Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 39
Um notkun sýklalyfja Ritstjóm tímaritsins komst á snoðir um að lyfjanefnd Landspítalans lét vorið 1974 frá sér fara leiðbeiningar um notkun sýklalyfja og fékk leyfi til að birta þær lítillega styttar. Að þessu unnu: Kristín Jónsdóttir læknir, Snorri Ólafsson læknir og Einar Benediktsson lyfjafræðingur. GAGNSEMI SÝKLALYFJA VELTUR Á ÞVÍ HVERNIG VIÐ NOTUM ÞAU NÚ OG FRAMVEGIS A. Markmiö Val á sýklalyfi er klinisk ákvörðun. Ræktun á sýkli og næmispróf er hjálpargagn, oft nauðsynlegt til réttr- ar meðferðar en getur verið villandi (t. d. ef sýni er skakkt tekið). Markmið með vali sýklalyfs er að rétt lyf berist á sýkta staðinn í nógu miklu magni til að vinna á sýklin- um en skaði sjúklinginn sem minnst. Til að koma þessu heim og saman þarf að vita: 1. Hvaða sýkil er um að ræða. 2. Hvaða lyf vinna á honum. 3. Hvernig þau lyf dreifast um mismunandi vefi líkam- ans og þar með hvert þeirra komist best að sýkta staðnum og hvaða aukaverkunum megi búast við. Athuga ber að miklu hærra magn sýklalyfja þarf í blóði til að vinna á sýkingu þar sem blóðrás er lítil, s. s. í sklerotisu beini eða í hjartaloku, þakinni fibrin- skánum, en þar sem gegnflæði blóðs er greitt s. s. í nýrum. B. Sýnatökur Taka skal sýni til ræktunar áður en meðferð hefst, sé þess kostur, annars geta á ræktunarbeiðni þess lyfs eða lyfja sem sjúklingur hefur fengið nýlega. Minnast ber að lyfjagjöf áður en sýni er tekið getur hindrað vöxt sýkils úr sýni. Sé um langvinna sýkingu að ræða með langvarandi lyfjagjöf er æskilegt að taka sjúkling af lyfjum meðan verið er að reyna að rækta frá honum. C. Upphafsmeðferð Meðferð á bráðum sýkingum skal yfirleitt hefja strax að sýnistöku lokinni. Eru lyf þá valin eftir líkum og síðar breytt um í samræmi við næmispróf ef þurfa þykir. Næmi sumra sýklategunda er vitað og því óþarfi að bíða næmsiprófs ef þær greinast: SýkíU: Streptokokkus hemolyticus (Beta hemolysis, Gr. A) Pneumokokkus N. meningitidis N. gonorrhoae Clostridiae Hemophilus influenzae Nœmur jyrir: Penicillini, Erythromycini Penicillini, Erythromycini Penicillini, Sulfa, Chloramphenicoli Penicillini, Erythromy- cini, Tetracyclini Penicillini, Tetracyclini Ampicillini, Tetracyclini D. Leiðir til sýklalyfjagjafar Sýklalyf er hægt að gefa á 8 mismunandi vegu: 1. I meltingarveg. 2. Undir húð. 3. í vöðva. 4. í æð. 5. I öndunarveg. 6. I holrúm líkamans (pleuralhol, peritonealhol, heila- og mænuhol, liðhol, abscesshol, þvagblöðru). 7. Utvortis (húðáburðir, nasasmyrsl, augsáburðir, eyrnadropar, skeiðarstílar). 8. Uðalyf til innöndunar. Ymislegt ber að athuga við gjöf á sýklalyfjum. Sé lyfið gefið í meltingarveg verður yfirleitt miklu hærra tímarit hjúkrunarfélags íslands 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.