Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 19
14. gr. Nú lætur sjóðfélagi í lifanda lífi og af öðrum ástæð- um en elli eða örorku af stöðu þeirri, er veitti honum aðgang að sjóðnum, og á hann þá rétt á að fá endur- greidd með vöxtum iðgjöld þau, er hann hefur greitt í sjóðinn. Stjórn sjóðsins ákveður vextina með lilið- sjón af ávöxtun sjóðsins. Hafi hann verið sjóðfélagi í 5 ár, er hann lætur af stöðunni, getur hann með sam- þykki sjóðstjórnarinnar valið um, hvort hann fær ið- gjöld sín endurgreidd eða hann lætur þau standa inni í sjóðnum. Velji hann síðari kostinn, fellur niður réttur hans og skylda til að greiða framvegis iðgjöld til sjóðs- ins og réttur hans til örorkulífeyris. Ellilífeyrir hans, sbr. 8. gr., miðast þá við starfstíma hans og laun þau, er hann hafði, er hann lét af stöðu þeirri, er veitti að- gang að sjóðnum, en tekur sömu breytingum og lífeyrir annarra, eftir að taka lífeyris hefst. Hafi hann gegnt stöðunni skemur en 30 ár, skal barnalífeyrir ákveðinn þannig, að full upphæð samkvæmt 11. gr. skal marg- földuð með hlutfallinu á milli þess ellilífeyris, sem hann hefur öðlast rétt til, og þess ellilífeyris, sem hann hefði öðlast rétt til, ef hann hefði gegnt starfinu í 30 ór. Sé staða eða starfi sjóðfélagans lagður niður, á hann rétt á að vera áfram í sjóðnum og greiða iðgjöld, sem miðuð séu við laun í þeim launaflokki, er staða hans var í, er hún var lögð niður. Nýtur hann þá sömu rétt- inda úr sjóðnum sem hann hefði gegnt starfi sínu áfram. Láti sjóðfélagi um stundarsakir af starfi, sem veitir aðgang að sjóðnum, er honum heimilt að greiða ið- gjöld fyrir þann tíma, er hann var í burtu, enda hafi hann verið við framhaldsnám eða unnið að hjúkrunar- störfum, sem ekki veita aðgang að sjóðnum. 15. gr. Nú flyst sjóðfélagi, er verið hefur í þessum lífeyris- sjóði, í starf, sem veitir aðgang að öðrum lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lögum, og má þá endurgreiða með vöxtum öll iðgjöld, sem greidd hafa verið í sjóðinn hans vegna. Það er skilyrði fyrir þessari endurgreiðslu, að hún gangi til kaupa á lífeyrisréttindum fyrir við- komandi sjóðfélaga í þeim sjóði, er hann flyst til. Þó má aldrei endurgreiða hærri upphæð en þarf til þess að kaupa réttindi í hinum nýja sjóði, er svari til þess starfstíma, er sjóðfélaginn hafði öðlast. Sjóðsstjórninni er heimilt að nota sömu endur- greiðslureglu, þegar sjóðfélagi flyst í annan sjóð, sem viðurkenndur er af fjármálaráðuneytinu, eða kaupir sér lifeyri hjá tryggingarfélagi eða stofnun, sem starfar eftir reglum, er fjármálaráðuneytið samþykkir, enda gildi þar sömu reglur um endurkaup og greiðslu lífeyr- is eins og ákveðnar eru í þessum lögum. A tilsvarandi hátt er sjóðstjórninni heimilt, að fengnu samþykki fjármálaráðherra, að veita viðtöku, vegna sjóðfélaga, er gerist sjóðfélagi í þessum sjóði, fé því, er kann að vera endurgreitt hans vegna úr sjóði, tryggingafélagi eða stofnun, sem að framan greinir, og veita honum réttindi í samræmi við það. Einnig getur stjórnin, þegar sérstaklega stendur á, og með samþykki fjármálaráðherra, heimilað réttindakaup aftur í tímann, þó að ekki sé um að ræða yfirfærslu á réttindum annars staðar frá. Það skal meðal annars sett sem skilyrði fyrir slíkum réttindakaupum, að mælt sé með þeim af forstöðumanni þeirrar stofnunar, er sjóð- félaginn vinnur hjá, að gengið sé frá réttindakaupunum innan árs, frá því hann var ráðinn, og að hann sé eldri en 30 ára, þegar hann öðlast aðgang að sjóðnum. 16. gr. Stjórn sjóðsins skal hið fimmta hvert ár láta trygg- ingafræðing rannsaka fjárhag sjóðsins. Þyki honum rannsókn sín leiða í ljós, að fjárhagsgrundvöllur sjóðs- ins sé ótryggur, skal hann gera lillögur til stjórnar sjóðsins um aðgerðir til að efla sjóðinn. Sýni rann- sóknin hins vegar, að fjárhagur sjóðsins sé svo góður, að iðgjöld mætti lækka, skal hann athuga vandlega, hversu mikil sú lækkun mætti vera, og gera tillögur sínar um það til sjóðstjórnarinnar. Sjóðstjórnin má aldrei lækka iðgjöld meira en tryggingafræðingur hef- ur lagt til. 17. gr. Allar hjúkrunarkonur, sem vinna hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, bæjar- og sveitarfélaga eða annarra opinberra stofnana eða við heilbrigðisstofnanir, sem eru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni, skulu vera skyldutryggðar í sjóði þessum. Heimilt er að taka í sjóðinn aðrar hjúkrunarkonur, er starfa að hjúkrun, enda sé viðkomandi eigi ráðinn til skemmri tíma en eins árs, eða með að minnsta kosti þriggja mánaða upp- sagnarfresli. 18. gr. Ríkissjóður og aðrir aðilar, sem tryggja hjúkrunar- konur í sjóði þessum, ábyrgjast hver fyrir sinn hóp greiðslur úr honum. Nú reynist einhver aðili, sem tryggt hefur hjúkrunarkonur í sjóðnum, ekki fær um að standa TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.