Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 44
Félagsgjöld Félagsgjöld í HFI eru nú, samkv. samþ. affalfundar frá 1974 15% aí 18. lfl. 3. þrep. Samkvæmt því hefðu félagsgjöld 1976 orðið kr. 10.500 fyrir hjúkrunarfræð- inga í fullu og starfi (voru kr. 8.000 1975). A stjórnarfundi 3. nóv. 1975 var sam- þykkt, með tiliiti til fjárhags félagsins, að innheimta félagsgjöld óbreytt á fyrri hluta ársins 1976. Fulltrúafundur tekur ákv. um félagsgjöld og mun tillaga um lækkun prósenttölunnar verða lögð fyrir fundinn. Félagsfundur HFÍ hélt félagsfund í Domus Medica 20. janúar s.l. kl. 20.30. Fundarefni: Menntunarmál hjúkrunar- fræðinga. Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFI, setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna og lét í Ijós ánægju sfna yfir því hversu góð fundarsókn væri, þrátt fyrir mikla snjókomu og ófærð. Formaður tilnefndi Þuríði Backman fundarstjóra og Sigríði Einvarðsdóttur og Unni Rósu Viggósdóttur, fundarritara. Ingibjörg Helgadóttir og Nanna Jónas- dóttir fjölluðu því næst um menntunar- mál hjúkrunarfræðinga og þá afstöðu sem stjórn HFI hefur tekið, og Sigurveig Sig- urðardóttir talaði um mikilvægi samstöðu félagsmanna í jafn veigamiklu máli. Formaður skýrði m. a. frá því, að núver- andi stjórn HFI hafi komist að þeirri nið- urstöðu að hún treysti sér ekki til að styðja tillögu fyrrverandi stjórnar HFÍ varðandi hjúkrunarnám (2. tölublað 1974). Tillaga þessi var send nefnd þeirri, er starfar á vegum menntamálaráðuneytisins og endurskoða á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám. Frá nefndinni var skýrt í „Fréttabréfi I mars 1974“. Þær breytingar hafa orðið í nefndinni að Elín Eggerz Stefánsson baðst lausnar sem fulltrúi félagsins vegna skoðanamunar við stjórn HFÍ, og Sigurhelga Pálsdóttir, yfir- kennari baðst lausnar sem starfsmaður og ritari nefndarinnar, vegna anna í HSL Við störfum starfsmanns og ritara tók Elín Eggerz Stefánsson. Stjórn HFÍ tilnefndi þá formann félags- ins, Ingibjörgu Helgadóttur í stað Elínar. Markmið þessa fundar var að kynna af- stöðu stjórnar HFÍ til endurskoðunar á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám og leita álits félagsmanna með það fyrir aug- um að leggja það síðan fram í nefndinni. Afstaða stjórnarinnar var í meginatriðum á þessa leið: 38 1. Við endurskoðun á lögum Hjúkrunar- skóla Islands er nauðsynlegt að vinna að samræmingu á námi skólans og hjúkrunarnámi Háskóla Islands, þannig að stefnt sé að því að grunnmenntun í hjúkrun verði öll á sama stigi í fram- tíðinni. 2. Inntökuskilyrði í HSt verði stúdents- próf eða sambærilegt próf (gera þyrfti ráff fyrir 2ja-3ja ára aðlögunartíma). 3. Nýi hjúkrunarskólinn annist framhalds- menntun í sérgreinum hjúkrunar. 4. Nemendur þiggi ekki laun á námstím- anum (eigi aðgang að lánasjóðum námsmanna). 5. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi ,að loknu hjúkrunarnámi, kost á menntun í kennslu, stjórnun og rann- sóknum á hjúkrunarsviði og að sú menntun verði innan H.í. Hér yrði að gera ráð fyrir því að hjúkrunarnáms- brautinni í H.í. verði breytt frá núver- andi mynd þannig að hún annist ein- göngu menntun fyrir hjúkrunarfræð- inga. 6. Kennslukraftur: Hjúkrunarfræðingar er þegar hafa öðl- ast kennararéttindi annast kennslu í grunn- og sérnámi með aðstoð annarra hjúkrunarfræðinga. Kennslu í H.í. ann- ist þeir hjúkrunarfræðingar er þegar hafa lokið framhaldsmenntun í kennslu og stjórnun ásamt kennurum H.í. og í byrjun verði fengnir kennarar erlendis frá eftir því sem þörf krefur. Stjórnin telur að með þessu verði tryggt að þeir hjúkrunarfræðingar, sem Ijúka munu framhalds- og/eða æðri menntun, til viðbótar við þá grunnmenntun sem er sameiginleg allri hjúkrunarstéttinni, verði í þeirri aðstöðu að geta metið þarfir allrar stéttarinnar og þá þjónustu sem hún lætur í té. Um 30 manns tjáðu sig um málið, ýmist með eða á móti. Greinilegt var þó að til- lögur stjórnarinnar áttu yfirgnæfandi fylgi að fagna. I umræðunum kom m. a. fram að stjóm Reykjavíkurdeildar HFÍ hafði einnig end- urskoðað afstöðu sína gagnvart stuðnings- yfirlýsingu við tillögu stjórnar HFÍ (2. tölubl. 1974). Fundinn sóttu 170 manns og honum lauk kl. 0.30. /. Á. Þakkir Stjórn og ritstjórn HFÍ ásamt deild heilsu- verndarhjúkrunarkvenna, þakka ég fögur blóm mér send sjötugri. Ennfremur þakka ég vinum og samherj- um annars konar kærleiksvott og biff ykkur öllum blessunar. Margrét Jóhannesdóttir. Rit send skrifstofu HFl árið 1975 Frá Dansk Sygeplejerád: Administration af sygeplejen. Anatomi og Fysiologi, 1. hefti. „Sygepleje i forbindelse med ileo- og colostomiopererede patienter" Anatomi og Fysiologi, 2. hefti. Samfundsmedicin. Geriatrisk medicin og langtidsmedicin. „En undersögelse vedrörende sygepleje - Sygeplejerskens rette forskningsomráde". Frá Svensk sjuksköterskeförening: Rapport om utredning angáende sjuks- köterskors/assistenters medverkan i per- sonalanskaffning under kvallstid samt veckoslut och helger. Behörighet för innehav av sjuksköterske- tjánster. Kopplade avdelningar. Redovisning av SHSTF :s hefattnings- nomenklaturgruppers arbete fram till oktober 1974 - delrapport II. Lákemedels-rákning. Frá Finlands sjuksköterskeförbund: Hálsovárdsutbildningskommitténs betánk- ande. (Forkortning). Frá Esselte Studium, Svíþjóð: „Integration och helhet i sjukvárdsut- bildningen". „Attityder till sjukvárdsarbete och sjuk- várdsstudier". „Aldrande och áldringsvárd. Biologiska, psykologiska och sociala aspekter". Frá Torbjörn Lundman AB, Svíþjóð: „Akutvárd vid hjártinfarkt". Frá Idunn Heldal Haugen, Det kongelige sosialdepartm ent: NOU 1973: 12 Organisasjonsmönster for sykepleietjenesten pá postplan. NOU 1974: 32 Intern opplæring i helse- sektoren. NOU 1975: 35 Funksjons- og ansvarsom- ráde for avdelingssykepleiere og kontor- assistenter. NOU 1975: 48 Bemanning og personell- normering ved kirurgiske og medisinske sykeposter. Frá Norsk Sykepleierforbund: Grunnleggende sykepleie I. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.