Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 45
Hugleiðingar að loknum fundi í Domus Medica 20. janúar 1976. Hver verður stefna hjúkrunarfræð- inga í framtíðinni? Verður skipting stéttarinnar margþætt? Æðri og lægri hjúkrunarfræðingar? Talað er um að geta veitt betri hjúkrun með hæfari hjúkrunarfræðingum. Fer hæfnin eingöngu eftir árafjölda á skólabekk? I hverju felst þá hjúkrunin? Að heyra af högum sjúklingsins gegnum hjálparfólk? Sjá varla sjúklinginn, Sjónarmið vita jafnvel varla hvað hann heitir, geta ritað um hann eftir annarra frá- sögn? Er þetta virkilega stefnan? Ég hef legið á sjúkrahúsi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Besta hjúkrunin var umhirðan, viðmótið og tíminn sem fólkið gaf sér fyrir sjúk- linginn og að sjálfsögðu meðferðin, sem læknar fyrirskipuðu. Sjúklingi líður ekki vel að vera eingöngu númer til tilrauna, hlutur sem liggur í rúmi með hóp af fólki yfir sér, taut- andi í hálfum hljóðum, skrifandi niður fyrirmæli og athugasemdir sem hann skilur ekkert í. Að sjálfsögðu felast í hjúkrun fleiri þættir svo sem rannsóknir og þekking, en ekki fæ ég betur séð og heyrt en að hjúkrunarfræðingar séu að verða hálfgerðir skrifstofumenn, svo er meðal annars að heyra á þeim sjálfum, mörgum hverjum. Svo á að ýta undir þetta með kröfum um, að hjúkrunarnám fari inn á háskólastig. Nei, krafan er: Sama undirstöðu- menntun - sama grunnnám og svo framhaldsnám eftir vali, m. a. í há- skóla eða öðrum skólum, er veiti þá menntun. Pálína Tómasdóttir, h júkrunarfrœð ingur. Leiöbeiningar um graftrarsýni Gröftur er oftast tekinn á pinna og er best að hafa calcium alginate eða dacron á pinnanum en ekki bóm- ull, þar eð hún virðist geta hindrað sýklavöxt úr sýni. Varast skal, að láta sýnið þorna og er því best að láta pinnann í glas með skáagar. Cal- cium alginate pinnar og glös með skáagar fást á R.H. sýkladeild. Sótt- hreinsandi lyf mega ekki komast í þessi sýni, þar eð mjög lítið magn af þeim stöðvar vöxt bakteríanna eða drepur þær. Best er, að sýnið berist sem fyrst til skoðunar og ræktunar, er sé ekki geymt í hitaskáp, áður en það er sent. Sé um að ræða gröft, sem gæti verið með anaerob bakter- íum í, verður helst að taka sýnið með holnál í sprautu án þess að loft komist að, annars er hætta á, að þær bakteríur drepist, áður en hægt er að sá þeim við anaerob skilyrði. Úr greftri frá kýli, er líklegast að ræktist staph. aureus, frá sári á húð staph. aureus og/eða staph. albus eða streptococci af ýmsu tagi, og ef sárið hefur staðið lengi, gramnei- kvæðar bakteríur og sveppir. I greftri frá innri líffærum geta verið enterobakteria, neisseria, sveppir og anaerob bakteríur (s. s. anaerob streptococci, bacterioides, clostridia) auk framantaldra. Einkum er líklegt, að anaerob bakteríur séu með í greftri frá kviðarholslíffærum og sýkingum í legi og legpípum. Einnig hafast slíkar bakteríur við í munn- holi( t. d. actinomyces, bacterioides) og geta því verið með í greftri frá t. d. tannkýli, auk annarra baktería. Diphteroides (gramjákvæðir stafir) vaxa stundum úr graftrarsýnum og eru venjulega taldar vera meinlaus mengun af húð. Úrvinnsla úr graftrarsýni fer þann- in fram, að gert er strok á gler úr sýninu, gramlitað og smásjárskoðað. Hafi sýnið ofþornað áður en það kom til rannsóknar, er undir hælinn lagt hvort smásj árskoðun og ræktun ber árangur. Sýninu er síðan sáð á ýmis æti eftir því hvaðan það er tek- ið og loks er pinnanum stungið í fljótandi æti og allt látið í hitaskáp. Gert er næmispróf á flestum bakteríu- tegundum, sem ræktast úr þessum sýnum, nema talið sé um meinlausa mengun að ræða s. s. staph. albus eða b. subtilis. Ef margar bakteríuteg- undir vaxa úr sýninu, er ekki alltaf hægt að ná þeim öllum hreinum til næmisprófs, jafnvel þó að reynt sé í nokkra daga t. d. ef proteus er í sýni. Flestir sveppir eru lengi að vaxa og því ekki að vænta lokasvars við svepparæktun fyrr en eftir ca. 10 daga. Anaerob bakteríur eru líka flestar seinvaxnar. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.