Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 6
Landssambandið gegn áfengisbölinu: Vigdís Magnúsdóttir, Steinunn Olafsdóttir. Minningarsjóður Guðrúnar Gísladóttur Björns: Hulda Jónsdóttir, Lilja Harðardóttir, Ida Einarsdóttir. Bandalag kvenna: Ingibjörg Helgadóttir, Asta Björnsdóttir, María Pétursdóttir. Varamenn: Ragnhildur Jóhannsdóttir, Gerða Ásrún Jónsdóttir. Munaðarnesnefnd: Maríanna Haraldsdóttir, Anna Vigdís Jónsdóttir, Gyða Halldórsdóttir, Ásgerður Tryggvadóttir, Bergljót Haraldsdóttir, Maríanna Haraldsdóttir er einnig fulltrúi HFÍ í fulltrúaráði orlofs- heimila BSRB. Endurskoðendur: Bergljót IJaraldsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir. Skemmtinefnd: Nefndin hafði óskað eftir að vera leyst frá störfum og aðrir ekki verið tilnefndir. Á fundinum bauð Áslaug Björnsdóttir sig fram og var því á- kaft fagnað. Henni var falið að velja sér samstarfsmenn. Kjaramálanefnd: Sigurveig Sigurðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Ruríður Backman, Áslaug Björnsdótlir, Vígdögg Björgvinsdóttir, Kristín Óladóttir, Margrét Gústafsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Sólveig Granz. SAMÞYKKTIR Tillaga um lagabreytingu Reykjavíkurdeild HFl lagði fram tillögu um kosningu launanefndar og kjararáðs. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi tillaga Ingibjargar Helgadóttur, ásamt viðbótartillögu Sigurveigar Sigurðardóttur sam- þykkt: Kjaramálanefnd skal vera starf- andi innan HFÍ. Skal hún skipuð 9 félagsmönnum og skulu 3 þeirra mynda kjararáð. Kjararáð fer með samninga um kaup og kjör f. h. fé- lagsins. Fulltrúar í Kjaramálanefnd skulu kosnir beinni kosningu á fulltrúa- fundi, þannig að aldrei gangi úr henni fleiri en 5 fulltrúar samtímis. Þeir sem flest atkvæði fá eru fulltrú- ar Kjararáðs. Kjörtimabil er 4 ár. Endurkosning er heimil. Svæðisdeild- ir skulu senda tilnefningar um full- trúa í nefndina til stjórnar HFÍ 6 vikum fyrir fulltrúafund félagsins. Kjaramálanefnd starfar eftir sömu reglum og aðrar nefndir á vegum fé- lagsins. Samþykkt tillögunnar hefur í för með sér breytingar á lögum félags- ins. Verður þetta 9. grein og aðrar greinar færast aftur sem því nemur. Eftirfarandi tillögur frá stjórn HFI voru samþykktar: Fulltrúafundur HFÍ, 2. apríl 1976, felur stjórn félagsins að ákvarða og annast greiðslur til einstaklinga og/ eða nefnda, sem taka að sér verkefni fyrir félagið. Stjórninni ber í þessu efni að taka mið af fjárhag félagsins og því verkefni, sem unnið er hverju sinni. Fulltrúafundur HFÍ, 2. apríl 1976, samþykkir að vextir af sparisjóðsbók félagsins nr. 34406 í Búnaðarbanka íslands kr. 252.979,00 og vextir af ávísanabók nr. 6961-3 í sama banka kr. 8.101,00, samtals kr. 261.080,00, verði lagðir í Minningarsj óð Hans Adolfs Hjartarsonar - náms og ferða- sjóð HFÍ. Fulltrúafundur HFÍ, 2. apríl 1976, leggur til að stofnuð verði nefnd innan félagsins til að annast undir- búning og útgáfu á nýju Hjúkrunar- fræðingatali. Stefnt verði að því að bókin komi út á 60 ára afmæli fé- lagsins árið 1979. Árgjald til HFÍ skal vera 12% af nóvemberlaunum ári fyrirfram, mið- að við launaflokk hjúkrunarfræðings eftir 3ja ára starf. Hjúkrunarfræðingar í fullu og hálfu starfi greiði fullt gjald. — í afl. og minna en hálfu starfi greiði % af fullu gjaldi. — ekki starfandi greiði % af árgjaldi. — við framhaldsnám greiði ekki ár- gjald. — yfir 60 ára og ekki starfandi svo og hjúkrunarnemar gr. kr. 800,00. — búsettir erlendis greiði kr. 1.200,- Tölurnar séu hækkaðar og lækk- aðar, þannig að þær hlaupi á hundr- aði. Tillögur frá Reykjavíkurdeild HFI: Vegna skorts á hjúkrunarkennur- um sem og hjúkrunarfræðingum með aðra framhaldsmenntun, fer Reykja- víkurdeild HFÍ þess á leit við stjórn HFI að stofnaður verði sjóður til styrktar félagsmönnum, sem fara í framhaldsnám. Lagt er til að tekjur sjóðsins verði 1% af brúttólaunum starfsmanns er launagreiðandi greiði. Benda má á að núverandi styrkir til framhaldsmenntunar eru lítilfjör- legir og að auki bundnir óraunhæf- um kvöðum. Tillögunni var vísað til kjaramála- nefndar HFl til athugunar við næstu kjarasamninga. 44 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.