Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 47

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 47
 Fulltrúí ICN heímsækir Island Fyrsta opinbera heimsókn fulltrúa Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga til Hjúkrunarfélags Islands, átti sér stað 22. mars s.l. Stjórn ICN ákvað á þinginu í Mexico að allir stjórnar- aðilar aðstoðuðu við að efla tengslin milli höfuðstöðvanna og aðildarfé- laganna næstu fjögur árin, þar sem fámennt starfslið samtakanna ann- aði ekki slíku. Fyrst og fremst skyldu þau lönd höfð í huga sem hefðu ekki áður verið heimsótt. Ingrid Hámelin frá Finnlandi varð fyrir valinu, hvað ísland snerti, en hún var á leið til stj órnarfundar ICN í Genf. Ingrid er mörgum íslenskum hjúkrunarfræðingum að góðu kunn fyrir þátttöku sína í norrænum fund- um hér heima og erlendis, m. a. stjórnaði hún háborðsumræðum er fóru fram í Háskólabíó á SSN þing- inu 1970, og fjölluðu um „Hvers væntir þjóðfélagið af heilbrigðis- þjónustunni“. Var „sjúklingurinn“ miðdepill umræðnanna. Ingrid Hámelin hefur s.l. 10 ár verið í fullu starfi hjá Helsingfors- borg við skipulagningu heilbrigðis- mála. Þar er skipulagningarstöð sem heyrir undir borgarstjórn og ber á- byrgð á heildarskipulagi heilsuvernd- ar og hjúkrunar, barnavernd og mál- efnum aldraðra, svo nokkuð sé nefnt. Frítíma sinn notar Ingrid svo í þágu ICN og nutum við í þetta skipti góðs af reynslu hennar. A fundi með stjórn félagsins og fulltrúa ICN fór m. a. fram upplýs- ingamiðlun um starfsemi félaganna. Menntunarmál almennt voru rædd Ingrid Hamelin á fundinum í Nýja hjúkr- unarskólanum. - Ljósm.: I. A. svo og menntunarmál og staða ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ingrid veitti einnig ýmsar upplýs- ingar varðandi málefni finnsku hjúkrunarstéttarinnar. I Finnlandi þykir nú orðið sjálfsagður hlutur að hjúkrunarfræðingar séu með í hin- um mismunandi nefndum og stjórn- um þar sem teknar eru ákvarðanir um mál sem varða heilsugæslu og hjúkrun. Fyrir nokkrum árum stóðu finnsk- ir hjúkrunarfræðingarí mikilli kjara- baráttu sem leiddi til verkfalls er stóð í nær 2 mánuði. Þar eins og ann- ars staðar þar sem verkföll hjúkrun- arfræðinga hafa átt sér stað, var séð um að lífi og heilsu fólks skyldi ekki stefnl í hættu. Ingrid sat einnig fund með skóla- stjórum, kennurum og nemendum hjúkrunarskólanna ásamt nemendum úr námsbrautinni við H.I. Fundurinn fór fram í Nýja hjúkrunarskólanum. Þar kynnti hún starfsemi ICN og svaraði fyrirspurnum. A fundinum kom m. a. fram, að menntunarmál hjúkrunarfræðinga hér á landi hafa að undanförnu verið mikið rædd og var Ingrid að því spurð, hvaða leið ætti að fara. „Ef til væri svar við spurningunni, væru úr sögunni öll vandamál er varða menntun hjúkrunarstéttarinn- ar. Ef ég á að svara sem fulltrúi ICN þá er stefna samtakanna sú, að fá hjúkrunarmenntun á sama stig og annarra samsvarandi samstarfshópa. Aðalatriðið er þó aðmenntunin þjóni þörf hvers þjóðfélags fyrir sig - að hún sé í höndum hjúkrunarfræðinga, þ. e. stjórnað af hjúkrunarfræðingum og að hjúkrun sé kennd af hjúkrun- arkennurum. Hins vegar veit ég um eitt land sem hefur svo fínt menntun- arkerfi í hjúkrun, þ. e. á svo háu stigi, að þeir sem menntast eftir því verða einungis útflutningsvara, að- eins 1 hjúkrunarfræðingur sem menntast hefur eftir kerfinu starfar í landinu sjálfu. Þetta er satt og er sláandi dæmi um hjúkrunarmenntun, sem alls ekki þjónar þörf þjóðfélags- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.