Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 40
Hjartasjúkdómar og líkamsþjálfun Nikulás Sigfússon yfirlæknir HÉr á landi deyja nú á fimmta hundrað manns á ári hverju úr hjartasjúkdómum. Lætur nærri að þessir sjúkdómar valdi dauða 3ja hvers Islendings. Stærsta hlut að máli eiga krans- æðasjúkdómar - „æðakölkun“ í slag- æðum hjartavöðvans. Undanfarna áratugi hafa þessir sjúkdómar orðið sífellt algengari og gripið um sig meðal æ yngra fólks. Þróunin hér á landi hefur í þessu efni orðið svipuð og hjá öðrum þjóð- um þar sem velmegun ríkir. Undanfarin 20 ár hafa víðtækar rannsóknir verið gerðar til að leita að orsökum þessara sjúkdóma. Helstu niðurstöður hafa orðið þessar: 1. Körlum er hættara við þessum sjúkdómum en konum og þeir veikjast fyrr. 2. Ahætta vex með aldrinum. Lík- urnar á hjartaáfalli eru 4 sinnum meiri um fimmtugt en um þrítugt. 3. Offita eykur á hættuna. Líkurnar á hjartaáfalli eru 2*4 sinnum meiri hjá manni sem er 30% yfir eðlilega þyngd en hjá þeim sem hefur eðlilega þyngd. 4. Mataræði, sem inniheldur mikið af mettaðri fitu eykur líkurnar á kransæðasjúkdómum. 5. Hár blóðþrýstingur er áhættu- þáttur er eykur líkur á kransæða- sjúkdómum fjórfalt. 6. Sykursýki eykur líkur á hjarta- áfalli fjórfalt. 7. Miklar sígarettureykingar tvö- 74 falda líkurnar á kransæðasjúk- dómum. 8. Skortur á líkamlegri þjálfun eyk- ur hættuna á kransæðasjúkdóm- um. Af framangreindu sést að margir áhættuþættir er valda vaxandi tíðni kransæðasjúkdóma eru nú kunnir. Það gildir þó um þessa áhættuþætti flesta að úr áhrifum þeirra er hægt að draga eða jafnvel að útiloka alveg. Hér á eftir skal einkum um það fjallað hver áhrif líkamlegrar þjálf- unar eru á hjartað. Margar rannsóknir hafa sýnt að fólki sem er í góðri líkamlegri þjálf- un er ekki eins hætt við kransæða- sjúkdómum og hinum, sem eru lítl þjálfaðir. Mun láta nærri að hinum óþjálfuðu sé 2svar sinnum hættara við kransæðasjúkdómum en hinum vel þjálfuðu. Hér á landi virðist reglubundin líkamsþjálfun ekki vera stunduð mjög almennt. I Hóprannsókn Hjartaverndar á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós, að um það bil helmingur allra karla vinna kyrrsetustörf. Reglubundna líkamsþjálfun stunduðu um 20% á aldrinum 20-29 ára, 13% á aldrinum 30-39 ára, 9% á aldrinum 40-49 ára og aðeins 2% á aldrinum 50- 59 ára. Um konur kom í ljós að langflest- ar (um 80%) skráðu húsmóðurstörf sem aðalstarf. Reglubundin líkams- þjálfun meðal kvenna hér á landi er ennþá fátíðari en meðal karla. A aldrinum 20-29 ára sögðust 7% kvenna hafa stundað íþróttir reglu- lega, á aldrinum 30-39 ára 6%, á aldrinum 40-49 ára 4%, og á aldrin- um 50-59 ára aðeins 1%. Vinsælustu íþróttir hérlendis eru sund meðal karla en leikfimi meðal kvenna. Ahrif reglubundinnar þjálfunar á hjarta og blóðrás eru margþæíL Hjartavökvinn styrkist og stækkar. hjartarúmmál eykst en hjartsláttur hægist. Jafnframt dælir hjartað meira blóði í hverju slagi., I blóðinu sjálfu verða þær breyt- ingar að blóðmagn og blóðrauði eykst en kolesterol blóðsins lækkar. Ymislegt bendir einnig til að hækk- TÍMARIT IIJÚKRUNARI'ÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.