Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 45
vinnunni um kliniska kennslu. Á þessum fundi lagði stjórnin fram álitsgerð sem rædd var. Taldi stjórnin frekari fram- kvæmdir heyra undir hvern einstakan skóla. Tekið var fyrir bréf frá stjórn HFI um til- lögur varSandi úrlausn þess vandamáls er skapast hefur, aS ófaglært fólk (lækna- stúdentar) vinni sjálfstæð hjúkrunarstörf. Var þetta rætt ýtarlega og taldi deildin að ef ráðningarskrifstofu fyrir sjúkrahúsin yrSi komiS á fót væri möguleiki e. t. v. að stemma stigu við slíku. Var tillagan send stjórn HFÍ. 30. 9. 1975. Kynntar voru launakröfur hjúkrunarkennara af Kristínu Pálsdóttur, er var fulltrúi í launamálanefnd. 18.11. ’75. Kynntar lagabreytingar stjórn- arinnar og óskað eftir breytingatillögum. Almennar umræður um fjölbrautarskóla. F. h. Kennaradeildarinnar, Sigþrúður Ingimundardóttir jormaður. Hjúkrunarfræðingar með Ijósmæðramenntun Á s.l. starfsári voru haldnir 3 fundir, 1 fræðslufundur auk aðalfundar. Mikið hefur verið rætt um launamál á þessunt fundum vegna yfirstandandi sarnn- inga, og einnig menntunarmál. Aðalfundur var haldinn 24. nóvember 1975. Samkvæmt lögum deildarinnar var kosinn nýr formað- ur. Stjórnina skipa nú: Halla Halldórsdóttir formaður, Birgitta Pálsdóttir ritari, RagnheiSur SigurSardóttir gjaldkeri, Anna María Andrésdóttir varamaður. Á aðalfundi voru rædd drög að lögum og reglugerð um LjósmæSraskóla íslands, álit deildarinnar var sent nefnd þeirri er að þessum drögum vann. Þá var og kosin fræðslunefnd, sem vinna á að kennslu- og fræðslufundum. I nefndinni eru: María Björnsdóttir, Elín Hjartardóttir, Álfheiður Árnadóttir. Ársgjald deildarinnar var hækkað í 1000 krónur. I deildinni eru nú 35 félagar. Halla Halldórsdóttir formaður. Tímarit HFÍ Árið 1975 var ritstjórn tímaritsins þannig skipuð: Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri, Elísahet Ingólfsdóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir, Guðrún Áskelsdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS Varamenn: Guðrún Ina ívarsdóttir, Anna María Andrésdóttir, Þóra G. Sigurðardóttir. Fyrsta töluhlað ársins kont út í byrjun mars, 2.-3. í júní. Þar sem þetta blað var sérstaklega gefið út í tilefni af 50 ára af- mæli Tímarits Hjúkrunarfélags Islands og meira í það borið en ella, samþykkti stjórn HFÍ þá tillögu ritstjórnar, að 2 tölublöS væru að þessu sinni sameinuð. I 9. grein Reglugerðar Tímarits IIFÍ segir: „Tímarit Hjúkrunarfélags Islands skal koma út eigi sjaldnar en ársfjórðungs- lega. Heimilt er þó að gefa út 2 tölu- blöð saman ef ritstjórn telur æskilegt og stjórn félagsins er því samþykk." Þessu afmælisriti fylgdi fjölritað eintak af 1. blaði tímaritsins frá árinu ’25. Fjórða tölublað 1975 kom síðan út í nóvember. 1 reikningum félagsins kemur fram hver kostnaður við tímaritið er. Um leið og við þökkurn öllum hlutaðeigandi aSilum fyrir gott samstarf á árinu 1975, viljum við end- urtaka hvatningarorð okkar frá fyrri árum til allra hjúkrunarfræðinga, að senda tírna- ritinu fræðslu- og fréttaefni. F. h. ritstjórnar, Ingibjörg Arnadóttir. EVlunaðarnesnefnd FuIItrúaráðsþing BSRB var haldið í mars. Var þar samþykkt tillaga um hækkun á leigu húsanna. VerSa þau leigð út í sumar eins og undanfarin ár, eina viku í einu. ViS komum með þá tillögu að veitt verði viss upphæð ár hvert til viÖhalds á húsun- um. Stendur til að fara upp í MunaSarnes í vor til að þrífa og betrumbæta eftir vet- urinn. Munaðarnessnejnd 1975. Fræðslumálanefnd HFÍ Fræðslumálanefnd hélt 11 fundi á árinu. Aðalstarfsemi nefndarinnar var að skipu- leggja og sjá um námskeið í hjúkrun, sem nú er nýlokið og stóð í 6 vikur. Hófst það 16. febrúar og stóð til 27. mars. Hjúkrunar- skóli Islands léði námskeiðinu húsnæði. 49 umsóknir bárust um þátttöku, en 33 umsækjendum var heimiluð þátttaka. Kennslustundir voru 153 og skiptust þær á milli hjúkrunar, undirstöðugreina hjúkr- unar, sjúkdómafræði og félags-, sálar- og siðfræði. Námskeiðið var fjármagnað af Mennta- málaráðuneytinu. María Finnsdóttir formaður. Jólatrésnefnd Jólatrésfagnaður Hjúkrunarfélagsins var haldinn að Hótel Sögu sunnudaginn 28. desember. Var þar mikið fjölmenni af yngri kynslóðinni samankomið, sem virtist skemmta sér af mikilli prýði, með aðstoð Ragnars Bjarnasonar og hljómsveitar. Að venju komu tveir jólasveinar í heimsókn. Veitingar voru á boðstólum, ásamt sælgæt- ispokum í lokin. Vonumst við til að allir hafi farið ánægðir heim, hæði börn og fullorðnir. Jólatrésnejnd 1975. Sumarbústaðanefnd Kvennabrekku Störf nefndarinnar á síðastliðnu ári voru að h'ta eftir bústaðnum og sjá um viðgerð- ir. Heilbrigðisfulltrúi Mosfellshrepps leit á skolplögn sem þarfnast lagfæringar og mun það verða gert nú í vor. Bústaðurinn var leigður viku í senn yfir sumarið og fastir leigjendur hafa verið að vetrinum. Gaf það góða raun. Gerður Jóhannsdóttir, Guðrún Þór, María Guðmundsdóttir. Skýrsla trúnaðarráðs HFÍ Nýtt trúnaðarráö var tilnefnt á fundi með trúnaðarmönnum í HFÍ í maí 1975, til- nefndar voru: Valgerður Jónsdóttir, Landspítala, form. Guðrún Sveinsdóttir, Heilsuvernd, Sólrún Einarsdóttir, Vífilsstöðum, Vigdögg Björgvinsdóttir, Kleppsspítala, Olína Torfadóttir, Borgarspítala. Trúnaðarráð hélt fundi til að undirbúa aðalfund trúnaðarmanna og einnig var mik- ið rætt um verkfallsréttarmálið og unnið að skipulagningu aðgerða hjúkrunarfræð- inga, ef til kæmi. Aðalfundur trúnaðarmanna var haldinn 24. 11. 1975 og var hann mjög vel sóttur. Kjósa átti nýtt trúnaaðrráð. Meðiimir ráðs- ins gáfu kost á sér áfrarn, þar sem þeir höfðu aðeins starfað í stuttan tíma og var það samþykkt. Trúnaaðrráð hélt fundi með trúnaðar- ntönnum og upplýsingastjórum 1. mars ’76 um samningamálin, eins og þau stóðu þá. Vel var mætt á fundinum. Nokkrir aörir fundir hafa verið haldnir innan ráðsins og heldur meira hefur verið leitað til ráðsins með ýmis mál en áður, svo nú vonum við að trúnaðarmannakerfið innan HFI sé búið að fá fótfestu. Valgerður Jónsdóttir. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.