. Sjúklingum þvegið um andlit og hendur. Hárhirðing. munnhirðing, neðanþvottur, fótahirðing. Sjúklingar baðaðir í baðkari og í rúmi, og sé um mikið veikan sjúkling að ræða þá með hjúkrunarfræðingi. Hitamæling. Púlstalning. Blóðþrýstingsmæling. Varnir gegn legusárum. Fylgst með líðan sjúklinga. Sjúklingum hjálpað á fætur og hagrætt í stól. Kalli sjúklinga svarað og flutt skilaboð. Gefin og tekin bekja. Tekin og merkt sýnishorn af þvagi og saur. Gegin stólpípa. Framleiðsla matar. Sjúklingum hagrætt fyrir og eft- tir máltíðir. Þeir sjúklingar mataðir, sem ekki geta borðað sjálfir. Búið um lík. Umbúðir gerðar. Tekið við blómum og öðru til sjúklinga og gestum þeirra leiðbeint. Notkun ýmissa hjálpargagna og hirðing á þeim. Hirðing á sj úkrastofum, skolherhergjum og líni. Hreinsun ýmissa hjúkrunargagna. Hirðing á blóm- um sjúklinga, blómavögnum og blómaskolum. Sjúkraliðar mega ekki taka til eða gefa lyf í sjúkra- húsum. III. kafli. 18. gr. Skólanum skal heimilt að hafa námskeið fyrir sjúkra- liða. 19. gr. Kostnaður við rekstur Sjúkraliðaskóla Islands skal greiddur úr ríkissjóði. 20. gr. Námskeið þau, sem í gangi eru á sjúkrahúsum, við gildistöku þessarar reglugerðar, skulu fram ganga skv. fyrri reglum. 21. gr. A þeim stöðum, þar sem ekki reyndist unnt að fá hjúkrunarfræðing til starfa, má ráða sjúkraliða til hjúkrunarstarfa um skemmri tíma og skal hann þá starfa undir stjórn læknis. Leita skal samþykkis ráðu- neytisins hverju sinni. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. hjúkrunarlaga nr. 8/1974, öðlast þegar gildi. Jafn- framt fellur úr gildi reglugerð nr. 254 frá 29. nóvem- ber 1971. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið 18. desember 1975. Matthías Bjarnason/ Páll Sigurðsson. III. Skýringar við nokkrar greinar reglu- gerðarinnar Um 1. gr. og 11. gr. Sjúkraliðaskóli íslands hefur með höndum nám sjúkraliða. Námið var áður allt á vegum deildaskiptra sjúkrahúsa undir stjórn hjúkrunarforstjóra þeirra. Nú verður bóknám í skólanum, en verknám eftir sem áður í sjúkrahúsum, skipulagt af skólanum í samráði við hjúkrunarforstjórana. Um 5. gr. Inntökuskilyrðum var verulega breytt frá eldri reglu- gerð (1971). Þar var gerð krafa um lokapróf skyldu- námsins eða 8 ára skólagöngu. Það þótti ýmsum þegar of lítið undirbúningsnám, en ákvörðun réð sú stað- reynd, að allmargar áhugasamar konur, sem vegna bú- setu eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, áttu ekki kost á gagnfræðanámi, hefðu þá orðið frá að hverfa. Inntökuskilyrði nú eru bundin 10 ára skólagöngu, — prófi úr 1. bekk fjölbrautaskóla, — eða hliðstæðu námi. Þótt tekið sé fram um próf úr 5. bekk gagn- fræðaskóla er það aðeins tímabunið vegna breytinga á skólakerfinu. Nánari skýringar um undirbúningsnám koma fram, er fjallað verður um 8. gr. Þá er skólanum heimilt að hafa inntökupróf. Um 7. gr. Námstími er 1 ár sem fyrr. Rétt þykir, að skólinn velji námsfyrirkomulag. Þar þarf að taka tillit til verknámsaðstöðu í sjúkrahúsum og fjölda nemenda í verknámi hverju sinni. Um 8. gr. Nokkrar þeirra námsgreina, er áður voru kenndar í sjúkraliðaskóla, verða nú kenndar í fjölbrautarskóla. 30 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.