Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 38
Sjónarmíð Þátturinn „Sjónarmið“ hefur göngu sína í þessu blaði. Tíma- ritið vonast til að sem flestir les- endur sendi þættinum línur og láti sjónarmið sín í Ijósi. LÍfið sjálft felur í sér, að við eigum að læra eins lengi og við lifum viS sæmilega heilsu. Sá er ekki hagnýtir sér lærdóm reynslunnar ár frá ári eftir því sem lífsþroskinn leyfir og er ekki ásáttur viS að hagnýta sér góðar hugmyndir annarra samstarfs- manna, hvaða verk sem þeir vinna, þá leikur mér grunur á, að skólanám þoki þar litlu um verulegan lífsvís- dóm. Gegnum reynslu áranna hefur hug- takið myndast, að reynslan sé námi ríkari. LifiS tekur sér aldrei frí, það staðnar aldrei. En við, hæstþróaðasta sköpunar- verk náttúrunnar berjumst að minnstakosti háværast fyrir veraldar gæðum, þó einstaklingsþörfin verði aldrei mettuð. ViS hrópum eftir hærri launum, styttri starfstíma og jafnvel verkfallsréttindum. Þar að auki er heiðursnafnið hjúkrunar- kona í hættu. Líklega má aðeins um stundarsakir nota það, þó helst inn- an sviga. Nú þarf hvert verk ef vel að meta, að enda á stjóri eða fræðingur. Öll sjáum við lífið gegnum okkar eigin glugga, er að stærð samsvarar innri víðsýni okkar og öðrum einka eigin- leikum. Mér finnst kröfurnar gagnvart ein- staklingnum hljóta að vaxa með hækkandi nafnbótum, sú skoðun virðist fara halloka og margur hefur drukknað undir stóru nafni. Alls staSar í lífinu eru andstæður að verki. Ljós, myrkur, gleði, sorg, vor, haust, líf og dauði. I okkur sjálfum ríkja sömu andstæðurnar. Eigum við ekki til skilningsauka, að tegunda okkur sjálf undir plús og mínus. ÞaS eru mannleg takmörk, að telja sjálfum sér til plús þar sem aðrir sjá mínus. ViS skulum ekki láta það fá á okkur. Hver þarf aS ganga sína leið og komi hann sjálfur auga á ágalla sína er honum einum fært að lagfæra þá. ViS erum öll meira eða minna eigingjörn og óskum að lifa í takti við tilfinningar er bærast í eigin brjósti. En því víðfeðmara sem kærleiks- þörf okkar spannar, þeim mun fleiri plúsa ljáum við lífinu. AS ala með sér öfundsýki, óvilja og hatur er að næra mínusinn, sem með okkur býr, ekkert síður en plús- inn. Hver og einn finnur sínar þroska- leiðir, aSalatriðið er, aS við vöxum sem menn og stefnum að takmark- inu, friður, þróun og jafnrétti á móð- ur jörð. Lilja Bjarnadóttir Nissen. 32 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.