Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 42
Við störfum þeirra tóku: Hulda Baldursdóttir formaður, Valgerður Valgarðsdóttir varaformaður, Ifildur Gunnarsdóttir gjaldkeri, Hugrún Engilbertsdóttir meðstjórnandi. Gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum deildarinnar: í Félagssjóði er.............. kr. 147.953 í Námssjóði er................— 76.928 í maí síðastliðnum barst deildinni bréf frá Reykjavíkurdeild, þar sem fram kemur tillaga frá deildinni um stofnun nántssjóðs. Þessi tillaga var kynnt og málið lagt fyrir aðalfund. Mikið var rætt um þessa tillögu, og voru allar félagskonur andvígar svona skattlagningu. Alitsgerð sem fundurinn samþykkti að senda stjórn HFÍ og öllum svæðisdeildum hljóðaði svo: Akureyrardeild Hjúkrunarfélags Islands lýsir sig andvíga fram kominni tillögu Reykjavíkurdeildar um stofnun námssjóðs, þar sem hver starfandi hjúkrunarkona leggi fram 1% af grunnlaunum sínum í þennan sjóð. Deildin telur tillögu þessa vanhugsaða og mjög vafasamt hvort heim- ilt sé að leggja slíkar kvaðir á félagsmenn. Þess í stað leggur deildin áherslu á, að hjúkrunarkonur fái aðgang að lánasjóði ís- lenskra námsmanna, til jafns við aðra ís- lenska námsmenn í framhaldsnámi. Jafn- framt verði tryggt, að allir sem lokið hafa hjúkrunarprófi hérlendis, njóti sömu fyrir- greiðslu. Deildin skorar því á stjórn Hjúkrunar- félags Islands að hún kynni sér reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna og vinni að því, að hjúkrunarkonur njóti þar fullra réttinda. Reykjavíkurdeildin sendi svo svar í jan- úar, og var þá búið að snúa tillögunni al- gerlega við. Og eins og hún hljóðar núna, teljum við hana tilheyra kjarasamningun- um. I desember var lokið könnun í sambandi við námskeið í hjúkrunarfræðum, með svipuðu sniði og haldið var í febr.-mars hér í Reykjavík. Þátttaka var góð og áhugi mikill. I ljós kom að svona námskeið þarf að vera kvöldnámskeið, t. d. 2 kvöld í viku og ekki hægt að láta það standa lengur en 8-10 vikur. Er það von okkar að við getum komið þessu af stað á næsta starfsári. Það hefur ekki farið fram hjá okkur hér fyrir norðan, að mikið hefur verið rætt um menntunarmál stéttarinnar. Er það von okkar að Ingibjörg Helgadóttir formaður, komi norður nú seint í apríl og ræði þessi mál bjá okkur, og þær hugmyndir sem fram komu á félagsfundinum í Domus Medica. Af fræðsluefni á fundum má nefna: Er- indi sem Valdís Jónsdóttir talkennari hélt uin mállömun (aphasía) og svaraði spurn- ingum um nám sitt og starf. Torfi Guð- laugsson framkvæmdastjóri FSA talaði um heilbrigðis- og skipulagsmál sjúkrahúsa. Einnig sýndi hann líkan af fyrirhugaðri sjúkrahússbyggingu á Akureyri. Ulfur Ragnarsson læknir flutti erindi um Jóga. A jólafundinn kom föndurkennari og sýndi jólaföndur. Fjáröflunarleiðir deildarinnar í vetur hafa ekki verið aðrar en kaffisala á félags- fundum, kaffinefnd er kosin fyrir livern fund, og kaffi og kökur seldar á 200 kr. Virðist okkur þetta vera drjúg tekjulind og skiptist bróðurlega á allar félagskonur. Að lokum óska ég ykkur allra heilla og flyt ykkur bestu kveðjur að norðan. F. h. Akureyrardeildar HFÍ, Hulda Baldursdóttir. Austurlandsdeild HFÍ Árið 1975 var vægast sagt mjög tíðindalít- ið, þar sem enginn fundur var haldinn á árinu, bæði vegna samgönguerfiðleika og lélegrar þátttöku meðlima deildarinnar. Það var boðað til fundar á Egilsstöðum 7. júlí 1975 og mættu til fundarins aðeins þrír meðlimir frá Eskifirði og tveir frá Neskaupstað og varð af þeim orsökum að fella niður fundarhald og sætta sig við þessa platferð á staðinn, og þar af leið- andi eru öll mál deildarinnar í ólestri. Höf- um við þar af leiðandi sáralitlar sem engar fréttir af síðasta aðalfundi HFÍ, höldnum í Reykjavík í maí 1975. Teljum við algjörlega tómt mál að tala um að starfrækja Austurlandsdeild eins og n ú er gert. Rannveig Þ. Sigurðardóttir. Suðurlandsdeild HFÍ Aðalfundur deildarinnar var haldinn 30. 10. 1975 í Tryggvaskála ,Selfossi. Fundinn sóttu 9 félagsmenn. Stjórnarkjör fór ekki fram þar eð kosið er í stjórn deildarinnar annað livert ár. Farið var yfir fjárhag deildarinnar. Vetrarstarfið var rætt og ákveðið að halda fundi mánaðarlega, annan hvern þriðjudag hvers mánaðar. Hefur það stað- ist utan einu sinni að fresta varð fundi vegna veðurs. Fundarsókn mætti vera betri. Ef til vill hefur vetrarríki og umhleypingar ráðið þar nokkru um, svæðið er víðáttu- mikið og fyrir suma félagsmenn langt að sækja fundi. Hjúkrunarfræðingar búsettir á svæðinu eru 26, en í deild eru 21. Á árinu hafa nokkrir flutt af svæðinu, en aðrir komið í staðinn. Ymislegt hefur borið á góma á fundum okkar, má þar nefna mjög fróðlegt erindi er Kristján Baldvinsson yfirlæknir flutti um bilirubin-mælingar hjá ungbörnum. Erlín Oskarsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnti trúnaðarmannakerfið fyrir okkur, en hún hefur sótt námskeið trúnaðarmanna sem trúnaðarmaður okkar við sjúkrahúsið á Selfossi. Ymiss annar fróðleikur hefur borið á góma og ekki annað að sjá en kynni okk- ar og skilningur okkar í milli, aukist þeg- ar rædd eru sameiginleg áhuga- og vanda- mál. Má þar nefna menntunarmál stéttar okkar, sem svo mjög hafa verið til umræðu í vetur. Utan þessara eiginlegu funda höfum við komið saman til upprifjunar á námsefni, en það þurfum við að auka. Kveðjur frá Suðurlandsdeild með ósk um samheldni stéttar okkar í öllum okkar baráttumálum. Stjórn Suðurlandsdeildar: Pálína Tómas- dóttir formaður, Kristín L. Þórarinsdóttir ritari, Auður Hauksdóttir gjaldkeri. Með- stjórnendur: Lilja Hannibalsdóttir, Mar- grét Svane, Aðalheiður Hjartardóttir. Pálína Tómasdótlir. Vestmannaeyjadeild HFÍ Segja má að starfsemi V.H.F.I. hafi í haust hafist með heimsókn góðra gesta, sem voru rúmlega 40 fulltrúar af þingi S.S.N., sem eins og við vitum var haldið í Reykjavík í september s.l. Til Eyja kom þetta góða fólk laugardaginn 13. september og voru veðurguðirnir okkur sannarlega hliðhollir, því eftir langvarandi rigningar skein sólin og hægt var að fljúga fram og til baka á tilsettum tíma, en einmitt það, að komast hvorki frá Eyjum né til Eyja er vel þekkt, en ekki að sama skapi skemmtilegt. Þessi heimsókn S.S.N. fulltrúanna var okkur í Eyjadeildinni til mikillar ánægju og von- um við, að gestir okkar hafi einnig haft ánægju af að koma til okkar, og hefðum við áhuga og ánægju af að fá fleiri slíkar heimsóknir. Við þetta tækifæri færði for- maður H.F.Í. Ingibjörg Helgadóttir Vest- mannaeyjadeildinn mjög fallega gestabók frá H.F.I. og vil ég hér flytja bestu þakk- ir fyrir. 120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.