Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 23
Heíldarskipulag sjúkrahúsmála Páll SigurSsson ráðuneytisstjóri Erindi flutt á ráðstefnu félags forstöðu- manna á sjúkrahúsum í samvinnu við landssamband sjúkrahúsa, föstudaginn 5. des. 1975. Saga íslenskra sjúkrahúsa hefur enn ekki verið rituð en væntanlega fer að líða að því að það þyki tímabært og er það að vonum að menn láta ekki jafn mikilvægan þátt í þjóðfélaginu gleymast og grafast. Það verður þó að minna á að drög að slíkri sögu eða annóli sjúkrahúsa er til í Læknum á Islandi eftir Vil- mund Jónsson og þar er augljóst, að nú þegar spannar þessi saga rétt rúmlega 100 ár. Elsta sjúkrahús sem starfað hefur samfellt á landinu er sjúkrahúsið á Akureyri, en í Reykjavík er það Landa- kotsspítalinn sem lengst hefur starfað, rúmlega 70 ár. Nú á næstu dögum verður Landspítalinn 45 ára, en Borgarspítalinn er ung stofnun svo sem kunnugt er. Heilbrigðismálin eru mjög oft í sviðsljósinu og kann- ski nú sérstaklega á þessum síðustu tímum vegna vax- andi kostnaðar við heilbrigðismál. í heilbrigðiskerfinu eru sjúkrahúsin gífurlega stór þáttur og mjög vaxandi, og þess vegna hafa umræður víða bæði hér og meðal annarra þjóða beinst mjög að sjúkrahúsmálum, hvern- ig þau mætti best skipuleggja, hvernig best mætti nýta til þeirra fjármagn og á hvaða þáttum rekstrar þeirra mætti spara. Ef við lítum á heilbrigðismálin á Islandi er það Ijóst, að það hefur orðið veruleg þensla í heilbrigðismálum á síðasta einum og hálfum áratug, verulega meira fjár- magni en áður hefur verið varið til þessa málaflokks, og það er kostnaður við sjúkrahús sem hefur einkum vaxið. Ef litið er á fjárlög næsta árs þá er líklegt að heildar- kostnaður við heilbrigðismál verði nálægt 11 milljörð- um, en kostnaður við sjúkrahúsin ein verði rúmlega 8 milljarðar, svo það er líklegt að kostnaður við sjúkra- húsin verði um 70% af heildarkostnaði við heilbrigðis- þjónustu á næsta ári. Þetta eru tölur sem miða við óbreyttan kostnað á næsta ári miðað við kostnað í október og eiga senni- lega eftir að hækka. I þessum áætlunum er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu í kerfinu og það má minna á það, að síðustu 2 árin hefur verið hægt á eins og hægt hefur verið og kostnaður við heilbrigðisþjónustu ekki aukist í hlutfalli við verðbreytingar. Þannig hafa ekki verið leyfðar nýjar stöður í sjúkrahúsum og í hvívetna reynt að sporna við útþenslu. En hvað er það sem felst í raun í þessu sjúkrahús- kerfi? A það má líta frá ýmsum sjónarmiðum. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.