Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 42
Ragnheiður Konráðsdóttir hjúkrunarkona MINNING Starf okkar hjúkiunarkvenna er yf- irleitt skemmtilegt og þakklátt, en hefur þó sínar skuggahliðar, eins og þegar við þurfum að horfa upp á fólk á öllum aldri herjast við ólækn- andi sjúkdóma og dauða. Þá segjum við gjarnan: „Svona er lifið - hjá þessu varð ekki komist.“ En þegar ein besta vinkona okkar er hrifin hurt á aðeins 10 dögum og enginn mannlegur máttur fær bjargað lífi hennar, þá spyrjum við: „Hvers vegna? — Af hverju einmitt hún?“ Svona getur maður verið eigingjarn. Hugurinn reikar rúm 20 ár aftur í tímann, þegar við hittumst á fögr- um septemberdegi, 14 stúlkur, sem aldrei höfðum sést, en áttum allar sameiginlega drauma um að verða hj úkrunarkonur. Næstu árin liðu eins og fagur draumur við leik og störf og á þeim árum bundumst við órjúfandi tryggð- arböndum. I dag stöndum við í annað skipti á tæpum 10 árum harmi slegnar og kveðjum ástkæra hollsystur okkar, Ragnheiði, stóru, fallegu stúlkuna með bjarta brosið og brúnu augun. Hin hollsystir okkar var Steinunn Guðmundsdóttir frá Akureyri, sem lést árið 1968, eftir erfið veikindi. Otal minningar koma fram í hug- ann. I nærri 6 ár vorum við Ragn- heiður saman næstum daglega, í skól- anum, vinnunni, frístundum, ferðalög- um innanlands og utan. Við vissum næstum allt hvor um aðra, lá við að Fœdd 28. september 1936. Dáin 20. febrúar 1976. við vissum hvað hin hugsaði. Svo kom að því að við giftumst báðar og eignuðumst börn, hún bjó í Reykja- vík, en ég í Vestmannaeyjum. Sam- verustundirnar urðu því færri, en við hittumst þó alltaf þegar ég var á ferðinni. Þá var farið í bíó eða bara á kaffihús, rétt eins og í gamla daga. Þá urðum við aftur tvítugar stutta stund og hlógum að lífinu i kringum okkur, rétt eins og þá. Ilagnheiður var fædd i Reykjavik 28. september 1936, einkadóttir hjón- anna Júlíönu Jóhönnu Guðlaugsdótt- ur og Konráðs Guðjónssonar vél- stjóra. Hún átti einn bróður, Guð- laug, sem hefur verið vélstjóri á far- skipum í mörg ár, og því langdvölum að heiman. Ragnheiður var því for- eldrum sínum eitt og allt, og bjó alla tíð í húsinu hjá þeim að Laugateig 60, þar til i september s.l. að hún fluttist í nýtt einbýlishús í Breiðholti. Var sérlega kært með þeim mæðgum og hjálpsemi þeirra hvor við aðra einstök. Ragnheiður útskrifaðist úr Hjúkr- unarskóla Islands 29. okt. 1958, og vann síðan alltaf á Landspítalanum, nema rúmt ár, sem hún vann í Sví- þjóð og nokkur ár á meðan börnin voru lítil. Hún gekk að störfum sín- um með þeirri hlýju og góðsemi, sem einkenndu hana svo mjög, enda eign- aðist hún alls staðar vini, bæði með- al sjúklinga og starfsfólks. Nú eru áreiðanlega margir, sem hugsa til hennar og þakka hlý handtök og huggandi bros. Hún giftist 8. ágúst 1964 eftirlif- andi manni sínum, Skúla Matthías- syni málara, miklum ágætis dreng, og voru þau afskaplega samhent að skapa fallegt heimili fyrir sig og drengina sína, Konráð 11 ára og Matthías 9 ára. Sorg þeirra er meiri en orð fá lýst, og það er fátt sem við getum sagt til huggunar. Ég vil fyrir hönd hollsystranna og fjölskyldna okkar senda eigin- manni, sonum, foreldrum, bróður og tengdafólki okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Veri mín elskulega vinkona Guði falin og ég þakka henni allt, sem hún var okkur. Hólmfríður Olafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.