Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 24
Samkvæmt upplýsingum sem daggjaldsnefnd hefur, munu sjúkrarúm, þegar með eru talin hjúkrunarheimili og fávitastofnanir, vera milli 2900 og 3000 og þegar með eru taldar dagvistunarstofnanir sem greidd eru daggjöld fyrir svo og dvalarheimili fyrir aldraða, þá mun rúmafjöldinn vera nálægt 4425. Við vitum ekki nákvæmlega hve margt fólk starfar við þessar stofnanir, en þegar frá eru talin hjúkrunar- heimili, dvalarheimili aldraðra og stofnanir fyrir van- gefna, aðrar en Kópavogshæli, þá er vitað um að við 2400 rúm, sem eru á þeim stofnunum sem þá eru eftir störfuðu samtals 3530 manns í árslok 1974. Mjög mikill hluti þessa hóps eða rúmlega 1500 manns starfa á Landspítala, Borgarspítala og Fjórðungssjúkra- liúsinu á Akureyri sem samtals hafa 660 rúm. Af þessu er augljóst, að í kringum heilbrigðisþjón- ustuna og sjúkrahúsin sérstaklega er gífurlega mikil starfsemi og mjög margt fólk, sem starfar nú þegar í þessum iðnaði, sennilega nálægt 5000. Ef við lítum svo á afrakstur þessara stofnana þá er erfiðara um vik. Það er erfitt að mæla lækninguna. Við getum talið legudagana og vitum að þegar dvalarheim- ili aldraðra eru undanskilin þá er greitt í gegnum kerfi sjúkratrygginganna fyrir um 1.410.000 legudaga á ári og samtals má gera ráð fyrir að um 36.000 til 37.000 sjúklingar fari um þessar stofnanir árlega. Ef stofnunum er skipt upp eftir rekstraraðilum þá voru árið 1974 um 10.600 sjúklingar lagðir inn á ríkis- spítalana, 7000 sjúklingar lagðir inn á Borgarspítalann og deildir hans, 10.800 sjúklingar lagðir inn á önnur sjúkrahús sveitarfélaga, 8300 varu lagðir inn á einka- stofnanir og 64 sjúklingar voru lagðir inn á fávita- stofnanir. Það voru því rúmlega 17% þjóðarinnar, sem fóru inn á sjúkrahús árið 1974. Þetta voru stultar upplýsingar um kerfið sjálft, en það málefni sem hér átti að ræða var um heildarskipu- lag sjúkraþjónustunnar. Það er ekki nýtt mál að reyna að gera sér grein fyrir því á hvern hátt best megi skipuleggja sjúkraþjónustuna hér á landi. Tveir fyrrverandi landlæknar ræddu báðir um þessi mál, hvernig best mætti skipuleggja sjúkra- húsþjónustu og sjúkrahúsmál landsins, hinn fyrri rétt fyrir 1950, hinn síðari rúmum áralug síðar. Á einu stigi þessa máls komst skipulagningin svo langt að það var gert ráð fyrir sjúkrahúsum í hverjum fjórðungi landsins og bera nafngiftir sjúkrahúsa enn merki um þær hugmyndir, sem þá lágu að baki skipu- lagningu. En hugmyndir eru eitt og framkvæmdir annað. Ungir læknar, sem komið hafa heim frá útlöndum og kynnst þar stórveldahugsunarhætti í sjúkrahúsmál- um, hafa bent á, að það sé fjarstæða að hafa meira en eitt sjúkrahús fyrir alla Islendinga og koma þá með ferskar hugmyndir bæði frá Bretlandi og Svíþjóð, þar sem engum dytti í hug að hafa heilt sjúkrahús, hvað þá mörg, fyrir aðeins 200.000 manns. En í sambandi við allar umræður um heildarskipu- lagningu og áætlunargerð og að hún hafi ekki gengið fram, verðum við að minnast þess að umræður um skipulag heilbrigðisþjónustu eða „health planning“, eru ekki gamlar í heiminum, og yngri í vitund flestra manna. Áætlunargerð í heilbrigðismálum, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr, er eins og flest önnur áætlana- gerð, afkvæmi rússnesku byltingarinnar og aðeins í byrjun hluti af efnahagslegri og félagslegri áætlanagerð. I einu rita sinna bendir Karl Evang fyrrverandi land- læknir Norðmanna á það, að hann sé nógu gamall til að muna hve menn í Vestur-Evrópu hlógu dátt að áætlana- gerð sovétmanna fyrir síðari heimsstyrjöldina enda þótt nú, þ. e. 1965, þegar hann skrifar þetta, sé svo komið að ekkert ríki Evrópu, sem hafi einhverja sjálfsbjargar- viðleytni hafi ekki einhvers konar áætlanagerð á sínum mikilvægustu sviðum, svo sem í efnahagsmálum, fram- leiðslumálum og félags- og heilbrigðismálum og menntamálum. Niðurstaða hans er sú, að áætlanagerð í heilbrigðis- málum hafi hvergi komist raunverulega af stað fyrr en upp úr 1950 og miklu síðar hjá mörgum þjóðum. I þessum fáu orðum, sem ég flyt hér, er ekki ætlunin að ræða áætlanagerð í heilbrigðismálum sem heild, heldur eingöngu að reyna að taka sjúkrahúsmálaþáttinn út úr, þó að þau verði í reynd aldrei skilin frá öðrum þáttum heilbrigðismála. 1 þessu sambandi er vert að minna á, að af bálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa verið gerð- ar ítrekaðar tilraunir til þess að setja á stofn vinnu- hópa og láta semja rit um stjórn heilbrigðismála og stjórnun sjúkrahúsmála sérstaklega. í þessu sambandi má minna á „expert committee on organization of medical care“ frá 1957, sem rannsak- aði „role of hospitals in programmes of community health protection" og „Hospital planning and admini- stration“ frá árinu 1966. I þessari síðarnefndu bók, er bent á það að nútíma- leg skoðun á spítala sé sú að hann sé aðeins hluti af félagslegri og læknisfræðilegri starfsemi. Hlutverk sjúkrahúss sé að sjá fólki fyrir læknisþjónustu bæði í lækningaskyni og fyrirbyggjandi skyni. Sjúkrahúsþjón- ustan taki bæði til inniliggjandi sjúklinga og göngu- sjúklinga, og eigi að taka tillit til alls umhverfis manns- 62 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.