Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 44
Sýni og sýnitaka Á vegum Rannsóknarstofu Háskólans hafa nú verið samdar leiðbeiningar um töku og meðhöndlun sýna til bakteríugreiningar. Eiga þessar leiðbeiningar að vera tiltækar í fjölrituðu formi á sjúkrastofnunum og heilsugæslustöðvum og fyrir það starfsfólk heil- brigðisþjónustunnar sem þess óskar. — Læknarnir Kristín Jónsdóttir og Arin- björn Kolbeinsson hafa samið leiðbeinigar þessar, sem nú þegar eru í átta lið- um og fleiri væntanlegir. Tímarit HFÍ hefur þegar birt leiðbeiningar um þvagsýni til sýklagreiningar (1. tölubl. 1975). Munum við halda birtingu þessari áfram í þættinum ,,sýni og sýna- taka“. Leiðbeiningar um sýnatökur til greiningar á bakterium, svepp- um og veirum. Ar frÁ ári fjölgar sýnum, sem send eru til sýkladeildar R. H. vegna gruns um einhvers konar sýkingu. Ymist er um að ræða sýni, sem ætluð eru til leitar að sýklinum sjálfum eða blóð- vatnspróf ætluð til mælinga á mót- efnum gegn sýkli. Stundum skortir nokkuð á, að þessi sýni séu tekin með vandvirkni og meðhöndluð á réttan hátt, áður en þau komast til rannsóknar. Getur niðurstaða af rannsókn á slíku sýni leitt til þess, að sjúklingi séu gefin lyf gegn sýkli, sem ekki er valdur að veikindum hans eða að sýkill sá, sem veldur sjúkdómnum, finnist ekki í sýninu. I stuttu máli má segja, að áreiðanleg niðurstaða af rannsókn á sýni til sýklagreiningar byggist ekki síður á því, hversu vel sýnið er tek- ið en á rannsóknarvinnunni sjálfri. Þá má einnig benda á vissa oftrú á gildi rannsókna á sumum sýnateg- undum, sem ekki eru tekin beint úr sýkingarstað. Á þetta einkum við um hrákasýni, sem ætluð eru til grein- ingar á orsök bólgu í lunga, en sýnið oft fengið úr hálsi, nefkoki eða munni. Á sýkladeild R.H. hafa nú verið gerðar nokkrar leiðbeiningar um töku, sendingu, úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum rannsókna á helstu sýnategundum, og er ætlunin, að koma þeim á framfæri við þá aðila, sem mest senda af umræddum sýn- um. Beiðnaseðlar fást á sýkladeild R.H. og eru ferns konar. 1) Grænn seðill í tvíriti, ætlaður til beiðni um bakteríurannsóknir á sýnum frá sjúklingum á sjúkrastofn- unum. 2) Gulur seðill i þríriti, ætlaður til beiðni um bakteríurannsóknir á sýnum frá sjúklingum utan stofnana (1 afrit er sent viðkomandi sjúkra- samlagi). 3) Hvítur seðill (fjölritaður), ætl- aður fyrir beiðni um veiruræktanir, sem fram fara á veirurannsóknadeild við Eiríksgötu. 4) Hvítur seðill fyrir blóðvatns- próf. Er þetta sameiginlegur seðill fyrir mótefnamælingar bæði gegn veirum og bakteríum, gigtarpróf o. fl. og fara þessar rannsóknir fram í rannsóknadeildum við Eiríksgötu og nýbyggingu sýkladeildar. Mœlst er eindregið til að beiðna- seðlar séu vandlega útfylltir. Sérstök beiðni verður að fylgja hverju sýni. Það eru mjög mikilvægar upplýs- ingar fyrir starfsfólk sýkladeildar að vita, um hvaða sjúkdóma eða sýk- ingar er talið vera að ræða í hverju tilviki og hvort sjúklingur sé á sýkla- lyfjum eða nýhættur að taka slík lyf. Best er að taka sýni til bakteríugrein- ingar áður en sýklalyfjagjöf er haf- in, sé þess kostur. Bæði við veiruræktanir og mót- efnamælingar gegn veirum er mjög áríðandi að á seðlinum standi,hversu löngu eftir byrjun sjúkdómseinkenna sýnið er tekið. Til mótefnamælinga gegn veirusóttum er áríðandi, að send séu 2 blóðsýni tekin með 2ja- 3ja vikna millibili. Ymis konar æti, pinnar, glös og önnur ílát til sýnatöku fást á sýkla- deild R.H. Ef vafi leikur á, hvaða sýni skuli taka eða hvernig það skuli tekið, er starfsfólk sýkladeildar jafn- an reiðubúið til að veita upplýsingar. 78 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.