Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 37
Það eru líffæra- og lífeðlisfræði, heilsufræði og sálar- fræði. Aðrar greinar verður lögð meiri áhersla á, sér- staklega hjúkrunarfræði. Undir þá námsgrein fellur nú heilsuvernd og sérfæði. Bóknám, sem áður var um 208 kennslustundir auk prófa, verður nú um 300 stundir að prófum meðtöld- um. Um 12. gr. Nemendur fá ekki laun á meðan þeir eru við bók- nám. I verknámi fá þeir laun frá viðkomandi stofnun svo og starfsklæðnað. Um 14., 15. og 16. gr. Ráðherra veitir löggildingu og réttindi til starfa. Ef í fjölbrautarskóla er hliðstæð námsbraut og í Sjúkra- liðaskóla Islands, að dómi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, getur ráðuneytið veitt þeim, er það- an hafa lokið prófi, starfsleyfi og réttindi. Um 17. gr. Starfssvið sjúkraliða er svo til óbreytt frá því, sem áður var. Orðalagsbreyting var þó gerð í greinum um umhúnað og bað og fellt niður orðið aðstoð við framreiðslu matar og umbúnað líks, enda gert ráð fyr- ir stjórn hjúkrunarfræing og mati hverju sinni. Um 21. gr. Um þessa grein var rætt í formála. IV. Sjúkraliðaskóli íslands Skólinn hóf göngu sína 17. október 1975. Til undir- búningsstarfs og stjórnunar var Hólmfríður Stefáns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, ráðin, og auk hennar 2 hjúkrunarkennarar. Skólinn er til húsa að Suður- landsbraut 6. Fyrstu nemendurnir 60 talsins, hafa lok- ið bóknámi og eru við verknám í sjúkrastofnunum. Annar hópur hóf nám í byrjun desember. Það eru nemendur frá Röntgentæknaskóla íslands, sem eru fyrstu 6 mánuðina af námstíma sínum við sjúkraliða- nám. Þeir eru aðeins 11 og með þeim voru því teknir 7 nemendur til viðbótar í sjúkraliðanám. Þá mun skól- inn taka við 60 nýjum nemendum í marsbyrjun. Allir þessir nemendur hljóta nám samkvæmt námsskrá eldri reglugerðar. V. Sjúkraliðar í vor verða liðin 10 ár frá því að fyrstu sjúkralið- arnir voru brautskráðir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þeir voru 14 talsins og fengu prófskírteini sín 26. maí 1966. Stuttu síðar brautskráði Klepps- spítalinn 11 sjúkraliða og Landakotsspítali 11. A þessum tæpum 10 árum hafa 772 sjúkraliðar fengið starfsréttindi hér á landi, þar af eru 14, sem stundað hafa nám erlendis. Við nám eru nú: 1 Sjúkraliðaskóla íslands 63 nemendur I Borgarspítalanum 24 — I Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25 — í Landakotsspítalanum 16 — I Landspítalanum 23 — Alls munu því Ijúka námi um 151 sjúkraliði á þessu ári. Rekstur sjúkrahúsa Framh. aj bls. 20 8 ríkisspítalar, meðtalið 1 fávitahæli í Kópavogi. 6 stofnanir Borgarsjúkrah. Reykjavíkur. 23 sjúkrahús, þar af 7 sjúkraskýli og 2 hjúkrunar- heimili starfrækt af sveita- og bæjarfélögum. Sjálfseignarstofnanir og einkastofnanir eru samtals 12, að viðbættum 4 hælum fyrir fávita = 16. Auk þess koma svo elliheimili í landinu, sem eru 15 talsins, en þar munar mestu um starfsemi Grundar, Ass og Hrafnistu, en þessar stofnanir hafa samtals 990 vist- pláss, þar af stóran hluta fyrir lasburða og sjúkt fólk. Þessi fundur í dag getur haft talsvert að segja um framgang mála. Fyrst og fremst er mikilsvert að hér erum við allmörg, sem að þessum málum störfum og höfum því talsverða reynslu og getum efalaust lagt ým- islegt gagnlegt til málanna. Hér eru einnig nokkrir helstu ráðamenn þjóðarinnar, sem þessum málum stjórna. Er því vonandi að við berum gæfu til að ræða málin af einlægni og skilningi. Skoðanir okkar eru efalítið skiptar um einkarekstur og opinberan rekstur - bæja, sveita og ríkis - en eitt er okkur öllum sameiginlegt, við störfum að mikilsverðum málum fyrir þjóð okkar. Við verðum að freista þess að samvinnan sé sem mest og best, þá mun meiri árangur nást. Við eigum nú við meiri erfiðleika að stríða, en oftast áður - fjárhagsvandræði víðast hvar, en það er satt þegar sagt er: Erfiðleikar eru til þess að yfirstíga - vinna bug á þeim. Að lokum þakkaði Gísli Sigurbjörnsson forráða- mönnum félags forstöðumanna fyrir framtak þeirra að stofna til þessa fundar. □ tímarit hjúkrunarfélags íslands 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.