Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 41
um María Finnsdóttir varðandi menntun- armöguleika hjúkrunarfræðinga, og Ingi- hjörg Magnúsdóttir varðandi mál sjúkra- liða. Gestur fundarins var miss Clarke, kenn- ari í hjúkrunarfræðum frá Kanada, og sagði hún frá og svaraði fyrirspurnum varðandi starf sitt. Aðalfundur hófst með föstum aðalfund- arstörfum 30. okt. 1975. Arndís Finnsson sagði af sér formannsstarfinu að liðnu hálfu kjörtímabili af persónulegum ástæð- um og gaf undirrituð kost á sér út kjör- tímabilið. Einnig gengu úr stjórn varaformaður, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Sjálfkjörið var í stjórn jiar sem ekki gáfu kost á sér fleiri en vantaði. Kosið var urn 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa. Formaður launamálanefndar, Valgerður Jónsdóttir, kynnti sérkröfur félagsins við næstu samninga og Ingibjörg Helgadóttir sagði frá gangi samningaviðræðna og verk- fallsmálum. Fundi var slitið kl. 0.05. Félagsfundur var haldinn 17. mars 1976 og kynntu Ragnheiður Sigurðardóttir jiar Vökudeild Barnaspítala Hringsins og Lauf- ey Aðalsteinsdótir Gjörgæsludeild. Stefnt er að því að halda fleiri kynningar og fræðslufundi. Fundir stjórnar með fulltrúum voru 4. Komu jiar fram ýmis mál sem reynt var að afgreiða eftir bestu getu. Aðallega var jió fjallað um væntanleg mál á fulltrúafundi félagsins. Stjórnarfundir frá síðasta fulltrúafundi voru 14, þar af einn með stjórn félagsins 15. janúar 1976. Kom þar fram m. a. að stjórn HFÍ hafði ekki fjallað um áskorun fulltrúa Reykjavíkurdeildarinnar á síðasta aðalfundi um að kannaðir yrðu kostir og ókostir þess að félagið væri í BSRB. Reyndum við því að kanna stöðu stéttar- innar almennt í launamálum og er fram- komin tillaga um lagabreytingu af því sprottin. Fjárhagsstaða deildarinnar er þessi: Eign 1. jan. 1975 ............. kr. 39.171 Gjöld 1975: Ritföng og pappírs- vörur. auglýsingar, Ijósritun, risna o. fl................. — 51.064 Tekjur: 5% af félagsgjöldum — 237.155 Eign 1. jan. 1976 .............— 224.285 Stjórn Reykjavíkurdeildarinnar hefur á- kveðið að leggja kr. 100.000 í Minningar- sjóð Hans Adolfs Hjartarsonar, náms- og ferðasjóð, ef það gæti orðið til einhvers stuðnings þeim, sem hyggja á framhalds- nám. Að lokum sendir stjórn Reykjavíkur- deildaiinnar félagsmönnum bestu kveðjur. Kristín Oladóttir jormaSur. Akranesdeild HFÍ Haldnir hafa verið 8 fundir á starfsárinu, þar með talinn aðalfundur, sem haldinn var í janúar s.l. Fór þá fram stjórnarkjör. Ur stjórn gengu: Kristjana Kristjánsdóttir formaður, Sigrún Valgarðsdóttir ritari, Ragnhildur Theodórsdóttir gjaldkeri. í stjórn voru kjörnar: Guðný Bjarnadóttir formaður, Brynja Einarsdóttir varaformaður, Þóra Björk Kristinsdóttir ritari, Sigrún Elín Einarsdóttir gjaldkeri. Félagar í deildinni eru 35, þar af eru 23 búsettar á Akranesi. Félagsfundir hafa verið haldnir í starfs- mannabústað sjúkrahússins svo og á heim- ilum félagskvenna og hafa þeir verið vel sóttir. í maí kom á fund til okkar Guðmundur M. Jóhannesson læknir, sem flutti fróðlegt erindi um blóðtransfusionir. Aðalbaráttumál frá stofnun deildarinnar hefur verið, að komið yrði á fót barnaheim- ili við sjúkralrúsið. En erfiðlega lrefur gengið að útvega húsnæði sem hentar, eft- ir að fenginn var skilningur á nauðsyn barnagæslu við stofnunina. En nú nýlega hefur sjúkrahúsið fest kaup á einbýlishúsi að Heiðarbraut 31 og er ætlunin að því verði breytt í barnaheimili, og vonum við nú að við förum að sjá þennan stóra draum okkar rætast. Deildin beitti sér fyrir því að Sjúkrahús Akraness veitti á árinu Steinunni Sigurðar- dóttur hjúkrunarfræðingi lán til framhalds- nánrs í kennslu og stjórnun. Lán það var veitt. Stundar hún nú nám í þeirri grein í Árósum. En að námi loknu hefur hún ráð- ið sig sem hjúkrunarforstjóra við sjúkra- húsið, og er væntanleg nú í sumar. Með bestu kveðju frá Akranesdeild HFI, Guðný Bjarnadóttir jormaður. Vestfjarðadeild HFÍ Á síðastliðnu ári voru haldnir 3 félagsfund- ir, 2 stjórnarfundir og aðalfundur, sem haldinn var 29. janúar s.l. (1976). 2 fræðsluerindi voru flutt á fundum hjá okkur og voru þau bæði flutt af Reyni T. Geirssyni lækni. Var annað um aukaverk- anir lyfja, en hitt um hjartasjúkdóma. Annars hefur félagslíf og fundahöld ver- ið með minna móti á síðastliðnu ári og má þar unr kenna mikla sókn hjúkrunarkvenna héðan til annarra staða, bæði til starfa og til aukinnar fræðslu á námskeiðum og í sjúkrahúsunr í Reykjavík og víðar. Má þar nefna að ein hjúkrunarkona héðan dvaldi síðastliðið ár í Noregi við framhaldsnám í heilsuverndarhjúkrun. 19. september s.l. var fyrsta skóflustung- an tekin fyrir nýrri Heilsugæslustöð og sjúkrahúsi á ísafirði. Var það heilbrigðis- málaráðherra, Matthías Bjarnason, senr það gerði. Verður allt húsið steypt upp í einum áfanga, þar sem það er ein samfelld bygg- ing. Voru strax hafnar framkvæmdir og er áætlað að vinna fyrir unr 80 millj, kr. á ár- inu 1976. Á aðalfundi deildarinnar varð nokkur breyting á stjórninni og er hún nú skipuð eftirtöldum konum: Guðrún Gísladóttir formaður, Kristrún Guðmundsdóttir gjaldkeri, Hrefna Pétursdóttir ritari, Katrín Arndal meðstjórnandi, Halldóra Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Endurskoðendur voru kosnir: Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir. Eignir deildarinnar voru í árslok kr. 86.117. Félagar 31. janúar 1976 voru 31. Guðrún Gísladóttir. Akureyrardeild HFÍ Starfsemi Akureyrardeildar HFÍ hefur ver- ið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fundir einu sinni í mánuði frá því í sept- ember og fram í maí. Fundarsókn er nokk- uð misgóð. Á svæði deildarinnar eru nú 102 hjúkr- unarfræðingar, þar af eru um 75 á Akur- eyri. Aðalfundur var haldinn 13. október s.l. Gengið var til stjórnarkjörs. Ur stjórn gengu: Þórunn Birnir formaður, Guðfinna Thorlacius varaformaður, Ragna Magnúsdóttir gjaldkeri, Rósa Gunnarsdóttir meðstjórnandi. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.