Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 15
Skipulagsskráin er staðfest af forseta íslands og birt í Stjórnartíðindum 11. ágúst 1964. Eins og fram kemur í skipulagsskránni er sjóðurinn stofnaður af Önnu Ólafsdóttur Johnsen, yfirhjúkrunar- konu á Vífilsstöðum, sem gaf fyrstu 1000 — eitt þúsund krónurnar, sem á þeirra tíma mælikvarða var hreint ekki svo lítið — samsvaraði um það bil tveggja mánaða iaunum. í 25 ára afmælishófi HFÍ, 30. nóv. 1944 (4. tbl. Tímarits HFÍ 1944) tilkynnti Kristín Thoroddsen, þáverandi forstöðukona Landspítalans, um gjöf Onnu til „húsbyggingarsjóðs hjúkrunarkvenna“. Jafnframt tilkynnti hún að Sigurður Guðmundsson klæðskera- meistari hefði gefið kr. 5000 sem þakklætisvott fyrir ágæta hjúkrun Margrétar Valdimarsdóttur, hjúkrunar- konu á Sólheimum. Þegar í upphafi var komið á sölu minningarkorta og tekið á móli minningargjöfum. Eru minningarkort Heimilissjóðs HFI seld á skrifstofu félagsins og hjá hjúkrunarforstjórum nokkurra stærri sjúkrahúsa. Ymsar aðrar fjáröflunarleiðir voru farnar, svo sem basarar og kaffisölur. Nefnd var skipuð til að fara með mál Heimilissjóðs og voru skipaðar í hana: Anna 01- afsdóttir Johnsen formaður, Salome Pálmadóttir, Bjarn- ey Samúelsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir og Margrét Jó- hannesdóttir. Núverandi stjórn sjóðsins skipa: Anna Ólafsdóttir Johnsen formaður, Guðrún Arnadóttir, sem um nokkurra ára skeið hefur gegnt formannsstörfum í umboði Önnu, Guðrún Lilja Þorkelsdóttir, Ragnhildur F. Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir. A næstu árum jókst sjóðurinn jafnt og þétt. M. a. arf- leiddi Kristjana Guðmundsdóttir hjúkrunarkona sjóð- inn að 40 þúsund krónum í peningum og hlutabréfum, er hún lést árið 1954. Þá hafa þau hjón Anna og Gísli Johnsen margsinnis gefið stórgjafir til sjóðsins. Er skipulagsskráin var staðfest var stofnfé sjóðsins kr. 850.000. Reikningshald sjóðsins yfir árið 1975 er birt á öðrum stað í blaðinu ásamt öðrum reikningum félagsins. Árið 1956 var ráðist í að kaupa íbúð í Blönduhlíð 33, einkum í fjárfestingarskyni og var íbúðin leigð út. Árið 1963 var ráðist í húsakaup að nýju, og nú með það fyrir augum að félagið tæki húsnæðið í sínar þarf- ir. Var leitað eftir fjárframlögum frá félögum HFl. íbúðin í Blönduhlíð 33 var seld og með sameiginlegu átaki Heimilissjóðsins, stjórnar HFÍ og fjárframlögum félagsmanna var keypt efsta hæð hússins að Þingholts- stræti 30 og var formlega tekið við eigninni 30. nóv. 1964. Kaupverð var 2.000.000 - tvær milljónir. Bruna- hótamat alls hússins er nú kr. 55.208.000 og er eignar- hulti Heimilissjóðs HFÍ 17,9%. Þar hefur skrifstofa félagsins verið til húsa síðan. Hæðin er alls 6 herbergi og auk þess tvær góðar geymslur í kjallara, en greinar- góð lýsing er á húseigninni í 1. tbl. Tímarits HFI 1965. I fyrstu hafði félagið aðeins eitt herhergi auk geymslu- plássins, hin herbergin voru leigð út. Árið 1970 tók HFI til afnota rúmgott fundarherbergi og í ár er aftur bætt við einu herbergi. Enn eru leigð út sem læknastof- ur 3 herbergi. Heimilissjóður HFl rekur húsnæðið og greiðir HFl húsaleigu til sjóðsins. Mánaðarleiga er nú kr. 15.000. Upphaflega hugmyndin var að stofna heimilissjóð fyrir aldraðar hjúkrunarkonur, en sú hugmynd breyttist hins vegar með árunum og sérstaklega með tilkomu Líf- eyrissjóðs hjúkrunarkvenna. Árið 1973 er 2. áfangi orlofsheimila BSRB í Munað- arnesi var í undirbúningi ákvað stjórn Heimilissjóðs með samþykki stjórnar HFl að leggja fram fé fyrir einu húsi af minni gerð (30 m2) og skyldu hjúkrunar- fræðingar, sem komnir voru á eftirlaunaaldur, hafa for- gang að dvöl í húsinu. Hús Heimilissjóðs IJFÍ, sem er nr. 62, var tekið í notkun í ágúst 1974. Greiðslur sjóðs- ins fyrir húsið nema kr. 1.160.000, og af þeirri upphæð eru nú aðeins ógreiddar kr. 170.000. Hafa margir eldri hjúkrunarfræðingar dvalið þar, en þeir hafa þó aldrei fullnotað húsið og hefur því fjöldi yngri félaga notið góðs af dvöl þar. Væntanlega munu sem flestir eldri hjúkrunarfræðingar sjá sér fært að nota orlofshúsið. Skrifstofa HFÍ sér um leigu yfir sum- artímann, en BSRB yfir vetrarmánuðina eins og önnur hús bandalagsins í Munaðarnesi. Fjárhagslegan rekstur hússins annast HFl. Orlofshús HFi Á þingi BSRB haustið 1966 var samþykkt ályktun, þar sem stjórn bandalagsins var falið að beita sér fyrir að útvega og skipuleggja land í því skyni að gefa banda- lagsfélögunum kost á að eignast orlofsheimili. Þegar fengið var land að Munaðarnesi í Borgarfirði var unnið að uppbyggingu orlofsheimilanna og fyrstu húsin afhent bandalagsfélögum laugardaginn 22. maí 1971. HFI keypti eitt hús af stærri gerð, sem er um 60 m2. Greiðslan, sem var kr. 400 þúsund, var fengin að láni hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna til 15 ára. Árið 1973 er 2. áfangi orlofsheimila BSRB í Mun- aðarnesi var í undirbúningi, kom til tals að HFl festi kaup á öðru húsi með aukafjárframlögum félagsmanna, en á fjölmennum fundi í HFÍ lagðist meirihluti gegn því. Eins og að framan getur lagði Heimilissjóður HFI þá fram fé fyrir einu húsi, og á félagið því tvö orlofs- hús í Munaðarnesi. Framh. á bls. 102. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.