Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 35
Oldrunarstofnanir Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir Heimsókn í Öldrunardeild, dagspítala og dagþjónustu- stofnun í Glasgow. Erindi flutt á fundi Öldrun- arfræðafélags í nóvember 1975. Inngangur I s.L. mánuði dvaldist ég nokkurn tíma á Bretlandseyjum og var meg- intilgangur dvalarinnar að heim- sækja spítala eða spítaladeildir eink- um í minni sérgrein. Það var þó ákveðið áður en ég fór, að ég heimsækti eininig öldrunar- deildir og aðrar lækninga- og þjón- ustustofnanir fyrir aldrað fólk. Þór Halldórsson yfirlæknir ráð- lagði mér, að kynna mér slíkar stofn- anir í Glasgow, þar sem Sir Fergu- son - Anderson er prófessor í öldr- unarfræðum (geriatric medicine) við háskólann í Glasgow, og hafði Þór skrifað honum þessu viðvíkjandi og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Sir Ferguson - Anderson er ekki einasta kunnur í sínu heimalandi fyr- ir þekkingu sína og lærdóm á öldr- unarlækningum, heldur er hann einn- ig víðkunnur á þessu sviði víða um lönd, og hefur áhrifa hans mjög gætt við allt skipulag öldrunarlækn- inga svo sem við að tengja þær sem nánast við aðra þjónustu í þágu aldraðra. Hann er því mj ög eftirsóttur fyrir- lesari á þessu sviði og fer víða. Hann kom m. a. hingað lil lands fyrir nokkrum árum í boði Læknafélags Islands og flutti fyrirlestra á vegum félagsins. Að tilstuðlan hans og annarra á- hrifamanna eru öldrunarlækningar nú viðurkennd sérgrein í Bretlandi og svo hefur lengi verið. Frá upphafi hefur það verið eitt af markmiðum þessa félagsskapar okkar að fá öldr- unarlækningar viðurkenndar sem sérgrein hér á landi. Stofnanir i þágu aldraðra Dagana 14. og 15. okt. s.l. dvaldi ég í Glasgow og lagði Sir Ferguson- Anderson á ráðin hvaða stofnanir ég skyldi helst skoða, en þær voru: 1. Oldrunardeild (department of Geriatric Medicine) í Stobhill Gene- ral Hospital. Þessi spítali er kennslu- spítali háskólans í Glasgow (Univer- sity of Glasgow). 2. Dagspítali - Victoria Geriatric Unit (tengdur Victoria Infirmary). 3. Dagþjónustustofnun - David Cargill Club. 4. Elliheimili. Til viðbótar átti ég þess kost að skoða nýtísku heilsuverndarstöð í Glasgow — Woodside Health Centre, en þar starfa m. a. um 20 heimilis- læknar. I þeim fáu orðum, sem hér fara á eftir ætla ég að freista þess, að skýra lítillega frá þeim fyrstnefndu stofn- unum. Áður en Sir Ferguson — Anderson sýndi mér deild sína, skýrði hann í stórum dráttum frá skipulagi á þjón- ustu við aldraða í Glasgow-borg. Hann kvað vaxandi áherslu vera lagða á það, að fylgst sé sem nánast með heilsufari allra 70 ára og eldri með heimsóknarþjónustu frá Öldrun- ardeildum. Til að auðvelda þetta er borginni skipt í svæði (4—5), sem hvert um sig á að sjá um þjónustu við aldrað fólk á viðkomandi svæði. Til þess að öldrunardeildir, dag- spítalar, elliheimili, langlegudeildir og aðrar þjónustustofnanir komi að sem fyllstu gagni, þarf öll þessi þj ón- usta að vera í nánum innbyrðis tengslum, og einnig að hafa náin tengsi við aðra þjónustu, svo sem hina margháttuðu félagslegu þjón- ustu, sem nú er veitt í vaxandi mæli TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.