Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 21
Menntun hjúkrunarfræðings María Finnsdóttir Tímarit HFÍ fór þess á leit við Maríu Finnsdóttur, er kennir við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, að hún fjallaði lítillega um menntunarmál hjúkrunarfræðinga og möguleika á framhalds- námi — Til gamans má geta þess að María lauk BA prófi í sálarfræði s.l. haust. Menntunarmál hjúkrunarstéttarinn- ar hafa verið í sviðsljósinu að und- anförnu. Með tilkomu námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Is- lands hafa hjúkrunarfræðingar velt fyrir sér hvaða möguleikar opnuðusl jreim þar til áframhaldandi náms. A síðastliðnu ári bar Þórarinn Þórarinsson alþingism. fram fyrir- spurn á Alþingi þar að lútandi. Fyr- irspurnin er á þessa leið: „Hvenær má vænta ráðstafana til að tryggja hjúkrunarfræðingum rétt til fram- haldsnáms við Háskóla Islands í hj úkrunarfræði ? “1 Eg vil leyfa mér að taka hér upp orðrétt hluta af svari Vilhjálms Hj álmarssonar menntamálaráðherra. „Samkvæmt drögum að reglugerð, sem samin hefur verið fyrir náms- hraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands er kennsluhlutverk náms- brautarinnar tvíþætt. I fyrsta lagi að annast kennslu í hjúkrunarfræði til B.S. prófs og í öðru lagi að annast framhaldsnám í hjúkrunarfræði fyr- ir þá, sem lokið hafa prófi frá við- urkenndum hjúkrunarskóla. 1 reglu- gerðardrögunum er gert ráð fyrir að framhaldsnám joetta fari fram í nám- skeiðum, en verði minnst eitt ár og skiptist á almennar undirstöðugrein- ar og eina sérgrein. Reglugerð hefur ennþá ekki verið staðfest fyrir náms- brautina, en fyrrgreind reglugerðar- drög eru nú til meðferðar hjá Há- skólanum."1 Til þess að hægt sé að skipuleggja framhaldsnám innan og í tengslum við námsbrautina þarf tveim skil- yrðum að vera fullnægt: 1. Að reglugerð námsbrautarinnar hafi verið samþykkt. 2. Að námshrautin hafi starfað í fjögur ár, svo námsefni hennar liggi ljóst fyrir. Þegar þessum skilyrðum er full- nægt má teljast sjálfsagt að hafist verði handa um skipulagningu fram- haldsnáms fyrir þá hjúkrunarfræð- inga sem nú eru starfandi. Séu þeim gefnir tveir valkostir: 1. Hjúkrunarfræðingar, sem auk þess að hafa lokið námi frá við- urkenndum hjúkrunarskóla, og uppfylla kröfur Háskóla íslands um aðfaranám, eigi kost á við- bótarnámi er leiði til B.S. prófs. 2. Aðrir hjúkrunarfræðingar eigi kost á framhaldsnámi í tengslum við Háskóla íslands, án þess að þurfa að bæta við sig undirbún- ingsmenntun. Þegar þessu marki er náð er lími til kominn að fara að huga að fram- haldsnámi fyrir þá hjúkrunarfræð- inga sem lokið hafa B.S. prófi. Er þar um að ræða meistarapróf í hjúkr- unarfræði. Það nám stendur nú opið hjúkrunarfræðingum í Englandi og Bandaríkjunum. I hverri starfsstétt eru alltaf ein- staklingar, sem hafa misjafnlega mikla menntun. Ákveðnar kröfur eru gerðar til grunnmenntunar. Síðan byggir hver einstaklingur ofan á þann grunn samkvæmt eigin áhuga- sviði. I dag eru tvenns konar kröfur gerðar til grunnmenntunar í hjúkr- unarfræði hér á landi. 1. Kröfur til menntunar í hjúkrunar- skóla á framhaldsskólastigi. 2. Kröfur til menntunar á háskóla- stigi. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.