Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 33
þessir staðir eru gerðir fyrir aldrað fólk með ferlivist. AðstæSur eru ekki miðaðar við lasburða eða sjúka sem hafa þó hafnað þar, því að aðrir stað- ir eru ekki til. Þarna er og líka mjög mikill skortur á sérhæfðu starfsfólki til að veita þá þjónustu sem þessi hópur þarfnast. Lausnin er húsnæSi og aðrar viðunandi aSstæður svo og sérhæft starfsfólk er getur veitt hin- um aldraða, sem er orðinn lasburða og sjúkur, þá aðhlynningu er hann þarfnast. Hvernig þessu er háttað í fram- kvæmd byggir á hinurn mismunandi þörfum hins aldraða. En í stórum dráttum má skipta því niður á eftir- farandi hátt: 1. Sjúkradeildir. 2. Hjúkrunar- og endurhæfingar- deildir. 3. Hjúkrun í heimahúsum. Hér hefur verið rætt um hinn aldr- aða sjúka, en næst skal víkja að þeim hópi aldraðra þar sem um er að ræða skerta getu til að annast um sig að öllu leyti. Hjá þeim hópi koma oft fram bæði fjárhagsleg og félagsleg vandamál. Fyrir þennan hóp þyrfti að auka valmöguleika til mikilla muna umfram það sem er í dag. Skal þá helst nefna: 1. Dvalarheimili. 2. Dagvistunarheimili. 3. Aðstoð í heimahúsum. 4. Ibúðir sérhannaðar fyrir aldr- aða í þjónustuhúsi. 5. Aðrar sérhannaðar íhúðir stað- settar miðsvæðis. Varðandi íbúðir fyrir aldraða er talið að ekki sé hentugt að í einu húsi séu eingöngu slíkar íbúðir, það stuðli að félagslegri einangrun. Það ber að athuga að íbúðir utan þjónustuhúsa séu staðsettar nokkuð miðsvæðis hvað snertir verslun og aðra þjón- ustu, og að ekki sé langt í safnaðar- heimili þar sem oft fer fram ýmis konar þjónusta fyrir aldraða svo og tómstundastörf. Varðandi sérstök efnahagsleg vandamál veitir hið op- inbera uppbót á lífeyri, og hægt er að sækja um undanþágu á greiðslu afnotagj alds útvarps og sjónvarps, líka væri æskilegt að geta sótt um lækkun á afnotagjaldi síma. Veittur er afsláttur á fargjöldum með stræt- isvögnum, en margir hinna öldruðu eru ekki færir um að ferðast með þeim og er þá ekki upp á aðra þjón- ustu boðið nema það sem vinir og fjölskylda geta veitt. Vandamál þeirra sem hafa lítið skerta starfsorku er að fá starf við sitt hæfi. Tillaga hefur nú verið flutt á Alþingi varðandi atvinnumál aldr- aðra. Að gefa hinum aldraða, sem hefur vilja og getu, möguleika á að starfa, getur komið í veg fyrir mörg efnahagsleg og félagsleg vandamál. Miða skal að því að hinn aldraði búi sem lengst við sömu eða svipaðar að- stæður og áður en aldurinn fór að segja til sín. Þurfi hann að dvelja á stofnun skal miða aS því að hafa sem heimilislegastan blæ, reyna að glæSa tilgangi í líf hans og gera hann virk- an þátttakanda í sinni eigin velferð. Leysum við þessi vandamál mun það stuðla mikið að velferð hinna öldruðu, þó er ekki þar með sagt að hægt sé að leysa öll vandamál sem upp koma hjá hverjum einstökum. Þau vandamál sem hér hafa verið rædd eiga mjög margir sameiginleg og þess vegna eru þau svo umfangs- mikil. Heilsufarsleg, efnahags- og félags- leg vandamál eru oft tengd og hér hefur verið rætt um lausn þeirra, en það þarf líka að leggja áherslu á að fyrirbyggja þau. Þó að reist verði sjúkrahús, dvalarheimili og byggðar íbúðir, og fjárhagsleg aðstoð aukin, má gera ráð fyrir að vandamál geri vart við sig. Það væri æskilegt að slofna vel- ferðarstöð aldraðra, þar sem fylgst væri með heilsufari og félagslegum aðstæðum þeirra og þar væru einnig veittar upplýsingar varðandi málefni þeirra. Svona stöð gæti ef til vill starfað í tengslum við heilugæslu- stöð. I lögum um heilbrigðisþjónustu er heilsuvernd aldraðra ekki nefnd, þó að vitað sé að þeim hópi hætti mjög við sjúkdómum. Eitt atriði vil ég nefna er gæti fyrirbyggt ýmis vanda- mál hins aldraða og það er „undir- búning fyrir ellina“. Alltof margir vilja lítið hugsa til þessa æviskeiðs, enda ekkert tilhlökkunarefni eins og aðstæður eru í dag. Undirbúningur- inn þyrfti m. a. að fela í sér að þekkja líkamlegar og andlegar breytingar sem ellinni fylgja, helstu sjúkdóma sem hrjá hinn aldraða, meðferð þeirra og endurhæfingu. Margir aldr- aðir hafa svo neikvæð viðhorf til end- urhæfingar að þeir taka ekki við þeirri meðferð sem þeir annars geta fengið og eykur þetta vanlíðan þeirra. Slíkar upplýsingar sem hér hafa verið nefndar gætu skapað jákvæðari viðhorf gagnvart þessu æviskeiði. Einnig þarf að kynna tryggingarkerf- ið og aðstoð hins opinhera, fjárhags- lega og félagslega. Þörf er líka á að veita fræðslu um heilsuvernd, hentugt húsnæði svo og atvinnumöguleika. Þessa fræðslu og upplýsingar mætti gefa í formi námskeiðs og væri það þá ætlaö „tilvonandi öldruðum“. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLACS ÍSLANDS 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.