Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 18
Um geðhjúkrunarnám Terje Johnsen hjúkrunarkennari Hjúkrunarkennarinn Terje John- sen kom í októberbyrjun s.l. ár til starfa við Nýja hjúkrunarskólann til þess að geta verið með í skipulagn- ingu geðhjúkrunarnámsins frá byrj- un. Geðhjúkrunarnámið er 15 mánaða bóklegt og verklegt sérnám fyrir hjúkrunarfræðinga. Það hófst 1. okt. 1975 og nemendur eru 22 að tölu. Terje Johnsen er brautskráður hjúkrunarfræðingur frá Statens Sykepleieskole í Oslo og er sérmennt- aður: a. I svæfingahj úkrun frá Rikshospi- talets svæfingardeild. b. I geðhjúkrun frá Statens spesial- skole í psykiatrisk sykepleie, Bygdpy. c. Hjúkrunarkennari frá Norges Sykepleierhöjskole, Oslo. Idann hefur starfað sem kennari við Statens spesialskole í psykiatrisk sykepleie, Bygdpy og við hjúkrunar- skóla Rauða krossins í Drammen. Tímarit HFI lagði nokkrar spurn- ingar fyrir Terje í desember s.l.. Fara svör hans hér á eftir í lauslegri þýð- ingu A. Þ. og M. P. Þakkar blaðið viðkomandi aðilum ágæta aðstoð. Hvert var erindi þitt til Islands? Eg kom hingað á vegum Mennta- málaráðuneytisins og nýja hjúkrun- arskólans. Þórunni Pálsdóttur, hjúkr- unarforstjóra var falið að reyna að fá Marie Lysnes, rektor eða einhvern annan ráðgjafa til að koma til Is- lands og hjálpa til við að skipuleggja geðhjúkrunarnámið, en hún fór þess á leit við mig að ég færi í hennar stað, þar sem hún átti ekki heiman- gengt. 1 hverju hefur starf þitt við skól- ann verið fólgið? Fyrst og fremst ráðgefandi. Eg hef átt þess kost að kynnast stofnunum og deildum þar sem verklegt nám og starfsreynsla verður fengin, og haft samráð daglega við Þóru Arnfinns- dóttur, námsstjórann og Maríu Pét- ursdóttur, skólastjóra um tilhögun verklegrar kennslu og leiðbeiningar á verklegu tímabili. Kennslu í geðhjúkrunarfræði hef ég annast á þessu 10 vikna bóklega námskeiði. Hvert er álit þitt á þessu sérnámi við nýja hjákrunarskólann? I heild kom námsskráin kunnug- lega fyrir sjónir, þar sem þeir ís- lensku geðhjúkrunarfræðingar er sömdu námsskrána hafa sjálfir lært geðhjúkrun í Noregi. Mér finnst það vera kostur að hér er um að ræða 15 mánaða sérnám. Þar til s.l. ár hefur aðeins verið um eins árs geðhjúkr- unarnám að ræða í Noregi og hefur nú skipan mála varað í 20 ár. Fram að árinu 1954 voru mjög fáir hjúkrunarfræðingar starfandi á geðsjúkrahúsum. Breyting varð þó á þegar farið var að sérmennta geð- hjúkrunarfræðinga, en ennþá fer því fjarri að við getum vel við unað. Margir geðhjúkrunarfræðingar starfa nú á geðverndarstöðvum og göngudeildum, en því miður eru enn of fáir starfandi á geðsjúkrahúsum, sem samt sem áður þarfnast kunn- áttumanna mest. Á hvern hátt telur þú að þessi skóli geti best orðið að liði? Eg tel að þörfin fyrir sér- eða framhaldsnám í hjúkrunarfræði sé mikil. Hjúkrunarfræðingar þurfa að viðhalda og bæta þekkingu sína, vegna framfara og nýjunga í hjúkr- unarstarfinu og sérgreiningar í lækn- isfræði. Til þess að geta veitt sjúk- lingum þá hjúkrun er þeir þarfnast, þurfum við góða kunnáttu og þá einnig tækifæri til að nota þá kunn- áttu. Eins og fyrr segir, er geðhjúkrun- arnáminu skipt í bókleg og verkleg námskeið. Á verklega tímabilinu fá nemendur faglega handleiðslu, en í geðhjúkrun eru sjúklingarnir bestu kennararnir. Ég er sannfærður um að skólinn verður lyftistöng fyrir hjúkr- un hér á landi eins og verið hefur í Noregi. Hvað finnst þér um sérgreiningu í hjúkrunarfrœði? I Noregi hafa þrjár hjúkrunarsér- fræðigreinar hlotið viðurkenningu: Geðhjúkrun, ljósmóðurfræði og heilsuverndarnám. Bæði geðhjúkrunarnámið og ljós- móðurfræðin eru nú 2 ára nám. Um- sækjendur verða að hafa fengið starfsreynslu að loknu kjarnanámi til að fá inngöngu. En umfram allt megum við til með að gera okkur grein fyrir því sem er 56 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.