Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 22
r Ahríf náttúruhamfara Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Kæru lesendur. I þessari frásögn, sem fjallar um náttúruhamfarirnar hér á Kópaskeri og í nágrenni, frá því í desember 1975, mun ég leitast við að fjalla um áhrif þeirra á and- lega heilsu íbúanna, þar sem kvíði, taugaspenna, andlegt og líkamlegt á- lag kom þungt niður á fólkinu á þess- um slóðum. Það var um 20. des., sem skjálft- arnir hófust i kjölfar leirgoss úr Leir- hnjúk. Þá var ástandið verst í Keldu- hverfi og á sumum bæjum við Oxar- fjörð, en fannst einnig hér á Kópa- skeri. Þá jiegar álti margur maðurinn í erfiðleikum andlega, aðallega eldra fólkið, sem hafði lent í jarðskjálft- um áður. Þar kom strax fram kvíði og hræðsla, sem orsakaði vöðva- spennu, svo fólki varð ekki svefnsamt nótt eftir nótt. Það leitaði eftir að- stoð og fékk töflur fyrir svefn, sem hjálpuðu því að slaka á yfir nóttina, svo það væri hetur undirhúið fyrir erfiði næsta dags. Dagarnir liðu hver af öðrum, stundum voru margir skjálftar, en oft var rólegt á milli. Fólkið undirbjó jólahátíðina eftir bestu getu. A Þor- láksmessu var ákveðið að mynda al- mannavarnanefnd á Kópaskeri. I nefndinni áttu sæti 6 manns. Fjallað var um neyðarvarnir og undirbúning- ur hafinn til að hægt væri að senda björgunarsveit til aðstoðar þeim í Kelduhverfinu, því þar var ávallt bú- ist við einhverjum slysum af völdum náttúruhamfara. Við töldum til allar jeppabifreiðar, snjósleða og vörubif- 104 reiðar til manna- og skepnuflutninga. Einnig var lagt talstöðvakerfi, og ýmsum upplýsingum safnað. Aðal- stöðvar almannavarna voru ákveðnar í húsi kaupfélagsins og þaðan skyldi starfinu stjórnað. Björgunarsveitir eru starfandi á þessu svæði. Nú voru jólin gengin í garð og spenna lá í loftinu vegna stöðugra skjálfta og á jóladagskvöld kom reglulega snarpur kippur, þannig að leirtauið hristist í skápunum og fólk- ið hreyfðist til sitjandi sem stand- andi. Það kom óhugur í fólk og flest- ar umræður snerust um hvað væri að gerast hjá náttúrunni. Ovissan og kvíðinn gerði nú enn meira vart við sig en áður. Sumir voru svo forsjálir að þeir tóku niður dýrmæta muni af veggjum og settu útvörp og sjónvörp á gólfið, pökkuðu niður leirtaui og voru viðbúnir að taka á móti næsta kipp. Margir höfðu þann háttinn á, að sofa sem næst úti- dyrunum til að geta hlaupið út þegar skjálftar komu, en aðrir stífnuðu kyrrir í sömu sporum og náhvílnuðu. Flestir voru mjög spenntir. Ahrif skjálftanna á blessuð börnin voru misjöfn, fór það mjög eftir skapgerð barnanna. Einnig tel ég við- brögðin í kringum þau hafa haft tals- vert að segja á framkomu og líðan barnanna. Það var sí og æ verið að tala um jarðskjálfta, hvað kippurinn í gær hafi verið mikill og hvort þessu ætlaði aldrei að ljúka, hvað myndi gerast næst? Alltaf hlustuðu börnin og fundu spennuna í loftinu. A hverju heimili voru óvænt komnir einhverjir jarðskjálftamælar, svo sem hurðir sem hristust til, ljósakrónur sem glömruðu, einhverjir hlutir sem hreyfðust til við smáskjálfta. Yngstu börnin kölluðu á mömmu, þegar þau urðu fyrir einhverjum áhrifum skjálftanna. Þau spurðu starandi, hrædd og hissa: „Hvað var þetta, mamma?“ Skólahörnin og ungling- arnir sögðu t. d.: „Fannstu þennan?“ eða hlupu til og sögðu frá því, að þau hefðu fundið jarðskjálfta og séð eitthvað hristast. Ahrifin voru sem sagt mörg og misjöfn. Hver hefur sína sögu að segja, en í öllum tilfellum er erfitt að lýsa þeim svo, að óreyndir fái einhverja hugmynd um hvernig það er að búa á jarðskjálftasvæði. Haft hefur verið eftir jarðfræðingi, að af öllum náttúruhamförum hafi jarð- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.