Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 5
2. mgr. Stig þau, sem tengd eru starfsheitinu hjúkr- unarfræðingur 1—IV í 1. mgr., reiknast sem hér segir: a. Próf frá Hjúkrunarskóla Isl. er metið á 87 stig. b. Fyrir hvert ár í fullu starfi vinnst 2 stig, að há- marki samtals 8 stig fyrir vinnu við hjúkrunar- störf. c. Fyrstu tvö námsár eftir hjúkrunarskólapróf í námi, er nýtist í starfi og viðurkennt er af menntamálaráðuneytinu, gefa 15 stig hvort, sé það á stigi ofar stúdentsprófi. Þriðja námsár frá stúdentsprófi veitir 20 stig. d. Fyrir hvert ár í fullu starfi eftir að 117 stigum er náð vinnast 3,25 stig, þó þannig að stig unnin við almenn hjúkrunarstörf og hjúkrunarstörf sér- menntaðs fólks verði eigi fleiri en 13 samtals. e. Fyrir hverjar 30 stundir í kennslu á námskeiðum, er menntamálaráðuneytið viðurkennir fyrir hjúkrunarfræðinga, vinnst 1 stig, enda liggi fyrir vitnisburður námskeiðshaldara um fullnægjandi þátttöku og frammistöðu á námskeiðinu. 3. 6. gr. falli niður. 4. 7. gr. falli niður. Kjaranefnd tekur fram, að um efni þessarar greinar ber skv. gildandi lögum að semja í næsta aðalkjarasamningi, og telur því ekki tímabært að taka upp um það ákvæði í þessum úrskurði. 5. I stað 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi: 1. mgr. Starfsmenn skulu vera slysatryggðir sem hér segir, miðað við dauða: 1. Ef hinn látni var ógiftur og lætur ekki eftir sig barn og hafði ekki fyrir öldruðu foreldri að sjá (67 ára eða eldri) 328.000 kr. 2. Ef hinn látni var ógiftur en lætur eftir sig barn (börn) undir 17 ára aldri og/eða hefur sannan- lega séð fyrir foreldri eða foreldrum (67 ára eða eldri) 1.040.000 kr. 3. Ef hinn látni var giftur, bætur til maka 1.420.000 kr. 4. Ef hinn látni lætur eftir sig börn (kjörbörn, fóst- urbörn) innan 17 ára aldurs, fyrir hvert barn 273.000 kr. 2. mgr. Bætur greiðast aðeins samkvæmt einum tölu- liða 1, 2 eða 3, en til viðbótar bótum skv. 2. eða 3. tölu- lið geta komið bætur skv. 4. tölulið. 3. mgr. Rétthafar dánarbóta skv. hverjum tölulið eru þessir: 1. Lögerfingjar. 2. Viðkomandi aðilar að jöfnu. 3. Eftirlifandi maki. 4. Viðkomandi börn, en bætur greiðast til eftirlif- andi maka, ef hann er annað foreldri, ella til yfir- lögráðanda eða fjárhaldsmanns. 4. mgr. Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli við vátryggingarfjárh. 2.400.000 kr., þó þann- ig að hvert örorkustig yfir 75% virkar tvöfalt, og geta heildarbætur því orðið 3.000.000 kr. við 100% örorku. 5. mgr. Vátryggingarfjárhæðir skv. framansögðu hafa tekið á sig hækkun vegna áætlaðrar hækkunar verðlags miðað við vísitölu framfærslukostnaðar á límabilinu frá 1. nóv. 1975 til I. maí 1976 um 9,3%. 6. mgr. Vátryggingarfjárhæðir þessar ber að endur- skoða um næstu áramót og hækka þær þá sem nemur breytingu á launaflokki B 15 eftir eins árs starf miðað við tímabilið frá 1. nóvember 1975 til jafnlengdar 1976. Til frádráttar þeirri breytingu komi 9,3%, sbr, 5. mgr. Auk þess ber þá að hækka fjárhæðirnar um áætlaða hækkun verðlags tímabilið frá 1. nóvember 1976 til 1. maí 1977 skv. áætlun, sem Hagstofa Islands gerir. Vá- tryggingarfjárhæðirnar ber síðan að endurskoða um hver áramót eftir sömu reglum. 7. mgr. Akvæði þessi valda í engu skerðingu á áður umsömdum hagstæðari tryggingarrétti launþega. 8. mgr. Vátryggingin tekur gildi um leið og trygg- ingarskyldur launþegi kemur á launaskrá (hefur störf), en fellur úr gildi um leið og hann fellur af launaskrá (hættir störfum). 9. mgr. Skilmálar séu almennir skilmálar, sem í gildi eru fyrir atvinnuslysatryggingar launþega hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, þegar samkomulag þetta er gert. 6. Á eftir 9. gr. komi ný grein og orðist svo: 1. mgr. Sé varðskrá breytt með minna en eins sólar- hrings fyrirvara, skal bæta það með tveggja tíma yfir- vinnukaupi. 7. 11. gr. falli niður. 8. 18. gr. orðist svo: l.mgr. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu- og mót- tökustöðvum, þar sem hvorki situr læknir né daglegur aðgangur er að læknisþjónustu, og héraðshjúkrunar- fræðingar í læknislausum héruðum fái greitt 15% álag á föst laun meðan slíkt ástand varir. Hérað skal í þessu tilliti talið læknislaust meðan það er ekki setið, nema því sé séð fyrir daglegum aðgangi að læknisþjónustu úr nágrannahéraði. 9. 19. gr. orðist svo: l.mgr. Hjúkrunarfræðingar á röntgendeildum, sem í því starfi voru 1. júlí 1976, skulu hér eftir sem hingað til fá vetrarfrí til viðbótar almennu orlofi, sem svarar 16 dögum fyrir hvert heilt ár. 10. Ákvæði 12. til 17. gr. um kennsluskyldu og vinnutilhögun hjúkrunarkennara skulu vera í samræmi við þær reglur, sem gilda um kennara á framhaldsskóla- og grunnskólastigi, eftir því sem við getur átt. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.