Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 23
Myndirnar sýna glögglega vegsummerki náttúruhamjaranna. skjálftar verstu áhrifin á fólkiS. því það getur í rauninni ekki forðasl hættuna, það er huglægt atriði, en þegar eldgos brýst út, þá getur það haldið sig í hæfilegri fjarlægð, það er hlutlægt. Þetta held ég að sé mikið rétt hjá honum, því óvissan um næsta kipp er mjög mikil. Hvað verður hann sterkur og hvar gætir áhrifa hans mest? Aðfaranótt hins 13. dags janúar- mánaðar var töluverð ókyrrð, þvi við vöknuðum oft þá nótt, sem sumar aðrar nætur. En það veit sá sem allt veit, að enginn bjóst við því sem við áttum í vændum þann dag. Það var þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.32, að það kom mjög stór jarðskjálftakippur, sem mældist ca. 6,5 á Richterkvaröa. Hann kollvarp- aði þessum kyrrláta stað, allt líf fór úr sínum föstu skorðum. Margar frá- sagnir eru til um það sem gerðisl. Tel ég víst að allir hafi lesið dagblöð- in, en þar var t. d. greint frá jarð- fræðilegum breytingum, sem urðu á þessu svæði, ásamt þeim skemmdum sem urðu á mannvirkjum. En hvernig brást fólkið við? Eg var stödd inni í litlu lyfjaher- hergi við vinnu mína, þá heyri ég ó- skaplegar drunur og sérkennileg ó- hljóð utan frá og lít upp. Húsið fór að hoppa til og lyfjaglösin að detta úr hillunum. Fyrsta hugsun mín var að þessi skjálfti væri stærri en hinir og að húsið myndi e. t. v. hrynja. Börnin mín, eins og tveggja ára, voru uppi á efri hæðinni ásamt tíu ára tvíburasystrum, sem voru að fóstra þau fyrir sig. Ég kallaði upp yfir mig: „Börnin mín!“ og hentist af stað upp til að bjarga þeim út. A leiö minni upp stigann sá ég hvernig sprungur komu í veggina og stór gluggi gegnt mér gekk í bylgjum. Ég TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.