Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 39
Sjúkrahúsið í Dykehar í Skotlandi. ur og gerðist þar starfandi hjúkrun- arkona og hafði mína stofu. Þar var ég til sumarsins 1923, er ég kom heim og gerðist hjúkrunarkoan á Vífilsstöðum og því starfi gegndi ég næstu 3 árin. Berklarnir i algleymingi Vífilsstaðahælið var þá yfirfullt. Stundum jafnvel bað og gangar. Mörgum þurfti að vísa frá, sem þurftu á hælisvist að halda. Þannig var skorturinn þá á nauðsynlegum sjúkrahúsum. Það var sorgleg sjón, sem líður eigi úr minni, að sjá þess- ar fallegu ungu stúlkur yfirfallnar af þessum hræðilega sjúkdómi. A þessum árum starfaði ég þó nokkuð í Hjúkrunarkvennafélagi Is- lands og var varaformaður þess, en Sigríður Eiríksdóttir var formaður. Árið 1926 héldum við norrænt þing hjúkrunarkvenna og var það fjöl- mennt og hið ánægjulegasta. Haustið 1927 réðist ég svo sem yfirhjúkrunarkona að Kristneshæl- inu, þegar það var opnað. Kristnes- hælið var viðbót við Vífilsstaði og því eingöngu fyrir berklasjúklinga og veitti eigi af. Þarna líkaði mér illa og kom margt til. Ég var því aðeins til vors í Kristnesi og hvarf því á braut vorið 1928. Yfirhjúkrunarkona i 30 ár í Dykebar i Skotlandi Ég réði mig sumarið 1928 sem yf- irhjúkrunarkonu við sjúkrahús fyrir geðsjúklinga að Dykebar í Skotlandi. Þar dvelja um 400 sjúklingar. Þarna starfaði ég í 30 ár eða til 1958. Þar vann ég því aðal lífsstarf mitt og var þar mjög ánægð. Félagslíf starfsfólks- ins og samheldni var til fyrirmynd- ar. Margt var fundið upp í tómstund- unum. Ferðalög, leikir með bolta og margt annað. Þetta átti vel við mig. Það spyrja margir: Hvernig verð- ur geðsjúkt fólk læknað? Vinnan er besta lækningin. Að Dykebar-sjúkra- húsinu var mikil áhersla lögð á vinn- una. Þar var unnið á verkstæðum við ýmis störf, við ýmsar greinar búskap- ar, garðyrkju, gatnahreinsun o. fl. Alltaf voru margir leiðbeinendur og verkstjórar með þeim sjúku, sem stundum geta verið svo yndislega vit- lausir. Margir eru útskrifaðir, en ýmsir koma líka aftur, einkum unga fólkið. Ég notaði sumarleyfin óspart til ferðalaga. Í þeim fór ég m. a. til Ítalíu, Frakklands, Sviss og Schan- nileyjar, og hafði af þessu mikla ó- nægju. Þetta var ákaflega skemmti- legur tími ævinnar. Hætti hjúkrun 68 ára Ég hætti hjúkrun eftir 30 ára starf í Dykebar. Þá fékk ég 2 herbergi og eldhús á leigu í Elderslie, sem er skammt frá Paisley í Skotlandi. Þar hamaðist ég við að sauma og prjóna allan daginn, og sendi svo frændum og vinum árangurinn. Eftir að ég fékk fríið fór ég heim að jafnaði þriðja hvert ár, í heimsókn til frænda og vina. Og nú ertu alkomin heim til íslands? — Já, flestir jafnaldrar mínir og vinir í Dykebar voru horfnir úr hópi lifenda og heilsan ekki nógu góð til að standa á eigin fótum. Jafnvægið bilaði eftir sjúkdóm fyrir nokkrum árum. Mér finnst því gott að vera komin heim og njóta þeirrar aðstoð- ar í ellinni, sem ég geri hér. Sólborg Bogadóttir hefur frá ákaf- lega mörgu að segja. Hún er minnug og fróð. Fólkið í Flatey og mörgum eyjum á Breiðafirði stendur henni ljóslifandi fyrir hugarsjónum þótt 70 ár séu liðin frá því hún yfirgaf það. Einkum kann hún margt að segja frá Ragnheiði á Látrum, blindu stórgeðja konunni, sem hún var hjá í 4 sumur. Kannske verður tækifæri síðar að gera því efni hetri skil. □ öldrunarstofnanir Framhald af bls. 71. hátt gert öldruðu fólki lífið léttbær- ara og ánægjuríkara. Þessi þjónusta öll kemur þó ekki að fullum notum nema hún sé samræmd og í innbyrðis tengslum. Forustumenn okkar í þessum mál- um hafa enda margbent á þetta, en ráðamenn þjóðfélagsins þurfa að gefa þessu meiri gaum en nú er, ef vel á að fara. Við þurfum að sýna þann manndóm að búa aldraða fólk- inu okkar, sem fjölgar með hverju ári, þau lífsskilyrði, sem það á inni hjá þjóðfélaginu fyrir það sáningar- starf að bættum lífskjörum, sem það m. a. innti af höndum, og sem við erum nú aðnjótauppskerunnar af. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.