Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 30
Kvenlækningadeild Landspítalans Nýja kvenlækningadeildin er nú sem óðast að taka til starfa. í kjallara hússins er göngudeild þar sem fram fara mæðraskoðanir og eftirskoðanir bæði sæng- urkvenna og annarra, sem legið hafa á deildinni. Á fyrstu hæðinni er kvenlækningadeild. Þar eru rúm fyrir 26 konur á 1-6 manna stofum. Snyrt- ing og sturtur eru á milli stofanna. Þar er einnig sérstök stofa fyrir konur í geislameðferð, aðgerð- arstofa fyrir minniháttar aðgerðir og kapella, þar sem konurnar geta átt næðisstund. Önnur hæð hússins, þar sem sængurkvenna- gangurinn verður, er ekki fullbúin. Þar er nú unnið af fullum krafti. Þrjár deildir eru á efstu hæðinni: Skurðstofu- deild þar sem eru 2 skurðstofur, lítil aðgerða- stofa og sérstök stofa fyrir blöðruspeglanir. Vökudeild sem er ein af deildum Barnaspítala Hringsins. Þar eru rúm fyrir 14 börn, 8 í kössum (Incubator) og 6 í vöggum. Þessi deild tekur við öllum fyrirburðum og veikum hvítvoðungum. - Þriðja deildin er svo fæðingardeild. Þar eru 4 fæðingarstofur, aðgerðarstofa, tvö móttökuher- bergi, svokallað hríðarherbergi og annað fyrir konur sem þegar hafa fætt og svo sérstakt her- bergi fyrir verðandi feður. Á deildunum hafa verið teknar í notkun marg- ar nýjungar sem of langt væri að telja upp, en koma að miklu gagni í starfi deildanna. Námsfrí á launum i 2. mgr. 11. gr. kjarasamnings Hjúkrunarfélags íslands og Reykjavíkurborgar, sem gekk í gildi 1. janúar 1974 segir svo: Hjúkrunarkona, sem með sérstöku leyfi for- stöðukonu sækir fræðslu- eða þjálfunarnám- skeið, sem viðurkennt er skv. 4. mgr. 2. gr., (2. mgr. 10. gr. kjarasamnings fjármálaráðherra og HFÍ) skal halda föstum launum með fullu vakta- álagi meðan slíkt námskeið stendur yfir, allt að 3 mánuði á hverjum fimm árum. Vegna fyrirspurnar hjúkrunarforstjóra Borgar- spítalans um túlkun þessarar greinar, lýsti stjórn HFÍ sig samþykka, fyrir sitt leyti, þeirri hugmynd hjúkrunarforstjórans að hjúkrunarfræðingar geti fengið námsfrí á launum [ hlutfalli við þann tíma sem þeir hafa verið í starfi, t. d. þannig að 3ja vikna frí á launum fáist fyrir hvert ár í starfi. Hefur þetta verið samþykkt af stjórn Borgar- spítalans og skrifstofu ríkisspítalanna. Styrkur fyrir hjúkrunarfræðinga til að kynna sér málefni aldraðra Hjúkrunarfélagi íslands hefur í annað sinn borist peningagjöf frá Stofnendasjóði Elli- og hjúkrun- arheimilisins Grundar með ósk um það að upp- hæðinni verði varið í ferðastyrk til hjúkrunar- fræðings, sem fer utan til þess að kynna sér mál- efni aldraðra. Upphæðin nemur kr. 100.000,00. Umsóknir skulu sendar stjórn HFl fyrir 15. júlí 1976. Hjúkrunarfélag íslands þakkar Stofnendasjóði fyrir þessar rausnarlegu gjafir. Námsstyrkur 3-M Nursing Fellow- ship Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga ICN hafa aug- lýst 3-M styrkina fyrir árið 1977 og eru þeir ætl- aðir hjúkrunarfræðingum til framhaldsnáms. Um tvo styrki er að ræða, sem veittir eru ár- lega og nemur hvor að upphæð $ 6000.00. Athygli skal vakin á því að annan styrkinn má nota til náms I heimalandi jafnt sem erlendis og er hann ekki bundinn við nám á hóskólastigi. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu HFÍ. Umsóknir berist stjórn HFÍ fyrir 15. ágúst 1976. Styrkir til hjúkrunarkennaranáms Menntamálaráðuneytið býður fram 2 námsstyrki, hvorn að fjárhæð kr. 200.000, til hjúkrunarkenn- aranáms erlendis, enda komi styrkþegar að námi loknu til kennslu við hjúkrunarskóla hér á landi. Umsóknarfrestur til 15. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.